Lukaku gæti snúið aftur til Inter og Sterling farið til Chelsea í staðinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júní 2022 11:30 Romelu Lukaku gæti snúið aftur til Ítalíu. Robin Jones/Getty Images Svo virðist sem belgíski framherjinn Romelu Lukaku sé við það að ganga í raðir Inter á Ítalíu á láni, tæpu ári eftir að hann varð dýrasti leikmaður Chelsea frá upphafi. Þá hefur Chelsea áhuga á að fá Raheem Sterling, framherja Englandsmeistara Manchester City, í sínar raðir. Chelsea keypti Lukaku til liðsins frá Inter í ágúst á síðasta ári fyrir 97,5 milljónir punda. Með Inter varð Lukaku Ítalíumeistari og hefur ekki farið leynt með það hversu vel honum leið hjá ítalska stórveldinu. Samkvæmt hinum ýmsu miðlum á Bretlandseyjum virðist nú sem það sé aðeins tímaspursmál hvenær Lukaku verði kynntur sem leikmaður Inter á nýjan leik. Sky Sports er meðal þeirra miðla sem greina frá. Lögræðingur leikmannsinns, Sebastien Ledure, sér um samningaviðræður fyrir hönd Lukaku þar sem samningur framherjans við umboðsmanninn sinn rennur út um mánaðarmótin. Félögin tvö, Chelsea og Inter, ræddu um hvernig lánssamningi leikmannsinns yrði háttað, en talið er að um fimm milljónum punda muni á því sem Chelsea vill og því sem Inter er tilbúið að borga. Talið er að Chelsea vilji fá tíu milljónir punda, en Inter sé tilbúið að bjóða fimm milljónir í lánsfé. Romelu Lukaku deal. Inter and Chelsea are still in talks on the loan fee value after €10m plus add-ons price tag discussed yesterday. Inter are confident and pushing to get it done very soon. 🔵🇧🇪 #CFC Chelsea would save Lukaku's full salary and receive fee for one year loan.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 20, 2022 Ef samningar nást á milli Chelsea og Inter þá losar það um umtalsverða fjármuni sem Chelsea getur nýtt í leikmannakaup og launakostnað, enda borgar Lundúnaliðið leikmanninum 350 þúsund pund á viku. Forráðamenn Chelsea eru þá nokkuð vissir um að þeir geti lokkað Raheem Sterling, framherja Englandsmeistara Manchester City, til liðsins. Samkvæmt heimildarmönnum Sky Sports þarf Chelsea að reiða fram um 60 milljónir punda til að klófesta Sterling sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá City. Þessir sömu heimildarmenn segja þó einnig að forráðamönnum Chelsea þyki 35 milljónir punda sanngjarnara verð. Það væri þá svipuð upphæð og Bayern München greiðir fyrir Sadio Mané frá Liverpool sem einnig á eitt ár eftir af samningi sínum hjá þeim rauðklæddu. Raheem Sterling gæti verið á leið frá Englandsmeisturum Manchester City.Shaun Botterill/Getty Images Enski boltinn Tengdar fréttir Sterling sterklega orðaður við Chelsea Fram kemur í enskum fjölmiðlum að enski landsliðsmaðurinn í fótbolta Raheem Sterling gæti verið á leiðinni frá Manchester City til Chelsea. 10. júní 2022 07:00 Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Sjá meira
Chelsea keypti Lukaku til liðsins frá Inter í ágúst á síðasta ári fyrir 97,5 milljónir punda. Með Inter varð Lukaku Ítalíumeistari og hefur ekki farið leynt með það hversu vel honum leið hjá ítalska stórveldinu. Samkvæmt hinum ýmsu miðlum á Bretlandseyjum virðist nú sem það sé aðeins tímaspursmál hvenær Lukaku verði kynntur sem leikmaður Inter á nýjan leik. Sky Sports er meðal þeirra miðla sem greina frá. Lögræðingur leikmannsinns, Sebastien Ledure, sér um samningaviðræður fyrir hönd Lukaku þar sem samningur framherjans við umboðsmanninn sinn rennur út um mánaðarmótin. Félögin tvö, Chelsea og Inter, ræddu um hvernig lánssamningi leikmannsinns yrði háttað, en talið er að um fimm milljónum punda muni á því sem Chelsea vill og því sem Inter er tilbúið að borga. Talið er að Chelsea vilji fá tíu milljónir punda, en Inter sé tilbúið að bjóða fimm milljónir í lánsfé. Romelu Lukaku deal. Inter and Chelsea are still in talks on the loan fee value after €10m plus add-ons price tag discussed yesterday. Inter are confident and pushing to get it done very soon. 🔵🇧🇪 #CFC Chelsea would save Lukaku's full salary and receive fee for one year loan.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 20, 2022 Ef samningar nást á milli Chelsea og Inter þá losar það um umtalsverða fjármuni sem Chelsea getur nýtt í leikmannakaup og launakostnað, enda borgar Lundúnaliðið leikmanninum 350 þúsund pund á viku. Forráðamenn Chelsea eru þá nokkuð vissir um að þeir geti lokkað Raheem Sterling, framherja Englandsmeistara Manchester City, til liðsins. Samkvæmt heimildarmönnum Sky Sports þarf Chelsea að reiða fram um 60 milljónir punda til að klófesta Sterling sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá City. Þessir sömu heimildarmenn segja þó einnig að forráðamönnum Chelsea þyki 35 milljónir punda sanngjarnara verð. Það væri þá svipuð upphæð og Bayern München greiðir fyrir Sadio Mané frá Liverpool sem einnig á eitt ár eftir af samningi sínum hjá þeim rauðklæddu. Raheem Sterling gæti verið á leið frá Englandsmeisturum Manchester City.Shaun Botterill/Getty Images
Enski boltinn Tengdar fréttir Sterling sterklega orðaður við Chelsea Fram kemur í enskum fjölmiðlum að enski landsliðsmaðurinn í fótbolta Raheem Sterling gæti verið á leiðinni frá Manchester City til Chelsea. 10. júní 2022 07:00 Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Sjá meira
Sterling sterklega orðaður við Chelsea Fram kemur í enskum fjölmiðlum að enski landsliðsmaðurinn í fótbolta Raheem Sterling gæti verið á leiðinni frá Manchester City til Chelsea. 10. júní 2022 07:00