Bestu mörkin: Ef að KR sér ekki hag í því að ná í leikmenn núna þá veit ég ekki hvað Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2022 10:00 KR hóf Íslandsmótið í brekku en fékk svo leikmenn heim úr háskólanámi í Bandaríkjunum og leikheimild fyrir erlenda leikmenn sína. vísir/vilhelm Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum lýstu í síðasta þætti áhyggjum sínum af stöðu leikmannamála hjá KR sem situr í fallsæti í Bestu deildinni, að minnsta kosti fram í ágúst. Eftir afar erfiða byrjun á mótinu hafa KR-ingar rétt aðeins úr kútnum í síðustu leikjum með 3-3 jafntefli við Þór/KA á Akureyri og 3-1 sigri gegn Keflavík í Reykjanesbæ. „Í upphafi móts voru útlendingarnir ekki að spila og þær sem voru erlendis í skóla voru ekki komnar. Núna fyrst sýnir liðið að það á alveg heima í þessari deild,“ sagði Helena í Bestu mörkunum en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - KR mun missa leikmenn „Algjörlega,“ tók Harpa Þorsteinsdóttir undir. Maðurinn hennar, Jóhannes Karl Sigursteinsson, stýrði KR í upphafi móts þrátt fyrir að hafa sagt upp í byrjun maí en ein ástæðan sem Jóhannes Karl nefndi fyrir þeirri ákvörðun var hve seint gekk að fá leikheimild fyrir erlenda leikmenn félagsins. „Liðið sem var lagt upp með að myndi spila“ Christopher Harrington og Arnar Páll Garðarsson voru ráðnir til að taka við af Jóhannesi Karli og hafa í höndum stærri og betri leikmannahóp eins og Helena benti á hér að ofan. „Þetta er liðið sem var lagt upp með að myndi spila í efstu deild,“ sagði Helena. „Það sem að maður hefur kannski áhyggjur af er að öll seinni umferðin er eftir og einhverjir leikmenn fara aftur út [í háskólanám í ágúst]. Ég veit ekki hvort það bætast mögulega einhverjar við í staðinn fyrir leikmennina sem fara út. Hvað ætlar KR að gera í seinni hlutanum? Ætla þau að fá fleiri erlenda leikmenn? Því ég held að það sé alveg ljóst að þau verða að styrkja sig fyrir seinni hlutann ef ætlunin er að halda þessari spilamennsku uppi,“ sagði Harpa. „Búið að opna þetta allt saman aftur“ Mist Rúnarsdóttir tók í sama streng: „Það sem að KR hefur haft fram yfir önnur lið í síðustu 3-4 umferðum er að þar er að bætast í hópinn og ferskir fætur að koma inn, á meðan að það er svolítið að halla undan fæti annars staðar hvað varðar hverjar eru heilar heilsu og hve margar mínútur leikmenn taka. Það er spurning hvað gerist þegar þetta núllast út og einhverjar hverfa aftur í nám.“ Helena velti því upp hvort að KR hlyti ekki að sjá sér hag í að ná í leikmenn í félagaskiptaglugganum í júlí, í viðleitni til að halda liðinu uppi í efstu deild: „Með þessum úrslitum, sterku stigi fyrir norðan og sigri í þessum útileik [gegn Keflavík], og að vera búnar að fara á erfiða útivelli… Ef að félagið sér ekki hag í því að ná í leikmenn – þær eiga möguleika eins og önnur lið þarna á botninum – þá veit ég ekki hvað,“ sagði Helena en KR er núna þremur stigum frá næsta örugga sæti. „Það er búið að opna þetta allt saman aftur og þær eru rétt á eftir næstu liðum,“ sagði Mist. Keppni í deildinni hefst að nýju 28. júlí, eftir EM-hléið, en KR er þremur stigum á eftir Keflavík og Þór/KA og stigi fyrir ofan botnlið Aftureldingar. „Fyrir tveimur vikum síðan vorum við að tala um að liðin væru að slítast frá botninum en allt í einu erum við að horfa á rosapakka þar,“ sagði Harpa. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Bestu mörkin Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Spánarferðir, frí án kvaða og skrepptúrar á EM í pásunni löngu Í gær kom íslenska kvennalandsliðið í fótbolta saman til æfinga fyrir Evrópumótið í Englandi. Það þýðir jafnframt að nú er komið frí í Bestu deildinni og því lýkur ekki fyrr en 28. júlí. Mismunandi er hvernig liðin í deildinni nýta hléið. 21. júní 2022 09:00 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Eftir afar erfiða byrjun á mótinu hafa KR-ingar rétt aðeins úr kútnum í síðustu leikjum með 3-3 jafntefli við Þór/KA á Akureyri og 3-1 sigri gegn Keflavík í Reykjanesbæ. „Í upphafi móts voru útlendingarnir ekki að spila og þær sem voru erlendis í skóla voru ekki komnar. Núna fyrst sýnir liðið að það á alveg heima í þessari deild,“ sagði Helena í Bestu mörkunum en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - KR mun missa leikmenn „Algjörlega,“ tók Harpa Þorsteinsdóttir undir. Maðurinn hennar, Jóhannes Karl Sigursteinsson, stýrði KR í upphafi móts þrátt fyrir að hafa sagt upp í byrjun maí en ein ástæðan sem Jóhannes Karl nefndi fyrir þeirri ákvörðun var hve seint gekk að fá leikheimild fyrir erlenda leikmenn félagsins. „Liðið sem var lagt upp með að myndi spila“ Christopher Harrington og Arnar Páll Garðarsson voru ráðnir til að taka við af Jóhannesi Karli og hafa í höndum stærri og betri leikmannahóp eins og Helena benti á hér að ofan. „Þetta er liðið sem var lagt upp með að myndi spila í efstu deild,“ sagði Helena. „Það sem að maður hefur kannski áhyggjur af er að öll seinni umferðin er eftir og einhverjir leikmenn fara aftur út [í háskólanám í ágúst]. Ég veit ekki hvort það bætast mögulega einhverjar við í staðinn fyrir leikmennina sem fara út. Hvað ætlar KR að gera í seinni hlutanum? Ætla þau að fá fleiri erlenda leikmenn? Því ég held að það sé alveg ljóst að þau verða að styrkja sig fyrir seinni hlutann ef ætlunin er að halda þessari spilamennsku uppi,“ sagði Harpa. „Búið að opna þetta allt saman aftur“ Mist Rúnarsdóttir tók í sama streng: „Það sem að KR hefur haft fram yfir önnur lið í síðustu 3-4 umferðum er að þar er að bætast í hópinn og ferskir fætur að koma inn, á meðan að það er svolítið að halla undan fæti annars staðar hvað varðar hverjar eru heilar heilsu og hve margar mínútur leikmenn taka. Það er spurning hvað gerist þegar þetta núllast út og einhverjar hverfa aftur í nám.“ Helena velti því upp hvort að KR hlyti ekki að sjá sér hag í að ná í leikmenn í félagaskiptaglugganum í júlí, í viðleitni til að halda liðinu uppi í efstu deild: „Með þessum úrslitum, sterku stigi fyrir norðan og sigri í þessum útileik [gegn Keflavík], og að vera búnar að fara á erfiða útivelli… Ef að félagið sér ekki hag í því að ná í leikmenn – þær eiga möguleika eins og önnur lið þarna á botninum – þá veit ég ekki hvað,“ sagði Helena en KR er núna þremur stigum frá næsta örugga sæti. „Það er búið að opna þetta allt saman aftur og þær eru rétt á eftir næstu liðum,“ sagði Mist. Keppni í deildinni hefst að nýju 28. júlí, eftir EM-hléið, en KR er þremur stigum á eftir Keflavík og Þór/KA og stigi fyrir ofan botnlið Aftureldingar. „Fyrir tveimur vikum síðan vorum við að tala um að liðin væru að slítast frá botninum en allt í einu erum við að horfa á rosapakka þar,“ sagði Harpa. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Bestu mörkin Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Spánarferðir, frí án kvaða og skrepptúrar á EM í pásunni löngu Í gær kom íslenska kvennalandsliðið í fótbolta saman til æfinga fyrir Evrópumótið í Englandi. Það þýðir jafnframt að nú er komið frí í Bestu deildinni og því lýkur ekki fyrr en 28. júlí. Mismunandi er hvernig liðin í deildinni nýta hléið. 21. júní 2022 09:00 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Spánarferðir, frí án kvaða og skrepptúrar á EM í pásunni löngu Í gær kom íslenska kvennalandsliðið í fótbolta saman til æfinga fyrir Evrópumótið í Englandi. Það þýðir jafnframt að nú er komið frí í Bestu deildinni og því lýkur ekki fyrr en 28. júlí. Mismunandi er hvernig liðin í deildinni nýta hléið. 21. júní 2022 09:00