Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-KR 1-1 | Atli náði að næla í stig fyrir KR gegn Stjörnunni Hjörvar Ólafsson skrifar 20. júní 2022 21:07 Atli Sigurjónsson skoraði jöfnunarmark KR. Vísir/Diego Stjarnan og KR skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í Garðabænum í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Það var Daníel Finns Matthíasson sem kom Stjörnunni yfir eftir tæplega stundarfjórðngs leik en það var svo Atli Sigurjónsson sem tryggði KR stig með skallamarki sínu í uppbótartíma leiksins. Daníel Finns var þarna að skora sitt fyrsta mark fyrir Stjörnuna en hann gekk til liðs við liðið frá Leikni í upphafi sumars. Eftir markið lágu Stjörnumenn til baka, leyfðu KR að vera meira með boltann og sóttu svo hratt með vel útfærðum skyndisóknum. Staðan í hálfleik var 1-0 Stjörnuni í vil en KR-ingar hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og hófu að þjarma að heimamönnum. Áfram var Stjörnuliðið hins vegar skeinuhætt í skyndisóknum sínum. Þegaar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum fengu KR-ingar svo kjörið tækifæri til þess að jafna metin þegar vítaspyrna var dæmd á Björn Berg Bryde. Theódór Elmar Bjarnason skaut boltanum hins vegar yfir mark Stjörnunar og heimamenn virtust ætla að næla sér í stigin þrjú. Atli Sigurjónsson sá aftur á móti til þess að KR-ingar færu með eitt stig í farteskinu úr þessum leik en hann skoraði skallamark eftir sendingu frá Theódór Elmari. Af hverju skildu liðin jöfn? Leikplan Stjörnunnar virist ætla að ganga upp og gerði það raunar allt fram í uppbótartíma leiksins. KR-ingar fengu laun erfiðis síns við að skapa sér færi með skallamarki Atla. Hverjir sköruðu fram úr? Atli Sigurjónsson skoraði markið sem færði KR stig og var auk þess síógnandi með fyrirgjöfum sínum. Thedór Elmar var góður í leiknum fyrir utan vítaspyrnu sína. Björn Berg Bryde var öflugr í hjarta varnarinnar hjá Stjörnunni. Ísak Andri Sigurgeirsson var hættulegur í skyndisóknum Stjörunnar. Þá var Eggert Aron Guðmundsson lunkinn við að finna sér svæði milli miðju og varnar hjá KR og skapa færi. Hvað gerist næst? Stjarnan er fara inn í tveggja vikna hlé en KR mætir Breiðablik í deildarleik á fimmtudaginn kemur. „Stýrðum leiknum með varnarleiknum“ Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Stjörnunnar.vísir/pjetur „Við pressuðum þá í bikarleiknum og það gekk ekki nógu vel. Af þeim sökum ákváðum við að liggja til baka og freista þess að sækja hratt á þá. Það gekk mjög vel og við náðum að skora mark úr einni slíkri,“ sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Stjörnunnar. „Það er sérstaklega svekkjandi að fá þetta jöfnunarmark á okkur þar sem við höfðum verið agaðir í varnarleiknum og varist vel. Mér fannst frammistaðan í leiknum góð og leikmenn fylgdu leikplaninu vel,“ sagði Ágúst Þór enn fremur. „Nú förum við inn í tveggja vikna hlé þar sem við þurfum að skerpa á hlutunum, hugsa vel um okkur og æfa vel. Við komum ágætlega út úr landsleikjahléinu en ég vil sjá okkur koma enn beittari út úr þessu hléi frá leikjum,“ sagði hann um framhaldið. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Stjarnan
Stjarnan og KR skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í Garðabænum í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Það var Daníel Finns Matthíasson sem kom Stjörnunni yfir eftir tæplega stundarfjórðngs leik en það var svo Atli Sigurjónsson sem tryggði KR stig með skallamarki sínu í uppbótartíma leiksins. Daníel Finns var þarna að skora sitt fyrsta mark fyrir Stjörnuna en hann gekk til liðs við liðið frá Leikni í upphafi sumars. Eftir markið lágu Stjörnumenn til baka, leyfðu KR að vera meira með boltann og sóttu svo hratt með vel útfærðum skyndisóknum. Staðan í hálfleik var 1-0 Stjörnuni í vil en KR-ingar hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og hófu að þjarma að heimamönnum. Áfram var Stjörnuliðið hins vegar skeinuhætt í skyndisóknum sínum. Þegaar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum fengu KR-ingar svo kjörið tækifæri til þess að jafna metin þegar vítaspyrna var dæmd á Björn Berg Bryde. Theódór Elmar Bjarnason skaut boltanum hins vegar yfir mark Stjörnunar og heimamenn virtust ætla að næla sér í stigin þrjú. Atli Sigurjónsson sá aftur á móti til þess að KR-ingar færu með eitt stig í farteskinu úr þessum leik en hann skoraði skallamark eftir sendingu frá Theódór Elmari. Af hverju skildu liðin jöfn? Leikplan Stjörnunnar virist ætla að ganga upp og gerði það raunar allt fram í uppbótartíma leiksins. KR-ingar fengu laun erfiðis síns við að skapa sér færi með skallamarki Atla. Hverjir sköruðu fram úr? Atli Sigurjónsson skoraði markið sem færði KR stig og var auk þess síógnandi með fyrirgjöfum sínum. Thedór Elmar var góður í leiknum fyrir utan vítaspyrnu sína. Björn Berg Bryde var öflugr í hjarta varnarinnar hjá Stjörnunni. Ísak Andri Sigurgeirsson var hættulegur í skyndisóknum Stjörunnar. Þá var Eggert Aron Guðmundsson lunkinn við að finna sér svæði milli miðju og varnar hjá KR og skapa færi. Hvað gerist næst? Stjarnan er fara inn í tveggja vikna hlé en KR mætir Breiðablik í deildarleik á fimmtudaginn kemur. „Stýrðum leiknum með varnarleiknum“ Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Stjörnunnar.vísir/pjetur „Við pressuðum þá í bikarleiknum og það gekk ekki nógu vel. Af þeim sökum ákváðum við að liggja til baka og freista þess að sækja hratt á þá. Það gekk mjög vel og við náðum að skora mark úr einni slíkri,“ sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Stjörnunnar. „Það er sérstaklega svekkjandi að fá þetta jöfnunarmark á okkur þar sem við höfðum verið agaðir í varnarleiknum og varist vel. Mér fannst frammistaðan í leiknum góð og leikmenn fylgdu leikplaninu vel,“ sagði Ágúst Þór enn fremur. „Nú förum við inn í tveggja vikna hlé þar sem við þurfum að skerpa á hlutunum, hugsa vel um okkur og æfa vel. Við komum ágætlega út úr landsleikjahléinu en ég vil sjá okkur koma enn beittari út úr þessu hléi frá leikjum,“ sagði hann um framhaldið. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti