Komu að tjaldsvæðinu lokuðu og enduðu sem tjaldverðir Árni Sæberg skrifar 12. júní 2022 11:00 Þeir Kristófer Emil (t.v.) og Hinrik Orri (t.h.) eru nýju tjaldverðirnir á tjaldsvæðinu í Bleiksárhlíð. Aðsend Tveir ungir karlmenn höfðu ætlað sér að búa í tjaldi á Eskifirði í sumar á meðan þeir ynnu í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Skömmu eftir að þeir höfðu komið sér vel fyrir á tjaldsvæði kom í ljós að loka átti tjaldsvæðinu vegna skorts á tjaldvörðum. Þeir voru ekki lengi að taka starfið einfaldlega að sér sjálfir. Þeir Hinrik Orri og Kristófer Emil halda úti Instagramreikningunum Tjaldlíf þar sem þeir leyfa fylgjendum að fylgjast með daglegu lífi þeirra á Eskifirði. Þar hafa þeir komið sér fyrir þar sem þeir réðu sig til vinnu í álveri Alcoa á Reyðarfirði. View this post on Instagram A post shared by Tjaldlíf (@tjaldlif) „Þetta byrjaði svolítið skemmtilega hjá okkur. Við ætluðum upprunalega að fara á Eskifjörð eða Reyðarfjörð og búa þar á meðan við myndum vinna fyrir Alcoa, álverið hérna. Svo fékk ég þá brilliant hugmynd mánuði áður en við lögðum af stað að gista bara í tjaldi,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. „Við fundum alveg einhverja gistingu en svo vorum við bara sáttir við að láta vaða á tjaldið. Þetta er svona smá test líka hvað við náum að endast lengi. Og það er búið að koma okkur báðum á óvart hvað við erum búnir að ná að endast. Þetta er bara mjög skemmtilegt,“ segir Hinrik. Þeir komu á Austfirði í byrjun sumars og hófu leit að hinu fullkomna tjaldsvæði þar sem þeir myndu verja sumrinu. Það fundu þeir á Eskifirði, tjaldsvæðið í Bleiksárhlíð. Þá ákváðu þeir að stofan Instagramsíðu sem þeir nefndu Tjaldlíf í höfuðið á kvikmyndunum frægu. Komu að kofanum tómum eftir vinnu Það var svo á fimmudaginn þegar þeir Hinrik og Kristófer komu heim á tjaldsvæði eftir vinnu í álverinu og hittu þar ekki nokkurn mann. Búið var að læsa þjónustuhúsinu og báðum salernum svæðisins. View this post on Instagram A post shared by Tjaldlíf (@tjaldlif) „Þetta var smá svekk en svo náttúrulega hringdum við bara nokkur símtöl og fórum að forvitnast hvern við gætum talað við. Hvort það væri hægt að opna tjaldsvæðið eða af hverju það væri verið að loka því,“ segir Hinrik Orri. Þá komust þeir í samband við staðarhaldara sem tjáði þeim að búið væri að loka tjaldvæðinu einfaldlega vegna þess að tjaldverði skorti. Þá buðust þeir til að taka við stjórn svæðisins sem staðarhaldari var hæstánægður með.' „Þannig að nú erum við tjaldsvæðaverðir á Eskifirði. Þetta var rosalega einfalt ferli. Þetta var svona win-win dæmi, hana vantaði staff og okkur vantaði gott heimili. Það eru allir alsáttir,“ segja þeir. Ganga í öll verkefni Þeir Hinrik og Kristófer fá auðvitað frítt pláss fyrir tjaldið sitt en þeir fá einnig greitt fyrir starfið, hluta af tekjum ef það verður nóg að gera, annars hefðbundin laun. Þá fá þeir aukaverkefni frá staðarhaldara, til að mynda að slá gras og laga það sem laga þarf á svæðinu. Til að mynda réðust þeir í að þrífa allt hátt og lágt á svæðinu í gær. View this post on Instagram A post shared by Tjaldlíf (@tjaldlif) Vilja fá sem flesta austur Hluti af ástæðunni fyrir því að þeir félagar héldu austur í sumar var að þeir áttu báðir eftir að skoða landshlutann. „Við ætlum að sjá til þess að hann verði tekinn í bak og fyrir áður en við förum. Ætlum að þekkja alla hóla og hæðir hérna,“ segir Kristófer. Þeir segja veðurblíðu hafa einkennt fyrstu daga ferðalagsins og hvetja þeir sem flesta til að koma austur í blíðuna. Þá vilja þeir skiljanlega fá sem flesta á tjaldsvæðið þeirra. „Við viljum fá alla. Við viljum fá fólk af því að hérna verður stuðið í sumar og hvergi annars staðar. Svo verður gott og hreint klósett, við munum sjá um það. Þetta verður hreinasta tjaldsvæði sem þú hefur séð í áratugi,“ segja þeir. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fjarðabyggð Tjaldsvæði Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Þeir Hinrik Orri og Kristófer Emil halda úti Instagramreikningunum Tjaldlíf þar sem þeir leyfa fylgjendum að fylgjast með daglegu lífi þeirra á Eskifirði. Þar hafa þeir komið sér fyrir þar sem þeir réðu sig til vinnu í álveri Alcoa á Reyðarfirði. View this post on Instagram A post shared by Tjaldlíf (@tjaldlif) „Þetta byrjaði svolítið skemmtilega hjá okkur. Við ætluðum upprunalega að fara á Eskifjörð eða Reyðarfjörð og búa þar á meðan við myndum vinna fyrir Alcoa, álverið hérna. Svo fékk ég þá brilliant hugmynd mánuði áður en við lögðum af stað að gista bara í tjaldi,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. „Við fundum alveg einhverja gistingu en svo vorum við bara sáttir við að láta vaða á tjaldið. Þetta er svona smá test líka hvað við náum að endast lengi. Og það er búið að koma okkur báðum á óvart hvað við erum búnir að ná að endast. Þetta er bara mjög skemmtilegt,“ segir Hinrik. Þeir komu á Austfirði í byrjun sumars og hófu leit að hinu fullkomna tjaldsvæði þar sem þeir myndu verja sumrinu. Það fundu þeir á Eskifirði, tjaldsvæðið í Bleiksárhlíð. Þá ákváðu þeir að stofan Instagramsíðu sem þeir nefndu Tjaldlíf í höfuðið á kvikmyndunum frægu. Komu að kofanum tómum eftir vinnu Það var svo á fimmudaginn þegar þeir Hinrik og Kristófer komu heim á tjaldsvæði eftir vinnu í álverinu og hittu þar ekki nokkurn mann. Búið var að læsa þjónustuhúsinu og báðum salernum svæðisins. View this post on Instagram A post shared by Tjaldlíf (@tjaldlif) „Þetta var smá svekk en svo náttúrulega hringdum við bara nokkur símtöl og fórum að forvitnast hvern við gætum talað við. Hvort það væri hægt að opna tjaldsvæðið eða af hverju það væri verið að loka því,“ segir Hinrik Orri. Þá komust þeir í samband við staðarhaldara sem tjáði þeim að búið væri að loka tjaldvæðinu einfaldlega vegna þess að tjaldverði skorti. Þá buðust þeir til að taka við stjórn svæðisins sem staðarhaldari var hæstánægður með.' „Þannig að nú erum við tjaldsvæðaverðir á Eskifirði. Þetta var rosalega einfalt ferli. Þetta var svona win-win dæmi, hana vantaði staff og okkur vantaði gott heimili. Það eru allir alsáttir,“ segja þeir. Ganga í öll verkefni Þeir Hinrik og Kristófer fá auðvitað frítt pláss fyrir tjaldið sitt en þeir fá einnig greitt fyrir starfið, hluta af tekjum ef það verður nóg að gera, annars hefðbundin laun. Þá fá þeir aukaverkefni frá staðarhaldara, til að mynda að slá gras og laga það sem laga þarf á svæðinu. Til að mynda réðust þeir í að þrífa allt hátt og lágt á svæðinu í gær. View this post on Instagram A post shared by Tjaldlíf (@tjaldlif) Vilja fá sem flesta austur Hluti af ástæðunni fyrir því að þeir félagar héldu austur í sumar var að þeir áttu báðir eftir að skoða landshlutann. „Við ætlum að sjá til þess að hann verði tekinn í bak og fyrir áður en við förum. Ætlum að þekkja alla hóla og hæðir hérna,“ segir Kristófer. Þeir segja veðurblíðu hafa einkennt fyrstu daga ferðalagsins og hvetja þeir sem flesta til að koma austur í blíðuna. Þá vilja þeir skiljanlega fá sem flesta á tjaldsvæðið þeirra. „Við viljum fá alla. Við viljum fá fólk af því að hérna verður stuðið í sumar og hvergi annars staðar. Svo verður gott og hreint klósett, við munum sjá um það. Þetta verður hreinasta tjaldsvæði sem þú hefur séð í áratugi,“ segja þeir.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fjarðabyggð Tjaldsvæði Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið