Dómur yfir yfirmönnum Plastgerðarinnar vegna banaslyss staðfestur Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2022 18:56 Tveir yfirmenn Plastgerðar Suðurnesja voru dæmdir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi vegna banaslyss sem varð árið 2017. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Þeir voru einnig sakfelldir fyrir brot á lögum um öryggi á vinnustað sem rétturinn taldi ófyrnd. Þrír yfirmenn Plastgerðarinnar voru sakfelldir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Þeir voru taldir ábyrgir fyrir dauða starfsmanns fyrirtækisins sem klemmdist í vinnuvél. Öryggisbúnaður á frauðpressuvélinni sem maðurinn starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar með þeim afleiðingum að hann lést. Hins vegar sýknaði héraðsdómur yfirmennina þrjá af brotum gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað og reglugerðum um notkun tækja og skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðvum þar sem dómurinn taldi þau fyrnd. Töldu starfsmanninn sjálfan hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi Tveir yfirmannanna áfrýjuðu dómi héraðsdóms og kröfðust sýknu. Byggðu þeir meðal annars á því að skriflegar vinnu- eða verklagsreglur hefðu ekki haft nein orsakatengsl við slysið og að þær hefðu engu breytt um ákvörðun þess látna að fara inn í vélina. Einnig yrði að horfa til eigin sakar þess látna sem hafi ekki unni við vélina og ekki átt neitt erindi inn í hana. Líta yrði til eigin sakar hans þar sem það hefði verið stórfellt gáleysi af hans hálfu að fara inn í vélina án þess að láta neinn vita auk þess sem hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Dómarar Landsréttar féllust ekki á þau rök. Yfirmönnunum hefði verið tilkynnt um að öryggisbúnaður vélarinnar, sem átti að koma í veg fyrir slys af þessu tagi, hefði verið aftengdur. Ákvörðun þeirra að aftengja búnaðinn en halda áfram að nota vélina væri út af fyrir sig alvarlegt brot á lögum um öryggi á vinnustað. Yfirmönnunum hafi því borið skylda til að gefa þriðja yfirmanninum sem var dæmdur í málinu fyrirmæli um að hætta að nota vélina eða tengja öryggisbúnaðinn aftur. Ákvörðun um að gera hvorugt hafi falið í sér alvarlegt brot á skyldum þeirra samkvæmt lögum. Þannig hafi þeir sýnt af sér stórfellt gáleysi. Staðfesti Landsréttur því dóminn fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi yfir mönnunum tveimur. Dómararnir töldu ennfremur að brot á lögum og reglugerðum um vinnustaði væru ekki fyrnd með vísan til ákvæða almennra hegningarlaga um að miða skuli fyrningarfrest brota við það refsiákvæði sem geymir þyngst refsimörk þegar maður gerist sekur um háttsemi sem varðar við fleiri en eitt ákvæði. Refsing mannanna stendur þó óhögguð. Þeir voru dæmdir í þrjátíu daga fangelsi hvor, skilorðbundið í tvö ár. Dómsmál Vinnuslys Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Þrír yfirmenn Plastgerðarinnar voru sakfelldir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Þeir voru taldir ábyrgir fyrir dauða starfsmanns fyrirtækisins sem klemmdist í vinnuvél. Öryggisbúnaður á frauðpressuvélinni sem maðurinn starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar með þeim afleiðingum að hann lést. Hins vegar sýknaði héraðsdómur yfirmennina þrjá af brotum gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað og reglugerðum um notkun tækja og skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðvum þar sem dómurinn taldi þau fyrnd. Töldu starfsmanninn sjálfan hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi Tveir yfirmannanna áfrýjuðu dómi héraðsdóms og kröfðust sýknu. Byggðu þeir meðal annars á því að skriflegar vinnu- eða verklagsreglur hefðu ekki haft nein orsakatengsl við slysið og að þær hefðu engu breytt um ákvörðun þess látna að fara inn í vélina. Einnig yrði að horfa til eigin sakar þess látna sem hafi ekki unni við vélina og ekki átt neitt erindi inn í hana. Líta yrði til eigin sakar hans þar sem það hefði verið stórfellt gáleysi af hans hálfu að fara inn í vélina án þess að láta neinn vita auk þess sem hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Dómarar Landsréttar féllust ekki á þau rök. Yfirmönnunum hefði verið tilkynnt um að öryggisbúnaður vélarinnar, sem átti að koma í veg fyrir slys af þessu tagi, hefði verið aftengdur. Ákvörðun þeirra að aftengja búnaðinn en halda áfram að nota vélina væri út af fyrir sig alvarlegt brot á lögum um öryggi á vinnustað. Yfirmönnunum hafi því borið skylda til að gefa þriðja yfirmanninum sem var dæmdur í málinu fyrirmæli um að hætta að nota vélina eða tengja öryggisbúnaðinn aftur. Ákvörðun um að gera hvorugt hafi falið í sér alvarlegt brot á skyldum þeirra samkvæmt lögum. Þannig hafi þeir sýnt af sér stórfellt gáleysi. Staðfesti Landsréttur því dóminn fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi yfir mönnunum tveimur. Dómararnir töldu ennfremur að brot á lögum og reglugerðum um vinnustaði væru ekki fyrnd með vísan til ákvæða almennra hegningarlaga um að miða skuli fyrningarfrest brota við það refsiákvæði sem geymir þyngst refsimörk þegar maður gerist sekur um háttsemi sem varðar við fleiri en eitt ákvæði. Refsing mannanna stendur þó óhögguð. Þeir voru dæmdir í þrjátíu daga fangelsi hvor, skilorðbundið í tvö ár.
Dómsmál Vinnuslys Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira