Forráðamenn Liverpool tilbúnir að missa Salah frítt Atli Arason skrifar 20. júní 2022 23:01 Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, fagnar einu af 23 mörkum sínum á síðasta tímabili. Getty Images Innan Anfield er vaxandi ótti að markahæsti leikmaður síðasta tímabils, Mohamed Salah, muni yfirgefa Liverpool næsta sumar þegar samningur hans rennur út. Það er Daily Mirror sem greindi frá þessu um helgina en miðillinn segist vera með öruggar heimildir innan herbúða Liverpool að menn séu hreinlega að sætta sig við að Salah fari frítt frá félaginu sumarið 2023. Egypski framherjinn er sagður vilja tvöfalda launin sín úr 200 þúsund pundum á viku í 400 þúsund. Sú upphæð passar ekki alveg inn í það launafyrirkomulag sem félagið vil tileinka sér og er Liverpool frekar tilbúið að leyfa leikmanninum að fara en að borga þessa upphæð. Salah hafði áður sagt að hann ætlar spila með Liverpool næsta leiktímabil. Jurgen Klopp framlengdi samning sinn við Liverpool til ársins 2026 og vonuðust forráðamenn Liverpool til þess að framlenging Klopp myndi fá Salah til að bakka aðeins frá þessum himinháu launakröfum. Svo virðist ekki vera og störukeppnin milli leikmannsins og félagsins heldur áfram. Klopp taldi þó sjálfur að hans framlengda vera hjá Liverpool myndi ekki ráða því hvort leikmenn myndu skrifa undir nýjan samning eða ekki. „Í lífinu eru fleiri hlutir til að hugsa út í, annað en hver knattspyrnustjórinn er. Þó það sé kannski mikilvægt að vita. Það er frábært ef vera mín hér sé jákvæð fyrir strákana en ég held það ráði ekki öllu í þeirri ákvörðun. Þeir verða að ákveða hvað þeir ætli að gera við sitt líf. Við vildum [með framlengdum samningi] tryggja að þeim sem langar að vera hérna áfram vita við hverju þeir geta búist,“ sagði Klopp fyrir örfáum mánuðum síðan. Sadio Mane virðist búinn að ná samkomulagi við Bayern Munich um félagaskipti til þýska félagsins en samningur Mane átti að renna út á sama tíma og samningur Salah. Mane var búinn að gefa það út að hann myndi ekki framlengja þann samning. Egyptinn hefur skorað 156 mörk í 254 leikjum fyrir Liverpool og unnið alla stóru bikara sem í boði eru með Liverpool. Salah, sem varð þrítugur í síðustu viku, gæti hafið formlegar viðræður við önnur félög sex mánuðum áður en samningur hans rennur út þann 30. júní 2023. Enski boltinn Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Fleiri fréttir Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Það er Daily Mirror sem greindi frá þessu um helgina en miðillinn segist vera með öruggar heimildir innan herbúða Liverpool að menn séu hreinlega að sætta sig við að Salah fari frítt frá félaginu sumarið 2023. Egypski framherjinn er sagður vilja tvöfalda launin sín úr 200 þúsund pundum á viku í 400 þúsund. Sú upphæð passar ekki alveg inn í það launafyrirkomulag sem félagið vil tileinka sér og er Liverpool frekar tilbúið að leyfa leikmanninum að fara en að borga þessa upphæð. Salah hafði áður sagt að hann ætlar spila með Liverpool næsta leiktímabil. Jurgen Klopp framlengdi samning sinn við Liverpool til ársins 2026 og vonuðust forráðamenn Liverpool til þess að framlenging Klopp myndi fá Salah til að bakka aðeins frá þessum himinháu launakröfum. Svo virðist ekki vera og störukeppnin milli leikmannsins og félagsins heldur áfram. Klopp taldi þó sjálfur að hans framlengda vera hjá Liverpool myndi ekki ráða því hvort leikmenn myndu skrifa undir nýjan samning eða ekki. „Í lífinu eru fleiri hlutir til að hugsa út í, annað en hver knattspyrnustjórinn er. Þó það sé kannski mikilvægt að vita. Það er frábært ef vera mín hér sé jákvæð fyrir strákana en ég held það ráði ekki öllu í þeirri ákvörðun. Þeir verða að ákveða hvað þeir ætli að gera við sitt líf. Við vildum [með framlengdum samningi] tryggja að þeim sem langar að vera hérna áfram vita við hverju þeir geta búist,“ sagði Klopp fyrir örfáum mánuðum síðan. Sadio Mane virðist búinn að ná samkomulagi við Bayern Munich um félagaskipti til þýska félagsins en samningur Mane átti að renna út á sama tíma og samningur Salah. Mane var búinn að gefa það út að hann myndi ekki framlengja þann samning. Egyptinn hefur skorað 156 mörk í 254 leikjum fyrir Liverpool og unnið alla stóru bikara sem í boði eru með Liverpool. Salah, sem varð þrítugur í síðustu viku, gæti hafið formlegar viðræður við önnur félög sex mánuðum áður en samningur hans rennur út þann 30. júní 2023.
Enski boltinn Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Fleiri fréttir Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira