„Allt eðlilegt en samt ekki eðlilegt“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2022 16:34 Ísak Snær Þorvaldsson birti af sér mynd af spítalanum í gærkvöld eftir að hafa þurft að yfirgefa völlinn í leik gegn Hvíta-Rússlandi í Víkinni. @isaks10 og vísir/diego Ísak Snær Þorvaldsson segir enn óljóst hvað hafi valdið því að hann endaði á spítala í gærkvöld með verki fyrir brjósti, eftir að hafa verið að spila með U21-landsliðinu í fótbolta. Ísak, sem er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, varð að fara af velli snemma í seinni hálfleik í 3-1 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í Fossvogi í gærkvöld. Fyrsta skoðun þar kom vel út: „Það reyndist allt eðlilegt en samt ekki eðlilegt,“ sagði Ísak við Vísi síðdegis í dag en hann var þá nýkominn úr hjartaómskoðun. „Af því að það er saga um hjartaáföll í fjölskyldunni minni þá var ákveðið að ég færi upp á spítala í frekari test í dag. Ég er búinn að fá úr ómskoðuninni og það var allt jákvætt þar. Ég á eftir að fá úr kransæðaskoðuninni en þetta lítur allt vel út eins og er,“ segir Ísak. Hann fann fyrst fyrir verkjunum í byrjun seinni hálfleiks: „Ég kom út í seinni hálfleikinn, byrjaði að hlaupa og fann fyrir verk fyrir miðju brjósti og fann fyrir smáógleði í nokkrar sekúndur. Síðan varð verkurinn meiri og meiri. Þegar ég kom af velli fann ég líka verk í baki,“ segir Ísak. „Mér líður mikið betur núna. Þetta var meira í morgun en ég hef ekki fengið neina verki síðan þá,“ bætir hann við. Þó að ekki sé enn ljóst hvað olli verkjunum bindur Ísak vonir við að hann geti spilað gegn Kýpur á laugardagskvöld þegar það ræðst hvort að Ísland kemst í umspil um sæti á EM. „Ég hvíli mig í dag og svo fer ég mögulega að hreyfa mig á morgun, og sé hvernig ég verð þá. En það var ekkert komið frá læknunum um hvað þetta væri. Það voru nefndir nokkrir möguleikar en ekkert eitt sem hægt var að benda á. Mögulega er lítil bólga þarna einhvers staðar. Ég skildi nú ekki allt þetta læknatal en þetta lítur ekki út fyrir að vera neitt alvarlegt þannig séð. Ég ætla að reyna að gera allt til að spila leikinn á laugardaginn en við sjáum bara til hvað verður úr því,“ segir Ísak. Breiðablik Landslið karla í fótbolta Besta deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sjá meira
Ísak, sem er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, varð að fara af velli snemma í seinni hálfleik í 3-1 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í Fossvogi í gærkvöld. Fyrsta skoðun þar kom vel út: „Það reyndist allt eðlilegt en samt ekki eðlilegt,“ sagði Ísak við Vísi síðdegis í dag en hann var þá nýkominn úr hjartaómskoðun. „Af því að það er saga um hjartaáföll í fjölskyldunni minni þá var ákveðið að ég færi upp á spítala í frekari test í dag. Ég er búinn að fá úr ómskoðuninni og það var allt jákvætt þar. Ég á eftir að fá úr kransæðaskoðuninni en þetta lítur allt vel út eins og er,“ segir Ísak. Hann fann fyrst fyrir verkjunum í byrjun seinni hálfleiks: „Ég kom út í seinni hálfleikinn, byrjaði að hlaupa og fann fyrir verk fyrir miðju brjósti og fann fyrir smáógleði í nokkrar sekúndur. Síðan varð verkurinn meiri og meiri. Þegar ég kom af velli fann ég líka verk í baki,“ segir Ísak. „Mér líður mikið betur núna. Þetta var meira í morgun en ég hef ekki fengið neina verki síðan þá,“ bætir hann við. Þó að ekki sé enn ljóst hvað olli verkjunum bindur Ísak vonir við að hann geti spilað gegn Kýpur á laugardagskvöld þegar það ræðst hvort að Ísland kemst í umspil um sæti á EM. „Ég hvíli mig í dag og svo fer ég mögulega að hreyfa mig á morgun, og sé hvernig ég verð þá. En það var ekkert komið frá læknunum um hvað þetta væri. Það voru nefndir nokkrir möguleikar en ekkert eitt sem hægt var að benda á. Mögulega er lítil bólga þarna einhvers staðar. Ég skildi nú ekki allt þetta læknatal en þetta lítur ekki út fyrir að vera neitt alvarlegt þannig séð. Ég ætla að reyna að gera allt til að spila leikinn á laugardaginn en við sjáum bara til hvað verður úr því,“ segir Ísak.
Breiðablik Landslið karla í fótbolta Besta deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sjá meira