2,5 milljarðar til að bregðast við alvarlegri stöðu í landbúnaði Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2022 12:03 Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra, þingmaður og þingforseti, var formaður „spretthópsins". Vísir/Vilhelm Sérstakur spretthópur matvælaráðherra hefur lagt til að greitt verði samtals um 2,5 milljarða álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum til bænda til að bregðast við alvarlegri stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði spretthópinn fyrr í mánuðinum og var það Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og forseti Alþingis, sem fór þar með formennsku. Tillögur hópsins voru lagðar fyrir ríkisstjórn í morgun. Á vef stjórnarráðsins segir að ljóst sé bregðast þurfi við þeim aðstæðum sem uppi séu vegna verðhækkana á helstu aðföngum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Sú þróun hafi haft og muni hafa alvarleg áhrif á rekstur bænda. Framboð á innlendri vöru geti því dregist saman á næstunni með tilheyrandi áhrifum á fæðuöryggi. Tillögur í sex liðum Um tillögur hópsins segir að þær hafi verið í sex liðum fyrir árið 2022. Í fjórum þeirra sé lagt til að greitt verði álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum, samtals 2.460 milljónir króna. „Um er að ræða greiðslur samkvæmt öllum búvörusamningunum fjórum auk þess sem 450 milljónir eru ætlaðar til stuðnings svína-, alifugla- og eggjaframleiðslu þar sem ekki er um slíka samninga að ræða. Kostnaður við aðgerðirnar er áætlaður 0,07% af landsframleiðslu sem er viðbót við aðgerðir í upphafi árs sem námu 0,02%. Jafnframt er lagt til að kjötafurðafyrirtækjum verði veitt tímabundin heimild til samstarfs með það að markmiði að hvetja til hagræðingar innan geirans. Heimildin yrði bundin ákveðnum skilyrðum sem lagt er til að verði unnin í samráði við Samkeppniseftirlitið. Þá er lagt til að komið verði á sérstökum vakthópi um fæðuöryggi. Til viðbótar leggur hópurinn fram átta tillögur að aðgerðum sem miðast við lengra tímabil. Þær snerta m.a. neyðarbirgðahald, eflingu grænmetisframleiðslu, kornræktar, jarðræktarrannsókna, lífræna framleiðslu og aukið fæðuöryggi landsins,“ segir um tillögurnar. Mikil hækkun rekstrarkostnaðar Ennfremur segir að með fyrirvara um þá óvissu sem ríki um þróun næstu mánaða megi ætla að rekstrarkostnaður landbúnaðar árið 2022 hafi hækkað um 8.900 milljónir vegna hækkana á áburði, kjarnfóðri, olíu og rúlluplasti. „Þar af hækkar áburður um 3.000 milljónir, fóður um 4.500 milljónir og olía og plast um 1.400 milljónir. Nú þegar hefur verið komið til móts við hækkun á áburðarkostnaði sem nemur 650 milljónum. Áætlað er að hækkanir á afurðaverði, sem þegar eru komnar fram, muni skila um 3.600 milljónum í auknum tekjum á þessu ári. Eftir stendur kostnaðarauki upp á 4.650 milljónir en auk þessa hækka flestir aðrir kostnaðarliðir verulega milli ára. Þessar verðhækkanir hafa þegar veikt rekstrargrundvöll bænda mjög mikið og dregið úr framleiðsluvilja,“ segir í tilkynningunni á vef stjórnarráðsins. Auk Steingríms áttu Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands og Saga Guðmundsdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sæti í hópnum. Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Steingrímur J. leiðir „spretthóp“ Svandísar Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ákveðið að skipa þriggja manna „spretthóp“ sem skila skal ráðherra tillögum og valkostagreiningu vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður, mun leiða vinnu hópsins. 3. júní 2022 11:16 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði spretthópinn fyrr í mánuðinum og var það Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og forseti Alþingis, sem fór þar með formennsku. Tillögur hópsins voru lagðar fyrir ríkisstjórn í morgun. Á vef stjórnarráðsins segir að ljóst sé bregðast þurfi við þeim aðstæðum sem uppi séu vegna verðhækkana á helstu aðföngum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Sú þróun hafi haft og muni hafa alvarleg áhrif á rekstur bænda. Framboð á innlendri vöru geti því dregist saman á næstunni með tilheyrandi áhrifum á fæðuöryggi. Tillögur í sex liðum Um tillögur hópsins segir að þær hafi verið í sex liðum fyrir árið 2022. Í fjórum þeirra sé lagt til að greitt verði álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum, samtals 2.460 milljónir króna. „Um er að ræða greiðslur samkvæmt öllum búvörusamningunum fjórum auk þess sem 450 milljónir eru ætlaðar til stuðnings svína-, alifugla- og eggjaframleiðslu þar sem ekki er um slíka samninga að ræða. Kostnaður við aðgerðirnar er áætlaður 0,07% af landsframleiðslu sem er viðbót við aðgerðir í upphafi árs sem námu 0,02%. Jafnframt er lagt til að kjötafurðafyrirtækjum verði veitt tímabundin heimild til samstarfs með það að markmiði að hvetja til hagræðingar innan geirans. Heimildin yrði bundin ákveðnum skilyrðum sem lagt er til að verði unnin í samráði við Samkeppniseftirlitið. Þá er lagt til að komið verði á sérstökum vakthópi um fæðuöryggi. Til viðbótar leggur hópurinn fram átta tillögur að aðgerðum sem miðast við lengra tímabil. Þær snerta m.a. neyðarbirgðahald, eflingu grænmetisframleiðslu, kornræktar, jarðræktarrannsókna, lífræna framleiðslu og aukið fæðuöryggi landsins,“ segir um tillögurnar. Mikil hækkun rekstrarkostnaðar Ennfremur segir að með fyrirvara um þá óvissu sem ríki um þróun næstu mánaða megi ætla að rekstrarkostnaður landbúnaðar árið 2022 hafi hækkað um 8.900 milljónir vegna hækkana á áburði, kjarnfóðri, olíu og rúlluplasti. „Þar af hækkar áburður um 3.000 milljónir, fóður um 4.500 milljónir og olía og plast um 1.400 milljónir. Nú þegar hefur verið komið til móts við hækkun á áburðarkostnaði sem nemur 650 milljónum. Áætlað er að hækkanir á afurðaverði, sem þegar eru komnar fram, muni skila um 3.600 milljónum í auknum tekjum á þessu ári. Eftir stendur kostnaðarauki upp á 4.650 milljónir en auk þessa hækka flestir aðrir kostnaðarliðir verulega milli ára. Þessar verðhækkanir hafa þegar veikt rekstrargrundvöll bænda mjög mikið og dregið úr framleiðsluvilja,“ segir í tilkynningunni á vef stjórnarráðsins. Auk Steingríms áttu Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands og Saga Guðmundsdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sæti í hópnum.
Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Steingrímur J. leiðir „spretthóp“ Svandísar Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ákveðið að skipa þriggja manna „spretthóp“ sem skila skal ráðherra tillögum og valkostagreiningu vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður, mun leiða vinnu hópsins. 3. júní 2022 11:16 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Steingrímur J. leiðir „spretthóp“ Svandísar Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ákveðið að skipa þriggja manna „spretthóp“ sem skila skal ráðherra tillögum og valkostagreiningu vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður, mun leiða vinnu hópsins. 3. júní 2022 11:16