350 króna múrinn fallinn Eiður Þór Árnason skrifar 15. júní 2022 17:24 Bensínlítrinn kostar nú 350,4 krónur á flestum stöðvum Atlantsolíu. Vísir/Vilhelm Bensínlítrinn er nú víða kominn yfir 350 krónur í kjölfar umtalsverðra hækkana seinustu misseri. Samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni reið Orkan á vaðið á mánudag og hækkaði verð á flestum stöðvum sínum um 11,5 krónur úr 343,4 krónum í 354,9 krónur á lítrann. Atlantsolía fylgdi skammt á eftir með viðlíka hækkun og innan við sólarhring síðar hækkaðu N1, ÓB og Olís verð um sjö krónur og fóru þar með yfir 350 krónu múrinn. Orkan og Atlantsolía brugðust svo við með því lækka sig niður fyrir verð keppinautanna. Áfram er hægt að kaupa bensín á um og yfir 320 krónur lítrann á vissum stöðvum Orkunnar, ÓB, Atlantsolíu og N1 en á flestum stöðum er verð nú komið yfir umtalaðar 350 krónur. Þetta má lesa úr gögnum GSMBensín frá höfuðborgarsvæðinu. Ekki lengur hægt að kaupa bensín undir 300 krónum Áfram fæst ódýrasta bensínið hjá Costco í Kauptúni á 311,6 krónur lítrann en næst á eftir koma valdar stöðvar Orkunnar við Bústaðaveg, Dalveg og Reykjavíkurveg sem selja lítrann á 320,70 krónur. Þá bjóða valdar stöðvar ÓB og Atlantsolíu upp á bensín á 320,80 krónur þegar þetta er skrifað. Verð er nokkuð hærra á öðrum sölustöðum fyrirtækjanna líkt og áður segir og getur munurinn numið um þrjátíu krónum. Lengi vel var Costco síðasti söluaðilinn til þess að bjóða upp á bensín undir 300 krónum á lítrann en það breyttist þann 10. júní þegar verð var hækkað í 302,8 krónur. Það hefur síðan verið hækkað um 8,8 krónur til viðbótar. Rúmir þrír mánuðir eru liðnir frá því að bensínverð fór yfir 300 krónur víðast hvar hér á landi. Bensín og olía Verðlag Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Bensínlítrinn kominn yfir 300 krónur á einni bensínstöð Olís Bensínlítrinn kostar nú 302,80 krónur bensínstöð Olís í Hrauneyjum. Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. 9. mars 2022 08:48 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Atlantsolía fylgdi skammt á eftir með viðlíka hækkun og innan við sólarhring síðar hækkaðu N1, ÓB og Olís verð um sjö krónur og fóru þar með yfir 350 krónu múrinn. Orkan og Atlantsolía brugðust svo við með því lækka sig niður fyrir verð keppinautanna. Áfram er hægt að kaupa bensín á um og yfir 320 krónur lítrann á vissum stöðvum Orkunnar, ÓB, Atlantsolíu og N1 en á flestum stöðum er verð nú komið yfir umtalaðar 350 krónur. Þetta má lesa úr gögnum GSMBensín frá höfuðborgarsvæðinu. Ekki lengur hægt að kaupa bensín undir 300 krónum Áfram fæst ódýrasta bensínið hjá Costco í Kauptúni á 311,6 krónur lítrann en næst á eftir koma valdar stöðvar Orkunnar við Bústaðaveg, Dalveg og Reykjavíkurveg sem selja lítrann á 320,70 krónur. Þá bjóða valdar stöðvar ÓB og Atlantsolíu upp á bensín á 320,80 krónur þegar þetta er skrifað. Verð er nokkuð hærra á öðrum sölustöðum fyrirtækjanna líkt og áður segir og getur munurinn numið um þrjátíu krónum. Lengi vel var Costco síðasti söluaðilinn til þess að bjóða upp á bensín undir 300 krónum á lítrann en það breyttist þann 10. júní þegar verð var hækkað í 302,8 krónur. Það hefur síðan verið hækkað um 8,8 krónur til viðbótar. Rúmir þrír mánuðir eru liðnir frá því að bensínverð fór yfir 300 krónur víðast hvar hér á landi.
Bensín og olía Verðlag Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Bensínlítrinn kominn yfir 300 krónur á einni bensínstöð Olís Bensínlítrinn kostar nú 302,80 krónur bensínstöð Olís í Hrauneyjum. Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. 9. mars 2022 08:48 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Bensínlítrinn kominn yfir 300 krónur á einni bensínstöð Olís Bensínlítrinn kostar nú 302,80 krónur bensínstöð Olís í Hrauneyjum. Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. 9. mars 2022 08:48