„Mér finnst búin að vera ógeðslega léleg mæting á vellina í sumar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. júní 2022 23:31 Sérfræðingum Bestu markanna þykir vanta áhorfendur á vellina í Bestu-deild kvenna. Stöð 2 sport Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Bestu markanna fóru yfir áhorfendatölur á leikjum Bestu-deildar kvenna í fótbolta í síðasta þætti sínum. Þær stöllur voru sammála því að mögulega væri áhorfendum að fækka á Íslandi, þvert á það sem er að gerast annars staðar í Evrópu. „Ég hefði ekkert alveg séð það fyrir mér fyrir nokkrum árum að árið 2022 myndum við slá met - 92 þúsund á vellinum - en þetta er ótrúlegt,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. Hún var þá að vitna í leiki kvennaliðs Barcelona í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið fyllti Nou Camp, heimavöll karlaliðsins. „Þetta er rosalega hröð þróun núna, alveg rosalega hröð. Sem er náttúrulega bara geggjað,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, einn af sérfræðingum þáttarins. „Vá hvað ég væri til í að vera ennþá spilandi og fá að taka þátt í þessu af því að þetta er eitthvað sem maður svona vonaði að myndi gerast örlítið fyrr, en er alveg geggjað.“ „Þetta sýnir líka bara það að þegar þú býrð til réttar aðstæður þá kemur fólkið. Mér finnst þetta sýna það að það var bara tekin ákvörðun þar sem var sagt að við ætlum að spila á þessum leikvöngum og við ætlum að fylla þá. Þetta er bara ákvörðun.“ „Mér finnst við alltaf lenda í sama farinu. Það er alltaf verið að bíða eftir einhverri eftirspurn, og eftir hverju? Mér finnst það ótrúlega heimskulegt og mér finnst svo gott að við séum kominn á þennan stað,“ sagði Harpa. „Bjóddu upp á vöruna og fólkið er klárt,“ bætti Mist Rúnarsdóttir við áður en Sonný Lára Þráinsdóttir greip boltann á lofti. „Það hefur sýnt sig núna þar sem er verið að slá þessi áhorfendamet að það er verið að færa þessa leiki á stærri leikvanga og þeir eru að fyllast og áhorfendum er að fjölga,“ sagði Sonný Lára. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um áhorfendur Harpa tók þá aftur við og sagðist vona að þessi þróun færi að berast hingað til lands. „Nú þarf þetta líka bara að skila sér hingað heim finnst mér. Þessar stelpur eru að spila margar hverjar hérna heima og mér finnst búin að vera ógeðslega léleg mæting á vellina í sumar. Og mér finnst það sorglegt miðað við þróunina allstaðar annars staðar í heiminum. Mér finnst þetta ekki bara eiga við um kvennaboltann heldur eiginlega bara báðar deildirnar. Sérstaklega finnst mér þetta samt soglegt út af þróuninni sem á sér stað núna í kringum kvennaboltann, en mér finnst við ekki vera að pikka það upp.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
„Ég hefði ekkert alveg séð það fyrir mér fyrir nokkrum árum að árið 2022 myndum við slá met - 92 þúsund á vellinum - en þetta er ótrúlegt,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. Hún var þá að vitna í leiki kvennaliðs Barcelona í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið fyllti Nou Camp, heimavöll karlaliðsins. „Þetta er rosalega hröð þróun núna, alveg rosalega hröð. Sem er náttúrulega bara geggjað,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, einn af sérfræðingum þáttarins. „Vá hvað ég væri til í að vera ennþá spilandi og fá að taka þátt í þessu af því að þetta er eitthvað sem maður svona vonaði að myndi gerast örlítið fyrr, en er alveg geggjað.“ „Þetta sýnir líka bara það að þegar þú býrð til réttar aðstæður þá kemur fólkið. Mér finnst þetta sýna það að það var bara tekin ákvörðun þar sem var sagt að við ætlum að spila á þessum leikvöngum og við ætlum að fylla þá. Þetta er bara ákvörðun.“ „Mér finnst við alltaf lenda í sama farinu. Það er alltaf verið að bíða eftir einhverri eftirspurn, og eftir hverju? Mér finnst það ótrúlega heimskulegt og mér finnst svo gott að við séum kominn á þennan stað,“ sagði Harpa. „Bjóddu upp á vöruna og fólkið er klárt,“ bætti Mist Rúnarsdóttir við áður en Sonný Lára Þráinsdóttir greip boltann á lofti. „Það hefur sýnt sig núna þar sem er verið að slá þessi áhorfendamet að það er verið að færa þessa leiki á stærri leikvanga og þeir eru að fyllast og áhorfendum er að fjölga,“ sagði Sonný Lára. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um áhorfendur Harpa tók þá aftur við og sagðist vona að þessi þróun færi að berast hingað til lands. „Nú þarf þetta líka bara að skila sér hingað heim finnst mér. Þessar stelpur eru að spila margar hverjar hérna heima og mér finnst búin að vera ógeðslega léleg mæting á vellina í sumar. Og mér finnst það sorglegt miðað við þróunina allstaðar annars staðar í heiminum. Mér finnst þetta ekki bara eiga við um kvennaboltann heldur eiginlega bara báðar deildirnar. Sérstaklega finnst mér þetta samt soglegt út af þróuninni sem á sér stað núna í kringum kvennaboltann, en mér finnst við ekki vera að pikka það upp.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira