Hraðasta hlýnun á jörðinni yfir Norður-Barentshafi Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2022 22:12 Frá Svalbarða þar sem hlýnar einna mest á jörðinni þessa stundina. Vísir/Getty Norður-Barentshaf og eyjarnar þess eru sá staður á jörðinni þar sem loftslag hlýnar hraðast svo vitað sé samkvæmt rannsóknum norrænna veðurfræðinga. Hlýnunin þar er allt að sjöfalt hraðari en annars staðar á jörðinni. Þegar var vitað að norðurskautið hlýnar um þrisvar sinnum hraðar en jörðin að meðaltali. Rannsókn veðurfræðinganna leiddi í ljós að hlýnunin getur verið enn öfgafyllri á einstökum stöðum en menn töldu. Meðalárshiti yfir Norður-Barentshafi hækkar þannig nú um allt að 2,7 gráður á áratug. Meðalhlýnun jarðar á þessari öld hefur verið um 0,32 gráður á áratug. Á haustin er hlýnunin enn hraðari á norðurslóðunum, allt að fjórar gráður á áratug. „Við bjuggumst við því að sjá mikla hlýnun en ekki af þeirri stærðargráðu sem við fundum,“ segir Ketil Isaksen frá norsku veðurstofunni við breska blaðið The Guardian. Rannsókn Isaksen og félaga hans byggðist á gögnum frá sjálfvirkum veðurstöðvum á Svalbarða og á Frans Jósefslandi. Gögnin frá þeim höfðu ekki áður farið í gegnum gæðaeftirlit eða verið birt opinberlega. Niðurstaðan var að Norður-Barentshafssvæðið hafi hlýnað tvisvar til tvisvar og hálfu sinni hraðar en aðrir hlutar norðurskautsins og fimm- til sjöfalt hraðar en heimsmeðaltalið. „Þessi rannsókn sýnir að jafnvel bestu mögulegu líkönin hafa vanmetið hraða hlýnunar í Barentshafi,“ segir Ruth Mottram frá dönsku veðurstofunni sem tók ekki þátt í rannsókninni. Aðstæður í Barentshafi líkist nú meir Norður-Atlantshafi en Norður-Íshafinu. Ólíklegt sé að hafís þrauki þar mikið lengur. Sterk fylgni reyndist á milli bráðnunar hafíss og loft- og sjávarhita í rannsókninni. Isaksen segir að hlýnunin hafi mikil áhrif á vistkerfi á norðurskautinu. Þá séu mögulega tengsl á milli hraðrar hlýnunar á norðurskautinni og veðuröfga sunnan heimskautsins. Vísindamenn telja að hnattræn hlýnun vegar stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, gæti náð 2°C um miðja öldina og allt að 3,3°C til 5,7°C fyrir lok hennar verði lítið gert til að hefta losun. Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fleiri fréttir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Sjá meira
Þegar var vitað að norðurskautið hlýnar um þrisvar sinnum hraðar en jörðin að meðaltali. Rannsókn veðurfræðinganna leiddi í ljós að hlýnunin getur verið enn öfgafyllri á einstökum stöðum en menn töldu. Meðalárshiti yfir Norður-Barentshafi hækkar þannig nú um allt að 2,7 gráður á áratug. Meðalhlýnun jarðar á þessari öld hefur verið um 0,32 gráður á áratug. Á haustin er hlýnunin enn hraðari á norðurslóðunum, allt að fjórar gráður á áratug. „Við bjuggumst við því að sjá mikla hlýnun en ekki af þeirri stærðargráðu sem við fundum,“ segir Ketil Isaksen frá norsku veðurstofunni við breska blaðið The Guardian. Rannsókn Isaksen og félaga hans byggðist á gögnum frá sjálfvirkum veðurstöðvum á Svalbarða og á Frans Jósefslandi. Gögnin frá þeim höfðu ekki áður farið í gegnum gæðaeftirlit eða verið birt opinberlega. Niðurstaðan var að Norður-Barentshafssvæðið hafi hlýnað tvisvar til tvisvar og hálfu sinni hraðar en aðrir hlutar norðurskautsins og fimm- til sjöfalt hraðar en heimsmeðaltalið. „Þessi rannsókn sýnir að jafnvel bestu mögulegu líkönin hafa vanmetið hraða hlýnunar í Barentshafi,“ segir Ruth Mottram frá dönsku veðurstofunni sem tók ekki þátt í rannsókninni. Aðstæður í Barentshafi líkist nú meir Norður-Atlantshafi en Norður-Íshafinu. Ólíklegt sé að hafís þrauki þar mikið lengur. Sterk fylgni reyndist á milli bráðnunar hafíss og loft- og sjávarhita í rannsókninni. Isaksen segir að hlýnunin hafi mikil áhrif á vistkerfi á norðurskautinu. Þá séu mögulega tengsl á milli hraðrar hlýnunar á norðurskautinni og veðuröfga sunnan heimskautsins. Vísindamenn telja að hnattræn hlýnun vegar stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, gæti náð 2°C um miðja öldina og allt að 3,3°C til 5,7°C fyrir lok hennar verði lítið gert til að hefta losun.
Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fleiri fréttir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Sjá meira