Malbikstöðin kaupir allan flota Fljótavíkur Árni Sæberg skrifar 17. júní 2022 15:13 Malbikstöðin hefur fest kaup á öllum flota Fljótavíkur. Aðsend Malbikstöðin hefur keypt allan flota fyrirtækisins Fljótavíkur ehf. en fyrrnefnda fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu og lagningu á umhverfisvænu malbiki. Mannauður Fljótavíkur fylgir með kaupunum og mun starfsfólk þess flytjast yfir til Malbikstöðvarinnar, að því er segir í tilkynningu frá Malbikstöðinni. „Fljótavík er öflugt fyrirtæki sem hefur verið í starfsemi í 24 ár og mannauðurinn samanstendur af fólki sem kann sitt fag og býr yfir mikilli reynslu. Ég er verulega ánægður með þetta skref sem við höfum tekið en með því verðum við sterkara fyrirtæki og þar af leiðandi enn samkeppnishæfari á hörðum markaði,“ er haft eftir Vilhjálmi Þór Matthíassyni, framkvæmdastjóra Malbikstöðvarinnar, í tilkynningunni. Malbikstöðin er með höfuðstöðvar í Flugumýri í Mosfellsbæ en öll framleiðsla fer fram í malbikstöð fyrirtækisins að Esjumelum í Reykjavík. Hjá Malbikstöðinni starfar fjölbreyttur og reynslumikill hópur fólks en mikil áhersla er lögð á hvetjandi vinnuumhverfi fyrir starfsfólkið. Það skilar sér í öflugri liðsheild sem vinnur saman að því markmiði að bæta vegi landsins á sem umhverfisvænstan máta. Ólafur M. Halldórsson, stofnandi Fljótavíkur ehf., segist ganga sáttur frá borði eftir á þriðja tug ára í rekstri fyrirtækisins. „Auðvitað er ljúfsár ákvörðun að hætta störfum en núna er kominn tími á mig og það gerir ákvörðunina auðveldari að starfsemin er komin í hendur Vilhjálms. Malbikstöðin er stöndugt og vel rekið fyrirtæki og veit ég því að starfsfólkið verður áfram í góðum höndum,“ er haft eftir honum. Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Mannauður Fljótavíkur fylgir með kaupunum og mun starfsfólk þess flytjast yfir til Malbikstöðvarinnar, að því er segir í tilkynningu frá Malbikstöðinni. „Fljótavík er öflugt fyrirtæki sem hefur verið í starfsemi í 24 ár og mannauðurinn samanstendur af fólki sem kann sitt fag og býr yfir mikilli reynslu. Ég er verulega ánægður með þetta skref sem við höfum tekið en með því verðum við sterkara fyrirtæki og þar af leiðandi enn samkeppnishæfari á hörðum markaði,“ er haft eftir Vilhjálmi Þór Matthíassyni, framkvæmdastjóra Malbikstöðvarinnar, í tilkynningunni. Malbikstöðin er með höfuðstöðvar í Flugumýri í Mosfellsbæ en öll framleiðsla fer fram í malbikstöð fyrirtækisins að Esjumelum í Reykjavík. Hjá Malbikstöðinni starfar fjölbreyttur og reynslumikill hópur fólks en mikil áhersla er lögð á hvetjandi vinnuumhverfi fyrir starfsfólkið. Það skilar sér í öflugri liðsheild sem vinnur saman að því markmiði að bæta vegi landsins á sem umhverfisvænstan máta. Ólafur M. Halldórsson, stofnandi Fljótavíkur ehf., segist ganga sáttur frá borði eftir á þriðja tug ára í rekstri fyrirtækisins. „Auðvitað er ljúfsár ákvörðun að hætta störfum en núna er kominn tími á mig og það gerir ákvörðunina auðveldari að starfsemin er komin í hendur Vilhjálms. Malbikstöðin er stöndugt og vel rekið fyrirtæki og veit ég því að starfsfólkið verður áfram í góðum höndum,“ er haft eftir honum.
Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira