Ómar endaði næst markahæstur og Bjarki Már þriðji Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2022 15:11 Bjarki Már og Ómar Ingi hafa leikið frábærlega í vetur. HSÍ Lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta fór fram í dag þar sem heil umferð var spiluð á sama tíma. Ómar Ingi Magnússon endar sem næst markahæsti leikmaður deildarinnar og Bjarki Már Elísson þriðji. Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar þeirra í Magdeburg höfðu þegar tryggt sér þýska meistaratitilinn fyrir lokaumferðina. Úrslit dagsins skiptu því kannski litlu máli fyrir liðið, en Ómar átti enn möguleika á að verja markakóngstitilinn frá því í fyrra. Magdeburg hafði að lokum betur gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum hans í Rhein-Neckar Löwen, 37-34. Ómar Ingi skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg, en Hans Lindberg, leikmaður Füchse Berlin, skoraði níu mörk í sínum leik og heldur því toppsæti markaskoraralistans. Ómar skoraði 236 mörk á tímabilinu, en Hans Lindberg 242. SAISONENDE! 🏆Wir beenden die Saison mit einem 37-34-Heimsieg gegen die RNL Löwen !!!Wir sind Deutscher Meister! Danke für die grandiose Saison mit euch 💚❤️Spielbericht ➡️ https://t.co/fxPiWqruHf📷 Franzi Gora pic.twitter.com/tPxXGNtdyt— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) June 12, 2022 Þá unnu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo góðan sigur gegn Hamburg, 28-23. Bjarki var fyrir umferðina tveimur mörkum á eftir Ómari og þremur á eftir Lindberg, en Bjarki skoraði fjögur í dag og endar því sem þriðji markahæsti maður deildarinnar. Stuttgart og Melsungen áttust einnig við í Íslendingaslag þar sem Stuttgart hafði betur, 28-25. Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Stuttgart, en Andri Már Rúnarsson komst ekki á blað. Fyrir Melsungen skoraði Arnar Freyr Arnarsson þrjú mörk og Alexander Petersson tvö. Janus Daði Smárason komst ekki á blað er Göppingen mátti þola sjö marka tap gegn Kiel, 42-35, eekki frekar en Arnór Þór Gunnarsson í liði Bergischer sem vann fjögurra marka sigur gegn Tus N-Lübbecke, 26-22. Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg er liðið vann sex marka sigur gegn Füchse Berlin, 28-22, og að lokum varð það endanlega staðfest að Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten eru fallnir úr þýsku úrvalsdeildinni eftir sjö marka tap gegn Erlangen, 33-26. Þýski handboltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar þeirra í Magdeburg höfðu þegar tryggt sér þýska meistaratitilinn fyrir lokaumferðina. Úrslit dagsins skiptu því kannski litlu máli fyrir liðið, en Ómar átti enn möguleika á að verja markakóngstitilinn frá því í fyrra. Magdeburg hafði að lokum betur gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum hans í Rhein-Neckar Löwen, 37-34. Ómar Ingi skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg, en Hans Lindberg, leikmaður Füchse Berlin, skoraði níu mörk í sínum leik og heldur því toppsæti markaskoraralistans. Ómar skoraði 236 mörk á tímabilinu, en Hans Lindberg 242. SAISONENDE! 🏆Wir beenden die Saison mit einem 37-34-Heimsieg gegen die RNL Löwen !!!Wir sind Deutscher Meister! Danke für die grandiose Saison mit euch 💚❤️Spielbericht ➡️ https://t.co/fxPiWqruHf📷 Franzi Gora pic.twitter.com/tPxXGNtdyt— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) June 12, 2022 Þá unnu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo góðan sigur gegn Hamburg, 28-23. Bjarki var fyrir umferðina tveimur mörkum á eftir Ómari og þremur á eftir Lindberg, en Bjarki skoraði fjögur í dag og endar því sem þriðji markahæsti maður deildarinnar. Stuttgart og Melsungen áttust einnig við í Íslendingaslag þar sem Stuttgart hafði betur, 28-25. Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Stuttgart, en Andri Már Rúnarsson komst ekki á blað. Fyrir Melsungen skoraði Arnar Freyr Arnarsson þrjú mörk og Alexander Petersson tvö. Janus Daði Smárason komst ekki á blað er Göppingen mátti þola sjö marka tap gegn Kiel, 42-35, eekki frekar en Arnór Þór Gunnarsson í liði Bergischer sem vann fjögurra marka sigur gegn Tus N-Lübbecke, 26-22. Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg er liðið vann sex marka sigur gegn Füchse Berlin, 28-22, og að lokum varð það endanlega staðfest að Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten eru fallnir úr þýsku úrvalsdeildinni eftir sjö marka tap gegn Erlangen, 33-26.
Þýski handboltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Sjá meira