Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.
Helstu vendingar:
- Leiðtogar stærstu evrópuríkjanna funduðu með Zelenzky í dag og sögðust á blaðamannafundi styðja við inngöngu Úkraínu í ESB.
- Í samtali við Reuters fréttaveituna sagði Emmanuel Macron að í bænum Irpin sæi hann ummerki stríðsglæpa og voðaverka.
- Jens Soltenberg, framkvæmdastjóri Nato, þvertekur fyrir að hafa ögrað Rússa til innrásarinnar í Úkraínu.
- Að minnsta kosti þrír óbreyttir borgarar létust í loftárás rússneska hersins á bæinn Lysychansk í austurhluta Úkraínu.
- Ekkert hefur heyrst frá tveimur bandarískum hermönnum sem fóru til Úkraínu að berjast í stríðinu. Hvíta húsið fylgist með málinu.
- Dmitry Peskov, talsmaður Kremlin, segir að Rússar og Bandaríkjamenn verði að ræða að framlengja START-sáttmálann sem gerður var á milli ríkjanna.
