„Mér finnst búin að vera ógeðslega léleg mæting á vellina í sumar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. júní 2022 23:31 Sérfræðingum Bestu markanna þykir vanta áhorfendur á vellina í Bestu-deild kvenna. Stöð 2 sport Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Bestu markanna fóru yfir áhorfendatölur á leikjum Bestu-deildar kvenna í fótbolta í síðasta þætti sínum. Þær stöllur voru sammála því að mögulega væri áhorfendum að fækka á Íslandi, þvert á það sem er að gerast annars staðar í Evrópu. „Ég hefði ekkert alveg séð það fyrir mér fyrir nokkrum árum að árið 2022 myndum við slá met - 92 þúsund á vellinum - en þetta er ótrúlegt,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. Hún var þá að vitna í leiki kvennaliðs Barcelona í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið fyllti Nou Camp, heimavöll karlaliðsins. „Þetta er rosalega hröð þróun núna, alveg rosalega hröð. Sem er náttúrulega bara geggjað,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, einn af sérfræðingum þáttarins. „Vá hvað ég væri til í að vera ennþá spilandi og fá að taka þátt í þessu af því að þetta er eitthvað sem maður svona vonaði að myndi gerast örlítið fyrr, en er alveg geggjað.“ „Þetta sýnir líka bara það að þegar þú býrð til réttar aðstæður þá kemur fólkið. Mér finnst þetta sýna það að það var bara tekin ákvörðun þar sem var sagt að við ætlum að spila á þessum leikvöngum og við ætlum að fylla þá. Þetta er bara ákvörðun.“ „Mér finnst við alltaf lenda í sama farinu. Það er alltaf verið að bíða eftir einhverri eftirspurn, og eftir hverju? Mér finnst það ótrúlega heimskulegt og mér finnst svo gott að við séum kominn á þennan stað,“ sagði Harpa. „Bjóddu upp á vöruna og fólkið er klárt,“ bætti Mist Rúnarsdóttir við áður en Sonný Lára Þráinsdóttir greip boltann á lofti. „Það hefur sýnt sig núna þar sem er verið að slá þessi áhorfendamet að það er verið að færa þessa leiki á stærri leikvanga og þeir eru að fyllast og áhorfendum er að fjölga,“ sagði Sonný Lára. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um áhorfendur Harpa tók þá aftur við og sagðist vona að þessi þróun færi að berast hingað til lands. „Nú þarf þetta líka bara að skila sér hingað heim finnst mér. Þessar stelpur eru að spila margar hverjar hérna heima og mér finnst búin að vera ógeðslega léleg mæting á vellina í sumar. Og mér finnst það sorglegt miðað við þróunina allstaðar annars staðar í heiminum. Mér finnst þetta ekki bara eiga við um kvennaboltann heldur eiginlega bara báðar deildirnar. Sérstaklega finnst mér þetta samt soglegt út af þróuninni sem á sér stað núna í kringum kvennaboltann, en mér finnst við ekki vera að pikka það upp.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
„Ég hefði ekkert alveg séð það fyrir mér fyrir nokkrum árum að árið 2022 myndum við slá met - 92 þúsund á vellinum - en þetta er ótrúlegt,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. Hún var þá að vitna í leiki kvennaliðs Barcelona í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið fyllti Nou Camp, heimavöll karlaliðsins. „Þetta er rosalega hröð þróun núna, alveg rosalega hröð. Sem er náttúrulega bara geggjað,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, einn af sérfræðingum þáttarins. „Vá hvað ég væri til í að vera ennþá spilandi og fá að taka þátt í þessu af því að þetta er eitthvað sem maður svona vonaði að myndi gerast örlítið fyrr, en er alveg geggjað.“ „Þetta sýnir líka bara það að þegar þú býrð til réttar aðstæður þá kemur fólkið. Mér finnst þetta sýna það að það var bara tekin ákvörðun þar sem var sagt að við ætlum að spila á þessum leikvöngum og við ætlum að fylla þá. Þetta er bara ákvörðun.“ „Mér finnst við alltaf lenda í sama farinu. Það er alltaf verið að bíða eftir einhverri eftirspurn, og eftir hverju? Mér finnst það ótrúlega heimskulegt og mér finnst svo gott að við séum kominn á þennan stað,“ sagði Harpa. „Bjóddu upp á vöruna og fólkið er klárt,“ bætti Mist Rúnarsdóttir við áður en Sonný Lára Þráinsdóttir greip boltann á lofti. „Það hefur sýnt sig núna þar sem er verið að slá þessi áhorfendamet að það er verið að færa þessa leiki á stærri leikvanga og þeir eru að fyllast og áhorfendum er að fjölga,“ sagði Sonný Lára. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um áhorfendur Harpa tók þá aftur við og sagðist vona að þessi þróun færi að berast hingað til lands. „Nú þarf þetta líka bara að skila sér hingað heim finnst mér. Þessar stelpur eru að spila margar hverjar hérna heima og mér finnst búin að vera ógeðslega léleg mæting á vellina í sumar. Og mér finnst það sorglegt miðað við þróunina allstaðar annars staðar í heiminum. Mér finnst þetta ekki bara eiga við um kvennaboltann heldur eiginlega bara báðar deildirnar. Sérstaklega finnst mér þetta samt soglegt út af þróuninni sem á sér stað núna í kringum kvennaboltann, en mér finnst við ekki vera að pikka það upp.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira