Bensínverð ekki náð methæðum að raunvirði og geti enn hækkað Eiður Þór Árnason skrifar 16. júní 2022 16:10 Ekkert lát virðist vera á hækkunum á eldsneytisverði. Þrátt fyrir það segir Elísa Arna Hilmarsdóttir, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, að engin met hafi fallið. Samsett Þrátt fyrir að bensínverð hafi aldrei verið hærra í krónum talið í kjölfar umtalsverðra hækkana er enn nokkuð í að bensínverð nái hæstu hæðum á Íslandi. Bensínverð fór yfir 350 krónu múrinn á velflestum sölustöðum olíufélaganna í vikunni en ef tekið er mið af verðlagsþróun þá var meðalverðið í gær 44 krónum lægra að raunvirði en þegar það náði hámarki árið 2012. Þetta má lesa úr greiningu hagfræðinga Viðskiptaráðs Íslands sem tekur mið af þróun verðbólgu frá árinu 1996. Í útreikningunum er gert ráð fyrir 8,4% verðbólgu í júnímánuði í samræmi við spár viðskiptabankanna. „Þetta hefur hækkað mjög hratt en við eigum enn þá alveg töluvert inni ef við ætlum að fara að tala um einhver söguleg met,“ segir Elísa Arna Hilmarsdóttir, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, í samtali við fréttastofu. Mikilvægt sé að hafa í huga á tímum mikillar verðbólgu og verðhækkana að há krónutala jafngildi ekki endilega því að verð hafi ekki verið hærra. Hækkanir farið fram úr spám bankanna „Bensín hefur auðvitað aldrei verið hærra í krónum talið en það segir ekki alla söguna. Með sama hætti mætti segja að mjög margar vörur hafi aldrei verið hærri í krónum talið, þó staðreyndin sé kannski önnur þegar tekið er tillit til verðlagsþróunar. Vissulega hefur bensínverð hækkað mikið undanfarið en í þessu samhengi er nauðsynlegt að líta einnig til verðbólgunnar,“ segir Elísa Arna. Á móti komi að bensínbílar séu almennt sparneytnari nú en fyrir tíu árum sem skili sér í því að fólk þurfi sjaldnar að leggja kortið að bensíndælunni. Eldsneytisverð hefur hækkað meira hér á landi að undanförnu en greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans gerðu ráð fyrir. Landsbankinn gaf í gær út nýja verðbólguspá og spáir nú 8,7% verðbólgu í júní. Um er að ræða talsvert meiri hækkun en í síðustu spá bankans frá því í maí. Landsbankinn segir skýringuna fyrst og fremst að bensín og olíuverð hafi hækkað mun meira en bankinn átti von á. Bensín og olía Neytendur Verðlag Tengdar fréttir 350 króna múrinn fallinn Bensínlítrinn er nú víða kominn yfir 350 krónur í kjölfar umtalsverðra hækkana seinustu misseri. Samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni reið Orkan á vaðið á mánudag og hækkaði verð á flestum stöðvum sínum um 11,5 krónur úr 343,4 krónum í 354,9 krónur á lítrann. 15. júní 2022 17:24 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Bensínverð fór yfir 350 krónu múrinn á velflestum sölustöðum olíufélaganna í vikunni en ef tekið er mið af verðlagsþróun þá var meðalverðið í gær 44 krónum lægra að raunvirði en þegar það náði hámarki árið 2012. Þetta má lesa úr greiningu hagfræðinga Viðskiptaráðs Íslands sem tekur mið af þróun verðbólgu frá árinu 1996. Í útreikningunum er gert ráð fyrir 8,4% verðbólgu í júnímánuði í samræmi við spár viðskiptabankanna. „Þetta hefur hækkað mjög hratt en við eigum enn þá alveg töluvert inni ef við ætlum að fara að tala um einhver söguleg met,“ segir Elísa Arna Hilmarsdóttir, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, í samtali við fréttastofu. Mikilvægt sé að hafa í huga á tímum mikillar verðbólgu og verðhækkana að há krónutala jafngildi ekki endilega því að verð hafi ekki verið hærra. Hækkanir farið fram úr spám bankanna „Bensín hefur auðvitað aldrei verið hærra í krónum talið en það segir ekki alla söguna. Með sama hætti mætti segja að mjög margar vörur hafi aldrei verið hærri í krónum talið, þó staðreyndin sé kannski önnur þegar tekið er tillit til verðlagsþróunar. Vissulega hefur bensínverð hækkað mikið undanfarið en í þessu samhengi er nauðsynlegt að líta einnig til verðbólgunnar,“ segir Elísa Arna. Á móti komi að bensínbílar séu almennt sparneytnari nú en fyrir tíu árum sem skili sér í því að fólk þurfi sjaldnar að leggja kortið að bensíndælunni. Eldsneytisverð hefur hækkað meira hér á landi að undanförnu en greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans gerðu ráð fyrir. Landsbankinn gaf í gær út nýja verðbólguspá og spáir nú 8,7% verðbólgu í júní. Um er að ræða talsvert meiri hækkun en í síðustu spá bankans frá því í maí. Landsbankinn segir skýringuna fyrst og fremst að bensín og olíuverð hafi hækkað mun meira en bankinn átti von á.
Bensín og olía Neytendur Verðlag Tengdar fréttir 350 króna múrinn fallinn Bensínlítrinn er nú víða kominn yfir 350 krónur í kjölfar umtalsverðra hækkana seinustu misseri. Samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni reið Orkan á vaðið á mánudag og hækkaði verð á flestum stöðvum sínum um 11,5 krónur úr 343,4 krónum í 354,9 krónur á lítrann. 15. júní 2022 17:24 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
350 króna múrinn fallinn Bensínlítrinn er nú víða kominn yfir 350 krónur í kjölfar umtalsverðra hækkana seinustu misseri. Samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni reið Orkan á vaðið á mánudag og hækkaði verð á flestum stöðvum sínum um 11,5 krónur úr 343,4 krónum í 354,9 krónur á lítrann. 15. júní 2022 17:24