Óttast endurkomu verðtryggðra lána Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2022 12:07 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á blaðamannafundi vegna yfirlýsingar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands í morgun. Vísir/vilhelm Fyrstu kaupendur munu þurfa að leggja út 15 prósent af kaupverði fasteignar í stað 10 prósent, samkvæmt tilmælum Seðlabanka Íslands sem kynnt voru í morgun. Bankinn hefur áhyggjur af óhóflegri skuldsetningu en með aðgerðunum vill seðlabankastjóri fyrst og fremst hemja endurkomu verðtryggingarinnar. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðalbankans nú í morgun kemur fram að gæta þurfi þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni - og óhóflegur vöxtur útlána. Til að bregðast við stöðunni ákvað bankinn meðal annars að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent en hlutfallið fyrir aðra kaupendur verður óbreytt. Lánastofnanir eru skyldugar til að fara eftir þessum tilmælum bankans en aðgerðirnar hafa aðallega áhrif á verðtryggð lán. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri óttast að fólk stefni í að skuldsetja sig um of. Hann óttast endurkomu verðtryggða lána, sem eins og lántakendur þekkja margir, hafa lága greiðslubyrði í upphafi. „Þannig að við viljum tryggja það að fólk fari ekki að taka verðtryggð lán, að einhverju leyti á röngum forsendum, til að fara inn á fasteignamarkað þar sem verðið er alltof hátt,“ segir Ásgeir. Líkir verðtryggðum lánum við kúlulán Hann líkir þessum verðtryggðu lánum við kúlulán, sem hafa þá sérstöðu að ekki eru greiddar afborganir af láninu fyrr en í lok lánstímans og reynslan sýnir að geta verið nokkuð hættuleg tegund lánveitinga. „Það er alveg rétt. Eins og þessi týpísku 40 ára Íslandslán hafa verið með þessum jafngreiðsluskilmálum, þau verða þannig að fólk er að greiða mjög lítið af þeim í upphafi og er ekki að greiða fulla vexti af þeim.“ Þetta sé nokkurn veginn í fyrsta sinn sem seðlabankinn grípur til aðgerða sem þessara. „Þar sem við viljum bara tryggja það að fasteignaverð sé ekki rekið áfram af lántöku og við viljum í rauninni tryggja ákveðið jarðsamband á markaði, að markaðurinn sé í tengslum við launin í landinu, í tengslum við líf venjulegs fólks. Að við séum ekki aftur að fara í einhverja gírun,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15. júní 2022 08:37 Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðalbankans nú í morgun kemur fram að gæta þurfi þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni - og óhóflegur vöxtur útlána. Til að bregðast við stöðunni ákvað bankinn meðal annars að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent en hlutfallið fyrir aðra kaupendur verður óbreytt. Lánastofnanir eru skyldugar til að fara eftir þessum tilmælum bankans en aðgerðirnar hafa aðallega áhrif á verðtryggð lán. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri óttast að fólk stefni í að skuldsetja sig um of. Hann óttast endurkomu verðtryggða lána, sem eins og lántakendur þekkja margir, hafa lága greiðslubyrði í upphafi. „Þannig að við viljum tryggja það að fólk fari ekki að taka verðtryggð lán, að einhverju leyti á röngum forsendum, til að fara inn á fasteignamarkað þar sem verðið er alltof hátt,“ segir Ásgeir. Líkir verðtryggðum lánum við kúlulán Hann líkir þessum verðtryggðu lánum við kúlulán, sem hafa þá sérstöðu að ekki eru greiddar afborganir af láninu fyrr en í lok lánstímans og reynslan sýnir að geta verið nokkuð hættuleg tegund lánveitinga. „Það er alveg rétt. Eins og þessi týpísku 40 ára Íslandslán hafa verið með þessum jafngreiðsluskilmálum, þau verða þannig að fólk er að greiða mjög lítið af þeim í upphafi og er ekki að greiða fulla vexti af þeim.“ Þetta sé nokkurn veginn í fyrsta sinn sem seðlabankinn grípur til aðgerða sem þessara. „Þar sem við viljum bara tryggja það að fasteignaverð sé ekki rekið áfram af lántöku og við viljum í rauninni tryggja ákveðið jarðsamband á markaði, að markaðurinn sé í tengslum við launin í landinu, í tengslum við líf venjulegs fólks. Að við séum ekki aftur að fara í einhverja gírun,“ segir Ásgeir.
Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15. júní 2022 08:37 Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15. júní 2022 08:37