Hvalfjarðargöngin eru að loka klukkan tíu og við verðum að drífa okkur heim Sverrir Mar Smárason skrifar 15. júní 2022 21:54 Jón Þór á hliðarlínunni í leiknum. Vísir/Diego Jón Þór Hauksson, þjalfari ÍA, var gríðarlega svekktur í leikslok eftir að KR hafði jafnað metin 3-3 í uppbótartíma í leik liðanna í kvöld. ÍA komst tvisvar yfir í leiknum en fóru ekki heim með nema eitt stig. „Eins svekkjandi og það gerist. Það er ekki flóknara en það. Ég var virkilega ánægður með liðið og margt í þessum leik. Heildarbragur á liðinu og þetta var frábær frammistaða hjá leikmönnum í dag.“ „Ég er mjög ósáttur við þessi mörk sem við fáum á okkur. Fyrsta markið er úr kross hérna einhverstaðar utan af miðjum velli. Við stöndum alltof aftarlega þar og hleypum þeim alltof nálægt markinu okkar. Ægir Jarl skallar boltann nánast inni í markteig þar. Sama hérna með aukaspyrnu inná þeirra vallarhelmingi sem þeir negla inn í í síðasta markinu og endar inni hvernig sem það gerist, eitthvað brot í því ég veit ekkert um það ég sé það ekki nógu vel. Það er svekkjandi að fá þau tvö mörk á sig sérstaklega,“ sagði Jón Þór. Sóknarleikur ÍA var betri en oft áður í sumar og mörkin sem þeir skora koma öll úr opnum leik. „Mér fannst það og mér fannst við heilt yfir betri í þessum leik frá fyrstu mínútu og það er bara ótrúlegt hvernig við förum ekki héðan með þrjú stig,“ sagði Jón Þór. Þegar Jón Þór var spurður út í hvað fara hefði mátt betur varnarlega svaraði hann einfaldlega. „Við getum ekkert verið að fara yfir allan leikinn, Hvalfjarðargöngin eru að loka klukkan tíu og við verðum að drífa okkur heim.“ KR-ingar jöfnuðu, líkt og fyrr segir, í uppbótartíma og hefði Jón Þór viljað koma í veg fyrir það mark. „Þetta er aukaspyrna inná þeirra vallarhelmingi sem þeir setja inn í teig og það er mark. Þetta er bara bolti sem við eigum að skalla í burtu og ekkert mál. Árni telur sig vera með hann, kallar á Alex og Alec hikar. Það endar í markinu hvort sem það er eitthvað brotið á Árna eða hvernig það var en þetta er ódýrt og soft og gríðarlega svekkjandi,“ sagði Jón Þór um jöfnunarmarkið. Skagamenn geta tekið margt jákvætt út úr þessum leik þrátt fyrir að þeir hafi ekki fengið þrjú stig. „Algjörlega, ekki spurning,“ sagði Jón Þór að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KR ÍA Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Leik lokið: KR 3-3 ÍA | Sex marka spennutryllir í Vesturbænum KR og ÍA skyldu jöfn dramatískum leik í Vesturbæ. KR-ingar jöfnuðu metin á 94 mínútu með sjálfsmarki frá Alex Davey. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. júní 2022 22:48 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
„Eins svekkjandi og það gerist. Það er ekki flóknara en það. Ég var virkilega ánægður með liðið og margt í þessum leik. Heildarbragur á liðinu og þetta var frábær frammistaða hjá leikmönnum í dag.“ „Ég er mjög ósáttur við þessi mörk sem við fáum á okkur. Fyrsta markið er úr kross hérna einhverstaðar utan af miðjum velli. Við stöndum alltof aftarlega þar og hleypum þeim alltof nálægt markinu okkar. Ægir Jarl skallar boltann nánast inni í markteig þar. Sama hérna með aukaspyrnu inná þeirra vallarhelmingi sem þeir negla inn í í síðasta markinu og endar inni hvernig sem það gerist, eitthvað brot í því ég veit ekkert um það ég sé það ekki nógu vel. Það er svekkjandi að fá þau tvö mörk á sig sérstaklega,“ sagði Jón Þór. Sóknarleikur ÍA var betri en oft áður í sumar og mörkin sem þeir skora koma öll úr opnum leik. „Mér fannst það og mér fannst við heilt yfir betri í þessum leik frá fyrstu mínútu og það er bara ótrúlegt hvernig við förum ekki héðan með þrjú stig,“ sagði Jón Þór. Þegar Jón Þór var spurður út í hvað fara hefði mátt betur varnarlega svaraði hann einfaldlega. „Við getum ekkert verið að fara yfir allan leikinn, Hvalfjarðargöngin eru að loka klukkan tíu og við verðum að drífa okkur heim.“ KR-ingar jöfnuðu, líkt og fyrr segir, í uppbótartíma og hefði Jón Þór viljað koma í veg fyrir það mark. „Þetta er aukaspyrna inná þeirra vallarhelmingi sem þeir setja inn í teig og það er mark. Þetta er bara bolti sem við eigum að skalla í burtu og ekkert mál. Árni telur sig vera með hann, kallar á Alex og Alec hikar. Það endar í markinu hvort sem það er eitthvað brotið á Árna eða hvernig það var en þetta er ódýrt og soft og gríðarlega svekkjandi,“ sagði Jón Þór um jöfnunarmarkið. Skagamenn geta tekið margt jákvætt út úr þessum leik þrátt fyrir að þeir hafi ekki fengið þrjú stig. „Algjörlega, ekki spurning,“ sagði Jón Þór að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KR ÍA Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Leik lokið: KR 3-3 ÍA | Sex marka spennutryllir í Vesturbænum KR og ÍA skyldu jöfn dramatískum leik í Vesturbæ. KR-ingar jöfnuðu metin á 94 mínútu með sjálfsmarki frá Alex Davey. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. júní 2022 22:48 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Leik lokið: KR 3-3 ÍA | Sex marka spennutryllir í Vesturbænum KR og ÍA skyldu jöfn dramatískum leik í Vesturbæ. KR-ingar jöfnuðu metin á 94 mínútu með sjálfsmarki frá Alex Davey. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. júní 2022 22:48