Blíðviðri og ekkert lúsmý Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. júní 2022 10:44 Bergrún Arna Þorsteinsdóttir aðstoðarskógarvörður í Hallormsstaðarskógi segir skóginn skarta sínu fegursta þessa dagana. aðsend Sólin kemur til með að leika við Austfirðinga næstu dagana ef veðurspár ganga eftir. Blíðu á Austurlandi fylgja jafnan margir gestir á tjaldsvæðum á svæðinu og er því undirbúningur á fullu á tjaldsvæðunum í Atlavík og Höfðavík. Bergrún Arna Þorsteinsdóttir aðstoðarskógarvörður í Hallormsstaðarskógi segir hlýtt á svæðinu í dag og fallegt veður. Hún segir næstu daga leggjast vel í hana en skógurinn skarti sínu fegursta þessa dagana. „Það leggst alltaf vel í mig þegar það er góð spá. Skógurinn er svakalega fallegur. Hann er í miklum blóma. Ég hef aldrei séð hann svona fallegan áður en skógurinn er gróskumikill eftir gott sumar í fyrra.“ Lúsmý hefur leikið ferðalanga á Suðurlandi grátt síðustu daga en gestir í Hallormsstaðarskógi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða bitnir af lúsmýi að sögn Bergrúnar. „Það er ekkert lúsmý hér og það er ekkert mý á tjaldsvæðinu. Það er ekki komið lúsmý hingað austur.“ Þó fáir séu á tjaldsvæðinum í skóginum núna má búast við að þétt verði tjaldað í sumar ef veðrið verður eins og í fyrra.Aðsend Um átta hundruð gestir geta verið á tjaldsvæðunum í skóginum í einu en í fyrra fylltust þau oft þar sem veðrið hreinlega lék við gesti. Bergrún segir fáa enn á tjaldsvæðinu en þar séu nú um tuttugu og fimm tjöld. Í miðri viku sé alltaf nokkuð um erlenda ferðamenn en Íslendingar komi enn helst um helgar. Reynslan hafi þó sýnt að það fjölgi jafnan á svæðinu eftir 20. júní þegar landsmenn byrja margir hverjir í sumarfríi. Hún á allt eins von á að nóg verði að gera í sumar sér í lagi ef sólin verður duglega að láta sjá sig. „Sérstaklega um helgar en þær geta verið góðar ef það er bongóblíða.“ Tjaldsvæði Múlaþing Veður Lúsmý Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Komu að tjaldsvæðinu lokuðu og enduðu sem tjaldverðir Tveir ungir karlmenn höfðu ætlað sér að búa í tjaldi á Eskifirði í sumar á meðan þeir ynnu í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Skömmu eftir að þeir höfðu komið sér vel fyrir á tjaldsvæði kom í ljós að loka átti tjaldsvæðinu vegna skorts á tjaldvörðum. Þeir voru ekki lengi að taka starfið einfaldlega að sér sjálfir. 12. júní 2022 11:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Bergrún Arna Þorsteinsdóttir aðstoðarskógarvörður í Hallormsstaðarskógi segir hlýtt á svæðinu í dag og fallegt veður. Hún segir næstu daga leggjast vel í hana en skógurinn skarti sínu fegursta þessa dagana. „Það leggst alltaf vel í mig þegar það er góð spá. Skógurinn er svakalega fallegur. Hann er í miklum blóma. Ég hef aldrei séð hann svona fallegan áður en skógurinn er gróskumikill eftir gott sumar í fyrra.“ Lúsmý hefur leikið ferðalanga á Suðurlandi grátt síðustu daga en gestir í Hallormsstaðarskógi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða bitnir af lúsmýi að sögn Bergrúnar. „Það er ekkert lúsmý hér og það er ekkert mý á tjaldsvæðinu. Það er ekki komið lúsmý hingað austur.“ Þó fáir séu á tjaldsvæðinum í skóginum núna má búast við að þétt verði tjaldað í sumar ef veðrið verður eins og í fyrra.Aðsend Um átta hundruð gestir geta verið á tjaldsvæðunum í skóginum í einu en í fyrra fylltust þau oft þar sem veðrið hreinlega lék við gesti. Bergrún segir fáa enn á tjaldsvæðinu en þar séu nú um tuttugu og fimm tjöld. Í miðri viku sé alltaf nokkuð um erlenda ferðamenn en Íslendingar komi enn helst um helgar. Reynslan hafi þó sýnt að það fjölgi jafnan á svæðinu eftir 20. júní þegar landsmenn byrja margir hverjir í sumarfríi. Hún á allt eins von á að nóg verði að gera í sumar sér í lagi ef sólin verður duglega að láta sjá sig. „Sérstaklega um helgar en þær geta verið góðar ef það er bongóblíða.“
Tjaldsvæði Múlaþing Veður Lúsmý Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Komu að tjaldsvæðinu lokuðu og enduðu sem tjaldverðir Tveir ungir karlmenn höfðu ætlað sér að búa í tjaldi á Eskifirði í sumar á meðan þeir ynnu í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Skömmu eftir að þeir höfðu komið sér vel fyrir á tjaldsvæði kom í ljós að loka átti tjaldsvæðinu vegna skorts á tjaldvörðum. Þeir voru ekki lengi að taka starfið einfaldlega að sér sjálfir. 12. júní 2022 11:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Komu að tjaldsvæðinu lokuðu og enduðu sem tjaldverðir Tveir ungir karlmenn höfðu ætlað sér að búa í tjaldi á Eskifirði í sumar á meðan þeir ynnu í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Skömmu eftir að þeir höfðu komið sér vel fyrir á tjaldsvæði kom í ljós að loka átti tjaldsvæðinu vegna skorts á tjaldvörðum. Þeir voru ekki lengi að taka starfið einfaldlega að sér sjálfir. 12. júní 2022 11:00