Loksins lax á land í Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2022 10:01 Dammurinn í Blöndu Mynd/Lax-á.is Eftir fréttir eða öllu heldur fréttaleysi af bökkum Blöndu er vonandi loksins að lifna yfir veiði í þessari mögnuðu á. Blanda var ekki búin að skila laxi á land frá opnun og það var ekki fyrr en í gær að fyrsti laxinn kom á land og það var 93 sm nýgengin fiskur. Fleiri laxar sáust til dæmis á Breiðunni og í Damminum og það er vonandi að flóðið þessa dagana fari að skila hruastlegum göngum í árnar. Þetta hefur verið frekar róleg byrjun á flestum stöðum nema Urriðafossi en það er svo sem ekkert nýtt að laxinn komi sum árin seinna en veiðimenn vilja. Núna er mjög gott júnívatn í ánum, líklega einhver besta vatnsstaða síðan 2015 og það þýðir að það verður líklega ekki þurrkasumar þetta árið með tilheyrandi veiðileysi. Júnímánuður er rétt hálfnaður og við sjáum í raun ekki með sanni í hvað stefnir þetta veiðisumar fyrr en fyrstu og aðra viku í júlí. Stangveiði Húnaþing vestra Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði
Blanda var ekki búin að skila laxi á land frá opnun og það var ekki fyrr en í gær að fyrsti laxinn kom á land og það var 93 sm nýgengin fiskur. Fleiri laxar sáust til dæmis á Breiðunni og í Damminum og það er vonandi að flóðið þessa dagana fari að skila hruastlegum göngum í árnar. Þetta hefur verið frekar róleg byrjun á flestum stöðum nema Urriðafossi en það er svo sem ekkert nýtt að laxinn komi sum árin seinna en veiðimenn vilja. Núna er mjög gott júnívatn í ánum, líklega einhver besta vatnsstaða síðan 2015 og það þýðir að það verður líklega ekki þurrkasumar þetta árið með tilheyrandi veiðileysi. Júnímánuður er rétt hálfnaður og við sjáum í raun ekki með sanni í hvað stefnir þetta veiðisumar fyrr en fyrstu og aðra viku í júlí.
Stangveiði Húnaþing vestra Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði