Styrkja og efla listrænar raddir úr öllum áttum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. júní 2022 14:30 Antonía Berg og Steinunn Ólína eru sýningarstjórar FLÆÐIS á Rusl Fest 2022. Instagram @steinunnolinah FLÆÐI verður með listasýningu á RUSL fest í ár dagana 28. júní - 1. júlí þar sem fjölbreytt flóra listafólks kemur saman úr öllum áttum. Antonía Berg og Steinunn Ólína eru sýningarstjórar FLÆÐIS á hátíðinni en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk nánari innsýn í galleríið og þann fjölbreytileika sem samtímalistafólk býr yfir. Hvernig kviknaði hugmyndin að því að stofna FLÆÐI? Hugmyndin að FLÆÐI kviknaði vegna löngunar okkar um að skapa aðgengileg sýningarrými fyrir listamenn af öllum gerðum án einhvers konar kröfu um sýningargjald eða status innan listaheimsins. Þess vegna hefur FLÆÐI aldrei rukkað fyrir sýningarhald og að sama skapi erum við alltaf opin fyrir því að veita þeim sem vilja hjálp við sýningarstjórn, uppsetningu eða textasmíð. View this post on Instagram A post shared by FLÆÐI (@_flaedi_) Við þekkjum það af eigin reynslu að það getur reynst mjög berskjaldandi að deila list sinni með öðrum, hvað þá opinberlega, og því leggjum við sérstaka áherslu á það að FLÆÐI tryggi upprennandi listamönnum jafnt sem reyndum öruggt umhverfi innan starfsemi okkar. Markmið okkar hefur alltaf verið að standa sérstaklega með jaðarhópum og minnihlutahópum innan íslensku listasenunnar, enda höfum við rekist á það, heyrt og séð að aðgangur að listarýmum getur oft miðast af tengslaneti sem fólk, þá sérstaklega innflytjendur, hafa ekki jafn greiðan aðgang að. Við höfum þannig, frá upphafi starfseminnar, stefnt að því að FLÆÐI geti opnað heilbrigt samtal og samstarf á milli listamanna úr öllum áttum. Hvernig mynduð þið lýsa FLÆÐI? FLÆÐI þýðir svo afskaplega margt fyrir okkur að við höllumst oft að því að lýsa FLÆÐI frekar sem einhvers konar samsteypu eða bylgjulengd í stað þess að lýsa því einungis sem listagalleríi. Við höfum nefnilega sinnt svo ótal mörgum og fjölbreyttum verkefnum undir formerkjum FLÆÐIS. Til að mynda höfum við haldið utan um margvíslegar listrænar vinnustofur og jafnvel stofnað til samstarfsverkefna við aðrar stofnanir, til dæmis Iðnó, Tjarnarbíó, Kolaportið, Kirsuberjatréð og Gallerí Svigrúm, sem styrkir tengslanet listafólksins okkar, býr til nýjar og frumlegar tengingar og örvar þar með sköpun nýrrar listar. View this post on Instagram A post shared by FLÆÐI (@_flaedi_) Við höfum einnig lagt upp úr því að styrkja og efla listrænar raddir úr öllum áttum með því að halda reglulega listamarkaði þar sem listafólk getur komið saman til að selja list sína og auglýsa sig. Í gegnum tíðina hafa margir fjölbreyttir viðburðir verið haldnir í rýmum FLÆÐIS sem og ógrynni listasýninga. View this post on Instagram A post shared by FLÆÐI (@_flaedi_) Má þar sem dæmi nefna útgáfuhóf, ljóðakvöld, málþing, gjörningalist og keramik-og jóganámskeið. Okkur finnst mjög mikilvægt að almenningur líti á FLÆÐI sem aðgengilegt rými þar sem hægt er að skapa alls konar andrúmsloft, gera og græja. Svo ekki sé talað um hvað það er skemmtilegt að fá í sífellu að kynnast og vinna með margvíslegu fólki sem hefur að geyma allskonar hugmyndir um hvernig megi lífga upp á hversdagsleikann. View this post on Instagram A post shared by FLÆÐI (@_flaedi_) Hvað verður í forgrunni hjá FLÆÐI á RUSL fest? Við í FLÆÐI höfum undanfarið unnið í samstarfi við RUSL fest við að undirbúa opnun listasýningar í einu af mörgum rýmum uppi í Gufunesi. Listasýningin opnar á öðrum degi RUSL fest, þriðjudaginn 28. júní kl. 19:00, og stendur yfir alla hátíðina. Listasýningin samanstendur af verkum og innsetningum eftir fjölbreytt listafólk úr öllum áttum, en verkin eiga það þó öll sameiginlegt að fjalla á sinn hátt um endurnýtingu, sem snertir á meginþema RUSL fest. Rýmið sem að hefur nú tekið á sig mynd sýningarrýmis var áður hluti af Áburðarverksmiðju ríkisins og byggt með hjálp Marshall aðstoðarinnar á sínum tíma. Rýmið einkenndist af hráleika sem stelpunum þótti mikilvægt að halda í en þó þurfti að gera mikið til að það yrði sýningarhæft.Aðsend Þegar við tókum við rýminu var augljóst að það var margt sem þurfti að gera svo að rýmið yrði sýningarhæft. Rýmið einkenndist engu að síður að ákveðnum hráleika sem okkur fannst mikilvægt að halda í og umvefja. Við hófumst fljótt handa og höfum varið ótal tímum í að mála, mæla, sópa og fínisera og hlökkum ótrúlega mikið til að bjóða fólk velkomið í þetta skemmtilega rými. View this post on Instagram A post shared by FLÆÐI (@_flaedi_) Úrelt uppsetning húsnæðisins gerir það þó því miður að verkum að ekki er hjólastólaaðgengi að sýningarrýminu en í von um að komast til móts við það höfum við ákveðið að taka upp myndefni af sýningunni sem við munum deila og auglýsa betur á samfélagsmiðlum FLÆÐIS á næstu dögum, svo að hver sem er hafi kost á að upplifa leiðsögn í gegnum þessa áhugaverðu listasýningu. Þetta listafólk tekur þátt í sýningunni hjá FLÆÐI á RUSL fest 2022: Alessia Taló, Antonía Bergþórsdóttir, Cristina Agueda, Deepa R. Iyengar, Frxggie Design, Hekla Björt Helgadóttir, Hulda Katarina Sveinsdóttir, Kjartan Óli Guðmundsson, Laima Udre, Driftbone, Maria Magdalena, Michelle Bird, Rebecca Ashley, Ráðhildur, Sarah Finkle, Sean O'Brian, Stúdíó Flétta, Vala Sigþrúður og Zuzanna J. Wrona. Opnunartímar FLÆÐIS í Gufunesi eru sem áður segir frá þriðjudeginum 28.júní fram til föstudagsins 1. júlí og opið er frá klukkan 19:00 - 21:00. Myndlist Menning Tengdar fréttir Vilja vekja athygli á því að rusl er gull RUSL Fest er lista- og hönnunarhátíð sem haldin verður dagana 27. júní - 2. júlí næstkomandi í Gufunesi, nýju hverfi skapandi greina í Reykjavík. Blaðamaður hafði samband við Narfa, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, og fékk að heyra nánar frá ferlinu á bak við RUSL Fest. 14. júní 2022 12:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hvernig kviknaði hugmyndin að því að stofna FLÆÐI? Hugmyndin að FLÆÐI kviknaði vegna löngunar okkar um að skapa aðgengileg sýningarrými fyrir listamenn af öllum gerðum án einhvers konar kröfu um sýningargjald eða status innan listaheimsins. Þess vegna hefur FLÆÐI aldrei rukkað fyrir sýningarhald og að sama skapi erum við alltaf opin fyrir því að veita þeim sem vilja hjálp við sýningarstjórn, uppsetningu eða textasmíð. View this post on Instagram A post shared by FLÆÐI (@_flaedi_) Við þekkjum það af eigin reynslu að það getur reynst mjög berskjaldandi að deila list sinni með öðrum, hvað þá opinberlega, og því leggjum við sérstaka áherslu á það að FLÆÐI tryggi upprennandi listamönnum jafnt sem reyndum öruggt umhverfi innan starfsemi okkar. Markmið okkar hefur alltaf verið að standa sérstaklega með jaðarhópum og minnihlutahópum innan íslensku listasenunnar, enda höfum við rekist á það, heyrt og séð að aðgangur að listarýmum getur oft miðast af tengslaneti sem fólk, þá sérstaklega innflytjendur, hafa ekki jafn greiðan aðgang að. Við höfum þannig, frá upphafi starfseminnar, stefnt að því að FLÆÐI geti opnað heilbrigt samtal og samstarf á milli listamanna úr öllum áttum. Hvernig mynduð þið lýsa FLÆÐI? FLÆÐI þýðir svo afskaplega margt fyrir okkur að við höllumst oft að því að lýsa FLÆÐI frekar sem einhvers konar samsteypu eða bylgjulengd í stað þess að lýsa því einungis sem listagalleríi. Við höfum nefnilega sinnt svo ótal mörgum og fjölbreyttum verkefnum undir formerkjum FLÆÐIS. Til að mynda höfum við haldið utan um margvíslegar listrænar vinnustofur og jafnvel stofnað til samstarfsverkefna við aðrar stofnanir, til dæmis Iðnó, Tjarnarbíó, Kolaportið, Kirsuberjatréð og Gallerí Svigrúm, sem styrkir tengslanet listafólksins okkar, býr til nýjar og frumlegar tengingar og örvar þar með sköpun nýrrar listar. View this post on Instagram A post shared by FLÆÐI (@_flaedi_) Við höfum einnig lagt upp úr því að styrkja og efla listrænar raddir úr öllum áttum með því að halda reglulega listamarkaði þar sem listafólk getur komið saman til að selja list sína og auglýsa sig. Í gegnum tíðina hafa margir fjölbreyttir viðburðir verið haldnir í rýmum FLÆÐIS sem og ógrynni listasýninga. View this post on Instagram A post shared by FLÆÐI (@_flaedi_) Má þar sem dæmi nefna útgáfuhóf, ljóðakvöld, málþing, gjörningalist og keramik-og jóganámskeið. Okkur finnst mjög mikilvægt að almenningur líti á FLÆÐI sem aðgengilegt rými þar sem hægt er að skapa alls konar andrúmsloft, gera og græja. Svo ekki sé talað um hvað það er skemmtilegt að fá í sífellu að kynnast og vinna með margvíslegu fólki sem hefur að geyma allskonar hugmyndir um hvernig megi lífga upp á hversdagsleikann. View this post on Instagram A post shared by FLÆÐI (@_flaedi_) Hvað verður í forgrunni hjá FLÆÐI á RUSL fest? Við í FLÆÐI höfum undanfarið unnið í samstarfi við RUSL fest við að undirbúa opnun listasýningar í einu af mörgum rýmum uppi í Gufunesi. Listasýningin opnar á öðrum degi RUSL fest, þriðjudaginn 28. júní kl. 19:00, og stendur yfir alla hátíðina. Listasýningin samanstendur af verkum og innsetningum eftir fjölbreytt listafólk úr öllum áttum, en verkin eiga það þó öll sameiginlegt að fjalla á sinn hátt um endurnýtingu, sem snertir á meginþema RUSL fest. Rýmið sem að hefur nú tekið á sig mynd sýningarrýmis var áður hluti af Áburðarverksmiðju ríkisins og byggt með hjálp Marshall aðstoðarinnar á sínum tíma. Rýmið einkenndist af hráleika sem stelpunum þótti mikilvægt að halda í en þó þurfti að gera mikið til að það yrði sýningarhæft.Aðsend Þegar við tókum við rýminu var augljóst að það var margt sem þurfti að gera svo að rýmið yrði sýningarhæft. Rýmið einkenndist engu að síður að ákveðnum hráleika sem okkur fannst mikilvægt að halda í og umvefja. Við hófumst fljótt handa og höfum varið ótal tímum í að mála, mæla, sópa og fínisera og hlökkum ótrúlega mikið til að bjóða fólk velkomið í þetta skemmtilega rými. View this post on Instagram A post shared by FLÆÐI (@_flaedi_) Úrelt uppsetning húsnæðisins gerir það þó því miður að verkum að ekki er hjólastólaaðgengi að sýningarrýminu en í von um að komast til móts við það höfum við ákveðið að taka upp myndefni af sýningunni sem við munum deila og auglýsa betur á samfélagsmiðlum FLÆÐIS á næstu dögum, svo að hver sem er hafi kost á að upplifa leiðsögn í gegnum þessa áhugaverðu listasýningu. Þetta listafólk tekur þátt í sýningunni hjá FLÆÐI á RUSL fest 2022: Alessia Taló, Antonía Bergþórsdóttir, Cristina Agueda, Deepa R. Iyengar, Frxggie Design, Hekla Björt Helgadóttir, Hulda Katarina Sveinsdóttir, Kjartan Óli Guðmundsson, Laima Udre, Driftbone, Maria Magdalena, Michelle Bird, Rebecca Ashley, Ráðhildur, Sarah Finkle, Sean O'Brian, Stúdíó Flétta, Vala Sigþrúður og Zuzanna J. Wrona. Opnunartímar FLÆÐIS í Gufunesi eru sem áður segir frá þriðjudeginum 28.júní fram til föstudagsins 1. júlí og opið er frá klukkan 19:00 - 21:00.
Myndlist Menning Tengdar fréttir Vilja vekja athygli á því að rusl er gull RUSL Fest er lista- og hönnunarhátíð sem haldin verður dagana 27. júní - 2. júlí næstkomandi í Gufunesi, nýju hverfi skapandi greina í Reykjavík. Blaðamaður hafði samband við Narfa, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, og fékk að heyra nánar frá ferlinu á bak við RUSL Fest. 14. júní 2022 12:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Vilja vekja athygli á því að rusl er gull RUSL Fest er lista- og hönnunarhátíð sem haldin verður dagana 27. júní - 2. júlí næstkomandi í Gufunesi, nýju hverfi skapandi greina í Reykjavík. Blaðamaður hafði samband við Narfa, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, og fékk að heyra nánar frá ferlinu á bak við RUSL Fest. 14. júní 2022 12:30