Ryan Giggs hættur sem landsliðsþjálfari Wales Atli Arason skrifar 20. júní 2022 21:00 Ryan Giggs fyrir utan réttarsalinn í Manchester í maí síðastliðnum. Christopher Furlong/Getty Images Ryan Giggs hefur formlega hætt störfum sem landsliðsþjálfari Wales en Giggs óttast að trufla undirbúning velska landsliðsins fyrir HM í Katar. Þessi fyrrum leikmaður Manchester United hefur verið í launalausu leyfi sem landsliðsþjálfari frá því í nóvember 2020 eftir að hann var handtekinn vegna ásakana um ofbeldisbrot gagnvart fyrrverandi kærustu sinni. Giggs hefur ávallt neitað sök. Robert Page, tók tímabundið við sem landsliðsþjálfari. Bráðabirgðastjórinn Page gerði sér lítið fyrir og tryggði Wales sæti á sitt fyrsta heimsmeistaramót síðan 1958. Giggs er á leið í réttarsalinn þar sem hann segist ætla að einbeita sér að því að hreinsa nafn sitt af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann. Giggs vill ekki hafa truflandi áhrif á velska landsliðið og því ákvað hann sjálfur að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari. Velska landsliðið er á leiðinni á HM í KatarGetty Images „Eftir mikla íhugun hef ég ákveðið að segja starfi mínu sem landsliðsþjálfari lausu og mun uppsögnin taka gildi strax í dag,“ sagði Giggs í yfirlýsingu sem hann sendi á breska fjölmiðla. „Það hefur verið heiður að stýra þjóð minni en það er ekkert nema sanngjarnt gagnvart knattspyrnusambandinu, þjálfurum og leikmönnum að liðið fái að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið án stanslausum vangaveltum um hver muni stýra liðinu á mótinu,“ bætti Giggs við. „Mín markmið eru að halda áfram þjálfarastörfum seinna meir en ég hlakka til þess að fylgjast með landsliði Wales úr stúkunni á HM,“ sagði fyrrum landsliðsþjálfari Wales, Ryan Giggs. Hægt er að lesa yfirlýsingu Giggs á vef Guardian. Knattspyrnusamband Wales þakkaði Giggs fyrir vel unnin störf í tilkynningu sem kom fljótlega í kjölfar yfirlýsingar Giggs. HM 2022 í Katar Wales Mál Ryan Giggs Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Sektins hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Sjá meira
Þessi fyrrum leikmaður Manchester United hefur verið í launalausu leyfi sem landsliðsþjálfari frá því í nóvember 2020 eftir að hann var handtekinn vegna ásakana um ofbeldisbrot gagnvart fyrrverandi kærustu sinni. Giggs hefur ávallt neitað sök. Robert Page, tók tímabundið við sem landsliðsþjálfari. Bráðabirgðastjórinn Page gerði sér lítið fyrir og tryggði Wales sæti á sitt fyrsta heimsmeistaramót síðan 1958. Giggs er á leið í réttarsalinn þar sem hann segist ætla að einbeita sér að því að hreinsa nafn sitt af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann. Giggs vill ekki hafa truflandi áhrif á velska landsliðið og því ákvað hann sjálfur að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari. Velska landsliðið er á leiðinni á HM í KatarGetty Images „Eftir mikla íhugun hef ég ákveðið að segja starfi mínu sem landsliðsþjálfari lausu og mun uppsögnin taka gildi strax í dag,“ sagði Giggs í yfirlýsingu sem hann sendi á breska fjölmiðla. „Það hefur verið heiður að stýra þjóð minni en það er ekkert nema sanngjarnt gagnvart knattspyrnusambandinu, þjálfurum og leikmönnum að liðið fái að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið án stanslausum vangaveltum um hver muni stýra liðinu á mótinu,“ bætti Giggs við. „Mín markmið eru að halda áfram þjálfarastörfum seinna meir en ég hlakka til þess að fylgjast með landsliði Wales úr stúkunni á HM,“ sagði fyrrum landsliðsþjálfari Wales, Ryan Giggs. Hægt er að lesa yfirlýsingu Giggs á vef Guardian. Knattspyrnusamband Wales þakkaði Giggs fyrir vel unnin störf í tilkynningu sem kom fljótlega í kjölfar yfirlýsingar Giggs.
HM 2022 í Katar Wales Mál Ryan Giggs Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Sektins hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Sjá meira