Þyngdu dóm manns sem beitti alvarlegu og langvinnu heimilisofbeldi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2022 10:36 Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti á fimmtudag. Vísir/Vilhelm Landsréttur þyngdi á fimmtudag fangelsisdóm karlmanns sem sakfelldur var fyrir brot í nánu sambandi og dæmdi manninn í eins og hálfs árs fangelsi. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður dæmt manninn í árs fangelsi. Var talið ljóst af trúverðugri lýsingu sambýliskonu mannsins að mjög alvarlegt og langvinnt heimilisofbeldi hafi átt sér stað á heimili þeirra sem stóð yfir að minnsta kosti í tvö ár, frá árinu 2017 til 2019. Í dómnum segir að á heimilinu hafi myndast ógnarástand þar sem búast hafi mátt við ofbeldi af hálfu ákærða næstum hvenær sem var. Þar segir jafnframt að börn þeirra hafi ítrekað orðið vitni að heimilisofbeldinu. Sonur þeirra lýsir því fyrir dómnum að þegar honum var greint frá því að þau myndu flytja til Íslands og búa hjá manninum hafi hann farið að gráta því hann hafi vitað að maðurinn væri „vond manneskja.“ Eftir komu til Íslands hafi maðurinn beitt móður hans líkamlegu ofbeldi í hverri viku. Ofbeldið hafi verið fólgið í að rífa í hár hennar, sparka í hana, ýta henni og kalla öllum illum nöfnum. Maðurinn hafi jafnframt beitt börnin á heimilinu ofbeldi, gripið í hár þeirra og lamið. Eftir að maðurinn hafi verið fjarlægður af heimilinu hafi fjölskyldan áfram verið óttaslegin gagnvart því að hann kæmi heim. Ef einhvern bar að garði og knúið var dyra hefði ekki verið opnað fyrr en búið var að kíkja út og athuga hver væri á ferðinni. Maðurinn krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi vegna óskýrrar ákæru þar sem lýsingar hafi verið mjög opnar og almennar og til þess fallnar að flækja varnir hans. Landsréttur hafnaði þessum röksemdum og vísaði til þess að ákvæðið um ofbeldisbrot í nánu sambandi sé virt heildstætt og eftir atvikum án þess að sanna þurfi hvert og eitt tilvik fyrir sig. Var því fallist á að ákærði hafi freklega misnotað yfirburðastöðu sína gagnvart sambýliskonu sinni og þremur börnum og var refsing mannsins ákveðin fangelsi í eitt ár og sex mánuði. Dóminn má lesa í heild sinni á vef Landsréttar. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Var talið ljóst af trúverðugri lýsingu sambýliskonu mannsins að mjög alvarlegt og langvinnt heimilisofbeldi hafi átt sér stað á heimili þeirra sem stóð yfir að minnsta kosti í tvö ár, frá árinu 2017 til 2019. Í dómnum segir að á heimilinu hafi myndast ógnarástand þar sem búast hafi mátt við ofbeldi af hálfu ákærða næstum hvenær sem var. Þar segir jafnframt að börn þeirra hafi ítrekað orðið vitni að heimilisofbeldinu. Sonur þeirra lýsir því fyrir dómnum að þegar honum var greint frá því að þau myndu flytja til Íslands og búa hjá manninum hafi hann farið að gráta því hann hafi vitað að maðurinn væri „vond manneskja.“ Eftir komu til Íslands hafi maðurinn beitt móður hans líkamlegu ofbeldi í hverri viku. Ofbeldið hafi verið fólgið í að rífa í hár hennar, sparka í hana, ýta henni og kalla öllum illum nöfnum. Maðurinn hafi jafnframt beitt börnin á heimilinu ofbeldi, gripið í hár þeirra og lamið. Eftir að maðurinn hafi verið fjarlægður af heimilinu hafi fjölskyldan áfram verið óttaslegin gagnvart því að hann kæmi heim. Ef einhvern bar að garði og knúið var dyra hefði ekki verið opnað fyrr en búið var að kíkja út og athuga hver væri á ferðinni. Maðurinn krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi vegna óskýrrar ákæru þar sem lýsingar hafi verið mjög opnar og almennar og til þess fallnar að flækja varnir hans. Landsréttur hafnaði þessum röksemdum og vísaði til þess að ákvæðið um ofbeldisbrot í nánu sambandi sé virt heildstætt og eftir atvikum án þess að sanna þurfi hvert og eitt tilvik fyrir sig. Var því fallist á að ákærði hafi freklega misnotað yfirburðastöðu sína gagnvart sambýliskonu sinni og þremur börnum og var refsing mannsins ákveðin fangelsi í eitt ár og sex mánuði. Dóminn má lesa í heild sinni á vef Landsréttar.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira