Pablo Punyed: Betri á pappír en allt getur gerst í fótbolta Hjörvar Ólafsson skrifar 21. júní 2022 21:48 Pablo Punyed fagnar einu marka Víkings í leiknum með liðsfélögum sínum. Vísir/Getty Víkingur kjöldróg Levadia frá Tallinn í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrr í kvöld. Pablo Punyed stjórnaði miðjunni og leik sinna manna af einstakri list, lagði upp tvö mörk og var einn af mönnum leiksins. Beðið hafði verið með ákveðinni eftirvæntingu eftir leiknum en Arnar Gunnlaugsson hafði talað um að Levadia væri besta liðið í þessu móti. Áhyggjurnar, ef einhverjar voru, reyndust óþarfi því leikurinn endaði 6-1 fyrir Víkinga. Pablo Punyed var spurður að því hvort lausn verkefnisins hafi verið auðveldari en menn bjuggust við. „Þetta var alls ekki auðvelt. Við byrjuðum á því að fá víti á okkur og lenda 1-0 undir en við sýndum geggjaðan karakter í því að koma til baka og íslensku aðstæðurnar hjálpuðu okkur í dag. Mikil rigning og rok en frábær leikur hjá okkur í dag.“ Pablo var þá spurður að því hvað Víkingur var að gera rétt í leiknum í dag. „Það var pressan og augnablikin sem pressan skapaði. Við pressuðum og pressuðum og þegar við vorum með boltann þá vorum við að skapa færi. Svo erum við með menn innanborðs sem hafa x-faktorinn eins og Kristal Mána, Erling og Niko. Þeir gerðu vel frammi og það var frábært að fá þessa menn í gang.“ Fann ekki fyrir meiðslum í þessum leik Pablo var tekinn út af í leiknum á móti ÍBV í síðustu umferð og var hann spurður að því hvernig standið væri á honum en hann átti mjög góðan leik í dag. „Ég var ekki meiddur. Ég fann fyrir einhverju aftan í lærinu og vildi ekki taka sénsinn vitandi af þessum leik þannig að það var ákveðið að taka mig út af í Vestmannaeyjum. Ég var fínn í dag og stefni að því að spila á föstudaginn.“ Að lokum var spurt út í viðureignina á föstudaginn en InterEscaldes bíða Víkinga í úrslitaleiknum um að spila við Malmö í Meistaradeildinni og eru þeir sýnd veiði en ekki gefin að margra mati. „Já á pappírnum þá erum við betri en allt getur gerst í fótboltanum. Við viljum vera faglegir og við vitum að liðið frá Andorra og hægja á tempóinu og við þurfum að vera Víkingur og spila okkar leik. Við höfum gæðin til að klára leikinn en við verðum að taka eitt þrep í einu og komast í okkar takt og klára leikinn á föstudaginn.“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira
Beðið hafði verið með ákveðinni eftirvæntingu eftir leiknum en Arnar Gunnlaugsson hafði talað um að Levadia væri besta liðið í þessu móti. Áhyggjurnar, ef einhverjar voru, reyndust óþarfi því leikurinn endaði 6-1 fyrir Víkinga. Pablo Punyed var spurður að því hvort lausn verkefnisins hafi verið auðveldari en menn bjuggust við. „Þetta var alls ekki auðvelt. Við byrjuðum á því að fá víti á okkur og lenda 1-0 undir en við sýndum geggjaðan karakter í því að koma til baka og íslensku aðstæðurnar hjálpuðu okkur í dag. Mikil rigning og rok en frábær leikur hjá okkur í dag.“ Pablo var þá spurður að því hvað Víkingur var að gera rétt í leiknum í dag. „Það var pressan og augnablikin sem pressan skapaði. Við pressuðum og pressuðum og þegar við vorum með boltann þá vorum við að skapa færi. Svo erum við með menn innanborðs sem hafa x-faktorinn eins og Kristal Mána, Erling og Niko. Þeir gerðu vel frammi og það var frábært að fá þessa menn í gang.“ Fann ekki fyrir meiðslum í þessum leik Pablo var tekinn út af í leiknum á móti ÍBV í síðustu umferð og var hann spurður að því hvernig standið væri á honum en hann átti mjög góðan leik í dag. „Ég var ekki meiddur. Ég fann fyrir einhverju aftan í lærinu og vildi ekki taka sénsinn vitandi af þessum leik þannig að það var ákveðið að taka mig út af í Vestmannaeyjum. Ég var fínn í dag og stefni að því að spila á föstudaginn.“ Að lokum var spurt út í viðureignina á föstudaginn en InterEscaldes bíða Víkinga í úrslitaleiknum um að spila við Malmö í Meistaradeildinni og eru þeir sýnd veiði en ekki gefin að margra mati. „Já á pappírnum þá erum við betri en allt getur gerst í fótboltanum. Við viljum vera faglegir og við vitum að liðið frá Andorra og hægja á tempóinu og við þurfum að vera Víkingur og spila okkar leik. Við höfum gæðin til að klára leikinn en við verðum að taka eitt þrep í einu og komast í okkar takt og klára leikinn á föstudaginn.“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira