Vill reka Arteta og ráða Pochettino Atli Arason skrifar 23. júní 2022 07:01 Piers Morgan og Mikel Arteta Samsett / Getty Images Fjölmiðlamaðurinn og yfirlýstur stuðningsmaður Arsenal, Piers Morgan, hefur áhyggjur af liðinu undir stjórn Mikel Arteta og biðlar til félagsins að ráða fyrrum knattspyrnustjóra Totteham, Maurico Pochettino til Arsenal. „Ég myndi gera það,“ sagði Morgan í hlaðvarpi talkSPORT, aðspurður að því hvort hann myndi reka Arteta og ráða Pochettino ef hann færi með völdin hjá Arsenal. Pochettino er þó ekki eini maðurinn frá Tottenham sem þessi blóðheiti stuðningsmaður Arsenal myndi vilja sjá hjá sínu liði. „Ég hef alltaf verið aðdáandi Pochettino en mér finnst hann mjög góður knattspyrnustjóri með mikla reynslu. Í fullri hreinskilni þá hefði ég samt mest verið til í Antonio Conte. Tottenham fékk nánast alveg óvart einn besta knattspyrnustjóri í heimi. Ég elska allt við Conte, hann mun án vafa fá topp leikmenn til liðs við sig hjá Tottenham,“ bætti Morgan við. Morgan virðist ekki nógu sáttur með stöðu mála hjá sínu liði en ásamt Tottenham telur hann að lið eins og Newcastle og Chelsea haldi áfram að styrkja sig og skilji Arsenal eftir í rykinu. „Tottenham verður mun sterkara lið á næsta tímabili. Svo ertu með Arsenal, sem að ég held að verði ekki nálægt efstu fjórum sætunum á næsta tímabili. Ég hef áhyggjur af því að liðið nái ekki einu sinni inn á topp sex. Er Arsenal ennþá stór klúbbur eða er liðið dauðadæmt í meðalmennsku fyrir miðri deild næstu árin,“ spyr Morgan. Liverpool styrkti leikmannahópinn sinn með kaupum á Darwin Nunez á dögunum og Manchester City keypti Erling Haaland stuttu áður. Morgan hefur áhyggur af því að Arsenal geti hreinlega ekki styrkt liðið sitt að neinu viti. „Ef þú kemst ekki í Meistaradeildina og getur ekki fengið topp leikmenn til liðsins þá veit ég ekki hvernig félagið kemst úr þessari gryfju,“ sagði Piers Morgan sem kallar eftir höfði Arteta. „Arsenal tapaði 13 leikjum á síðasta tímabili. Það var einu sinni nóg til þess að knattspyrnustjórinn yrði rekin. Ég held að Arteta sé heppinn að vera enn þá í starfi. Vandamálið með Arteta er að hann er enn þá bara nýliði.“ Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Sjá meira
„Ég myndi gera það,“ sagði Morgan í hlaðvarpi talkSPORT, aðspurður að því hvort hann myndi reka Arteta og ráða Pochettino ef hann færi með völdin hjá Arsenal. Pochettino er þó ekki eini maðurinn frá Tottenham sem þessi blóðheiti stuðningsmaður Arsenal myndi vilja sjá hjá sínu liði. „Ég hef alltaf verið aðdáandi Pochettino en mér finnst hann mjög góður knattspyrnustjóri með mikla reynslu. Í fullri hreinskilni þá hefði ég samt mest verið til í Antonio Conte. Tottenham fékk nánast alveg óvart einn besta knattspyrnustjóri í heimi. Ég elska allt við Conte, hann mun án vafa fá topp leikmenn til liðs við sig hjá Tottenham,“ bætti Morgan við. Morgan virðist ekki nógu sáttur með stöðu mála hjá sínu liði en ásamt Tottenham telur hann að lið eins og Newcastle og Chelsea haldi áfram að styrkja sig og skilji Arsenal eftir í rykinu. „Tottenham verður mun sterkara lið á næsta tímabili. Svo ertu með Arsenal, sem að ég held að verði ekki nálægt efstu fjórum sætunum á næsta tímabili. Ég hef áhyggjur af því að liðið nái ekki einu sinni inn á topp sex. Er Arsenal ennþá stór klúbbur eða er liðið dauðadæmt í meðalmennsku fyrir miðri deild næstu árin,“ spyr Morgan. Liverpool styrkti leikmannahópinn sinn með kaupum á Darwin Nunez á dögunum og Manchester City keypti Erling Haaland stuttu áður. Morgan hefur áhyggur af því að Arsenal geti hreinlega ekki styrkt liðið sitt að neinu viti. „Ef þú kemst ekki í Meistaradeildina og getur ekki fengið topp leikmenn til liðsins þá veit ég ekki hvernig félagið kemst úr þessari gryfju,“ sagði Piers Morgan sem kallar eftir höfði Arteta. „Arsenal tapaði 13 leikjum á síðasta tímabili. Það var einu sinni nóg til þess að knattspyrnustjórinn yrði rekin. Ég held að Arteta sé heppinn að vera enn þá í starfi. Vandamálið með Arteta er að hann er enn þá bara nýliði.“
Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Sjá meira