Árshækkun íbúðaverðs 24 prósent og ekki hærri síðan 2006 Árni Sæberg skrifar 21. júní 2022 13:36 Íbúðaverð er í allra hæstu hæðum um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Þjóðskrá hækkaði íbúðaverð um þrjú prósent í maí á milli mánaða. Það er sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um þrettán prósent og 24 prósent á síðustu tólf mánuðum. Árshækkun íbúðaverðs er nú orðin meiri en árið 2017 og hefur ekki mælst meiri í sextán ár eða frá árinu 2006, að því er segir í pistli Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðings greiningardeildar Íslandsbanka. Sérbýli hafa hækkað mest undanfarið ár eða um 25,5 prósent á sama tíma og fjölbýli hafa hækkað um 23,7 prósent. Ekkert lát á hækkunum Að sögn Bergþóru hófst núverandi hækkun um mitt ár 2020 og ekkert lát virðist vera á hækkun íbúðaverðs. Umsvif á íbúðamarkaði séu enn talsverð, það sjáist á veltu og fjölda kaupsamninga. Velta og fjöldi kaupsamninga hafi þó sveiflast á síðustu mánuðum sem gæti verið vegna lítils framboðs á markaði. Þá segir að samkvæmt gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sé enn mikil eftirspurnarspenna á markaðnum. „Í hverjum mánuði virðist nýtt met vera slegið í meðalsölutíma sem og fjölda íbúða sem seljast yfir ásettu verði. Í apríl seldust 65 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði og 53 prósent sérbýla. Einnig hefur meðalsölutími íbúða aldrei verið jafn lágur en í apríl var hann að meðaltali 35 dagar,“ segir í pistlinum. Spá hækkun stýrivaxta í fyrramálið Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um 0,75 prósent á morgun en yfirlýsingar hennar er að vænta í fyrramálið. Í pistlinum segir að hátt íbúðaverð, í sögulegu samhengi, hafi valdið Seðlabankanum verulegum áhyggjum og því hafi hann gripið til þessa ráðs að hækka stýrivexti um þrjú prósent frá því þeir voru lægstir. Stýrivextir voru 0,75 prósent fyrri hluta árs 2021. Greiningardeildin telur að hækkandi vextir ásamt öðrum aðgerðum Seðlabankans á borð við að lækka hámarksveðsetningarhlutfall neytenda um fimm prósent í áttatíu prósent og fyrstu kaupenda í 85 prósent, muni væntanlega hafa þau áhrif að eftirspurn á fasteignamarkaði dvíni. Þó séu forsendur fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á allra næstu mánuðum. Vonandi verði framboð nýrra íbúða auk dvínandi eftirspurnar þó nóg til að hægja á verðhækkunum síðar á þessu ári. „Í þjóðhagsspá okkar frá því í maí spáum við því að íbúðaverð hækki um ríflega 22% í ár en hægjast muni talsvert á hækkunartaktinum þegar líða tekur á þetta ár og um mitt ár verði komin ró á markaðinn. Við erum enn bjartsýn að það verði niðurstaðan,“ segir í lok pistilsins. Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Margir komist ekki inn á markaðinn eftir inngrip Seðlabankans Varaformaður Félags fasteignasala telur að ákvörðun Seðlabankans um að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur geti leitt til þess að margir komist ekki inn á fasteignamarkaðinn. 15. júní 2022 20:02 Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15. júní 2022 08:37 Seðlabankinn gæti aftur gripið í taumana á fasteignamarkaði Varaseðlabankastjóri útilokar ekki að gripið verði til frekari aðgerða á fasteignalánamarkaði haldi ójafnvægið þar áfram. Hefði hann getað séð inn í framtíðina hefði Seðlabankinn fyrr þrengt lánsskilyrði fyrstu kaupenda 16. júní 2022 13:00 „Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15. júní 2022 19:01 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Árshækkun íbúðaverðs er nú orðin meiri en árið 2017 og hefur ekki mælst meiri í sextán ár eða frá árinu 2006, að því er segir í pistli Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðings greiningardeildar Íslandsbanka. Sérbýli hafa hækkað mest undanfarið ár eða um 25,5 prósent á sama tíma og fjölbýli hafa hækkað um 23,7 prósent. Ekkert lát á hækkunum Að sögn Bergþóru hófst núverandi hækkun um mitt ár 2020 og ekkert lát virðist vera á hækkun íbúðaverðs. Umsvif á íbúðamarkaði séu enn talsverð, það sjáist á veltu og fjölda kaupsamninga. Velta og fjöldi kaupsamninga hafi þó sveiflast á síðustu mánuðum sem gæti verið vegna lítils framboðs á markaði. Þá segir að samkvæmt gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sé enn mikil eftirspurnarspenna á markaðnum. „Í hverjum mánuði virðist nýtt met vera slegið í meðalsölutíma sem og fjölda íbúða sem seljast yfir ásettu verði. Í apríl seldust 65 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði og 53 prósent sérbýla. Einnig hefur meðalsölutími íbúða aldrei verið jafn lágur en í apríl var hann að meðaltali 35 dagar,“ segir í pistlinum. Spá hækkun stýrivaxta í fyrramálið Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um 0,75 prósent á morgun en yfirlýsingar hennar er að vænta í fyrramálið. Í pistlinum segir að hátt íbúðaverð, í sögulegu samhengi, hafi valdið Seðlabankanum verulegum áhyggjum og því hafi hann gripið til þessa ráðs að hækka stýrivexti um þrjú prósent frá því þeir voru lægstir. Stýrivextir voru 0,75 prósent fyrri hluta árs 2021. Greiningardeildin telur að hækkandi vextir ásamt öðrum aðgerðum Seðlabankans á borð við að lækka hámarksveðsetningarhlutfall neytenda um fimm prósent í áttatíu prósent og fyrstu kaupenda í 85 prósent, muni væntanlega hafa þau áhrif að eftirspurn á fasteignamarkaði dvíni. Þó séu forsendur fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á allra næstu mánuðum. Vonandi verði framboð nýrra íbúða auk dvínandi eftirspurnar þó nóg til að hægja á verðhækkunum síðar á þessu ári. „Í þjóðhagsspá okkar frá því í maí spáum við því að íbúðaverð hækki um ríflega 22% í ár en hægjast muni talsvert á hækkunartaktinum þegar líða tekur á þetta ár og um mitt ár verði komin ró á markaðinn. Við erum enn bjartsýn að það verði niðurstaðan,“ segir í lok pistilsins.
Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Margir komist ekki inn á markaðinn eftir inngrip Seðlabankans Varaformaður Félags fasteignasala telur að ákvörðun Seðlabankans um að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur geti leitt til þess að margir komist ekki inn á fasteignamarkaðinn. 15. júní 2022 20:02 Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15. júní 2022 08:37 Seðlabankinn gæti aftur gripið í taumana á fasteignamarkaði Varaseðlabankastjóri útilokar ekki að gripið verði til frekari aðgerða á fasteignalánamarkaði haldi ójafnvægið þar áfram. Hefði hann getað séð inn í framtíðina hefði Seðlabankinn fyrr þrengt lánsskilyrði fyrstu kaupenda 16. júní 2022 13:00 „Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15. júní 2022 19:01 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Margir komist ekki inn á markaðinn eftir inngrip Seðlabankans Varaformaður Félags fasteignasala telur að ákvörðun Seðlabankans um að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur geti leitt til þess að margir komist ekki inn á fasteignamarkaðinn. 15. júní 2022 20:02
Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15. júní 2022 08:37
Seðlabankinn gæti aftur gripið í taumana á fasteignamarkaði Varaseðlabankastjóri útilokar ekki að gripið verði til frekari aðgerða á fasteignalánamarkaði haldi ójafnvægið þar áfram. Hefði hann getað séð inn í framtíðina hefði Seðlabankinn fyrr þrengt lánsskilyrði fyrstu kaupenda 16. júní 2022 13:00
„Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15. júní 2022 19:01