Þjálfarinn lýsti lífsbjörginni: „Einbeitti mér að því að láta hana anda“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2022 14:35 Andrea Fuentes tekur um háls Anitu Alvarez til að kanna hvort hún sé með lífsmarki. epa/Zsolt Szigetvary Snarræði þjálfarans Andreu Fuentes kom í veg fyrir að illa færi þegar það leið yfir bandarísku listsundkonuna Anitu Alvarez á HM í 50 metra laug í Búdapest í gær. Alvarez féll í yfirlið eftir að hafa klárað frjálsar æfingar sínar í úrslitum í listsundi og sökk til botns í lauginni. Fuentes, þjálfari hennar, brást snarlega við, stakk sér ofan í laugina og bjargaði Alvarez. „Fyrst sá ég að hún var aðeins hvítari í framan en venjulega og hugsaði að blóðflæðið væri ekki eðlilegt,“ sagði Fuentes þegar hún ræddi við BBC um björgun Alvarez. „Þegar þú klárar æfingarnar viltu anda djúpt en í staðinn fyrir að koma upp fór hún niður. Fyrst hugsaði ég að hún væri að hvíla sig en svo áttaði ég mig á því að þetta væri ekki eðlilegt því þú vilt anda þegar þú ert búin.“ "I swam as fast as I could and I was fixated to make her breath"Coach Andrea Fuentes describes to @Sarah_Montague how she rescued artistic swimmer Anita Alvarez from the bottom of the pool after fainting at the World Aquatics Championshipshttps://t.co/nh6JQTZz6b | #BBCWATO pic.twitter.com/oRDQanMSt5— The World at One (@BBCWorldatOne) June 23, 2022 Fuentes tók á endanum til sinna mála og stökk sér ofan í laugina. „Ég synti eins hratt og ég gat og einbeitti mér að því að láta hana anda,“ sagði þjálfarinn og bætti við að hún hafi þreifað á hálsi Alvarez og fundið púls. Fuentes sneri í kjölfarið andliti Alvarez til hliðar til að losa vatn úr lungum hennar og fá hana til að anda. „Kjálkinn var mjög stífur. Ég reyndi að vekja hana með því að nudda kjálkann því hann var of stífur. Hún hóstaði svo vatninu upp úr sér.“ Samkvæmt upplýsingum frá Fuentes og bandaríska sundliðinu er líðan Alvarez ágæt. Enn er þó óvíst hvort hún fær grænt ljós frá læknum til að keppa í úrslitum í liðakeppninni. Fuentes þurfti einnig að koma Alvarez til bjargar þegar það leið yfir hana á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana í fyrra. Sund Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Alvarez féll í yfirlið eftir að hafa klárað frjálsar æfingar sínar í úrslitum í listsundi og sökk til botns í lauginni. Fuentes, þjálfari hennar, brást snarlega við, stakk sér ofan í laugina og bjargaði Alvarez. „Fyrst sá ég að hún var aðeins hvítari í framan en venjulega og hugsaði að blóðflæðið væri ekki eðlilegt,“ sagði Fuentes þegar hún ræddi við BBC um björgun Alvarez. „Þegar þú klárar æfingarnar viltu anda djúpt en í staðinn fyrir að koma upp fór hún niður. Fyrst hugsaði ég að hún væri að hvíla sig en svo áttaði ég mig á því að þetta væri ekki eðlilegt því þú vilt anda þegar þú ert búin.“ "I swam as fast as I could and I was fixated to make her breath"Coach Andrea Fuentes describes to @Sarah_Montague how she rescued artistic swimmer Anita Alvarez from the bottom of the pool after fainting at the World Aquatics Championshipshttps://t.co/nh6JQTZz6b | #BBCWATO pic.twitter.com/oRDQanMSt5— The World at One (@BBCWorldatOne) June 23, 2022 Fuentes tók á endanum til sinna mála og stökk sér ofan í laugina. „Ég synti eins hratt og ég gat og einbeitti mér að því að láta hana anda,“ sagði þjálfarinn og bætti við að hún hafi þreifað á hálsi Alvarez og fundið púls. Fuentes sneri í kjölfarið andliti Alvarez til hliðar til að losa vatn úr lungum hennar og fá hana til að anda. „Kjálkinn var mjög stífur. Ég reyndi að vekja hana með því að nudda kjálkann því hann var of stífur. Hún hóstaði svo vatninu upp úr sér.“ Samkvæmt upplýsingum frá Fuentes og bandaríska sundliðinu er líðan Alvarez ágæt. Enn er þó óvíst hvort hún fær grænt ljós frá læknum til að keppa í úrslitum í liðakeppninni. Fuentes þurfti einnig að koma Alvarez til bjargar þegar það leið yfir hana á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana í fyrra.
Sund Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira