Alvarez féll í yfirlið eftir að hafa klárað frjálsar æfingar sínar í úrslitum í listsundi og sökk til botns í lauginni. Fuentes, þjálfari hennar, brást snarlega við, stakk sér ofan í laugina og bjargaði Alvarez.
„Fyrst sá ég að hún var aðeins hvítari í framan en venjulega og hugsaði að blóðflæðið væri ekki eðlilegt,“ sagði Fuentes þegar hún ræddi við BBC um björgun Alvarez.
„Þegar þú klárar æfingarnar viltu anda djúpt en í staðinn fyrir að koma upp fór hún niður. Fyrst hugsaði ég að hún væri að hvíla sig en svo áttaði ég mig á því að þetta væri ekki eðlilegt því þú vilt anda þegar þú ert búin.“
"I swam as fast as I could and I was fixated to make her breath"
— The World at One (@BBCWorldatOne) June 23, 2022
Coach Andrea Fuentes describes to @Sarah_Montague how she rescued artistic swimmer Anita Alvarez from the bottom of the pool after fainting at the World Aquatics Championshipshttps://t.co/nh6JQTZz6b | #BBCWATO pic.twitter.com/oRDQanMSt5
Fuentes tók á endanum til sinna mála og stökk sér ofan í laugina. „Ég synti eins hratt og ég gat og einbeitti mér að því að láta hana anda,“ sagði þjálfarinn og bætti við að hún hafi þreifað á hálsi Alvarez og fundið púls. Fuentes sneri í kjölfarið andliti Alvarez til hliðar til að losa vatn úr lungum hennar og fá hana til að anda.
„Kjálkinn var mjög stífur. Ég reyndi að vekja hana með því að nudda kjálkann því hann var of stífur. Hún hóstaði svo vatninu upp úr sér.“
Samkvæmt upplýsingum frá Fuentes og bandaríska sundliðinu er líðan Alvarez ágæt. Enn er þó óvíst hvort hún fær grænt ljós frá læknum til að keppa í úrslitum í liðakeppninni.
Fuentes þurfti einnig að koma Alvarez til bjargar þegar það leið yfir hana á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana í fyrra.