„Mér finnst búin að vera ógeðslega léleg mæting á vellina í sumar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. júní 2022 23:31 Sérfræðingum Bestu markanna þykir vanta áhorfendur á vellina í Bestu-deild kvenna. Stöð 2 sport Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Bestu markanna fóru yfir áhorfendatölur á leikjum Bestu-deildar kvenna í fótbolta í síðasta þætti sínum. Þær stöllur voru sammála því að mögulega væri áhorfendum að fækka á Íslandi, þvert á það sem er að gerast annars staðar í Evrópu. „Ég hefði ekkert alveg séð það fyrir mér fyrir nokkrum árum að árið 2022 myndum við slá met - 92 þúsund á vellinum - en þetta er ótrúlegt,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. Hún var þá að vitna í leiki kvennaliðs Barcelona í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið fyllti Nou Camp, heimavöll karlaliðsins. „Þetta er rosalega hröð þróun núna, alveg rosalega hröð. Sem er náttúrulega bara geggjað,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, einn af sérfræðingum þáttarins. „Vá hvað ég væri til í að vera ennþá spilandi og fá að taka þátt í þessu af því að þetta er eitthvað sem maður svona vonaði að myndi gerast örlítið fyrr, en er alveg geggjað.“ „Þetta sýnir líka bara það að þegar þú býrð til réttar aðstæður þá kemur fólkið. Mér finnst þetta sýna það að það var bara tekin ákvörðun þar sem var sagt að við ætlum að spila á þessum leikvöngum og við ætlum að fylla þá. Þetta er bara ákvörðun.“ „Mér finnst við alltaf lenda í sama farinu. Það er alltaf verið að bíða eftir einhverri eftirspurn, og eftir hverju? Mér finnst það ótrúlega heimskulegt og mér finnst svo gott að við séum kominn á þennan stað,“ sagði Harpa. „Bjóddu upp á vöruna og fólkið er klárt,“ bætti Mist Rúnarsdóttir við áður en Sonný Lára Þráinsdóttir greip boltann á lofti. „Það hefur sýnt sig núna þar sem er verið að slá þessi áhorfendamet að það er verið að færa þessa leiki á stærri leikvanga og þeir eru að fyllast og áhorfendum er að fjölga,“ sagði Sonný Lára. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um áhorfendur Harpa tók þá aftur við og sagðist vona að þessi þróun færi að berast hingað til lands. „Nú þarf þetta líka bara að skila sér hingað heim finnst mér. Þessar stelpur eru að spila margar hverjar hérna heima og mér finnst búin að vera ógeðslega léleg mæting á vellina í sumar. Og mér finnst það sorglegt miðað við þróunina allstaðar annars staðar í heiminum. Mér finnst þetta ekki bara eiga við um kvennaboltann heldur eiginlega bara báðar deildirnar. Sérstaklega finnst mér þetta samt soglegt út af þróuninni sem á sér stað núna í kringum kvennaboltann, en mér finnst við ekki vera að pikka það upp.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
„Ég hefði ekkert alveg séð það fyrir mér fyrir nokkrum árum að árið 2022 myndum við slá met - 92 þúsund á vellinum - en þetta er ótrúlegt,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. Hún var þá að vitna í leiki kvennaliðs Barcelona í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið fyllti Nou Camp, heimavöll karlaliðsins. „Þetta er rosalega hröð þróun núna, alveg rosalega hröð. Sem er náttúrulega bara geggjað,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, einn af sérfræðingum þáttarins. „Vá hvað ég væri til í að vera ennþá spilandi og fá að taka þátt í þessu af því að þetta er eitthvað sem maður svona vonaði að myndi gerast örlítið fyrr, en er alveg geggjað.“ „Þetta sýnir líka bara það að þegar þú býrð til réttar aðstæður þá kemur fólkið. Mér finnst þetta sýna það að það var bara tekin ákvörðun þar sem var sagt að við ætlum að spila á þessum leikvöngum og við ætlum að fylla þá. Þetta er bara ákvörðun.“ „Mér finnst við alltaf lenda í sama farinu. Það er alltaf verið að bíða eftir einhverri eftirspurn, og eftir hverju? Mér finnst það ótrúlega heimskulegt og mér finnst svo gott að við séum kominn á þennan stað,“ sagði Harpa. „Bjóddu upp á vöruna og fólkið er klárt,“ bætti Mist Rúnarsdóttir við áður en Sonný Lára Þráinsdóttir greip boltann á lofti. „Það hefur sýnt sig núna þar sem er verið að slá þessi áhorfendamet að það er verið að færa þessa leiki á stærri leikvanga og þeir eru að fyllast og áhorfendum er að fjölga,“ sagði Sonný Lára. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um áhorfendur Harpa tók þá aftur við og sagðist vona að þessi þróun færi að berast hingað til lands. „Nú þarf þetta líka bara að skila sér hingað heim finnst mér. Þessar stelpur eru að spila margar hverjar hérna heima og mér finnst búin að vera ógeðslega léleg mæting á vellina í sumar. Og mér finnst það sorglegt miðað við þróunina allstaðar annars staðar í heiminum. Mér finnst þetta ekki bara eiga við um kvennaboltann heldur eiginlega bara báðar deildirnar. Sérstaklega finnst mér þetta samt soglegt út af þróuninni sem á sér stað núna í kringum kvennaboltann, en mér finnst við ekki vera að pikka það upp.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira