Sogut var í löngu einkaviðtali við Telegraph, þar sem umboðsmaðurinn fer yfir tíma Özil hjá Arsenal og þau áhrif sem Özil hefur sem frægur knattspyrnumaður. Samkvæmt Sogut eru áhrif Özil á samfélagið mun meiri en hans fyrrum vinnuveitendur í Lundúnum.
Umboðsmaðurinn fer yfir víðan völl í viðtalinu en það sem stendur helst út úr er að Özil hyggst taka fyrir sér ferill sem atvinnumaður í rafíþróttum þegar samningur hans við Fenerbache rennur út árið 2022.
„Hann á rafíþróttalið, M10 Esports, þar er hann er með leikmenn. Hann er með tölvuleikja hús í Þýskalandi þar sem hann spilar sjálfur FIFA og Fortnite,“ sagði Sogut.
„Ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá er hann mjög góður,“ bætti umboðsmaðurinn við um hæfni Özil í tölvuleikjum.
Sogut telur það séu peningar í því fyrir atvinnumann í knattspyrnu að verða atvinnumaður í rafíþróttum. Í viðtalinu bendir umboðsmaðurinn á að Özil er með 87,7 milljónir fylgjenda á Instagram, Twitter og Facebook. Sjö milljónir fleira en hans fyrrum vinnuveitendur í Arsenal hefur.
„Hann mun fara meira inn í rafíþróttir. Leika sig sjálfan og sennilega verða atvinnumaður í rafíþróttum,“ sagði Erkut Sogut, umboðsmaður Mesut Özil.