Opnar sig um sjálfsvígstilraun: „Þetta er villa í hugarkerfinu!“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 24. júní 2022 11:32 Spákonan Sigga kling opnaði sig óvænt um sjálfsvígstilraun í kjölfar ástarsorgar í þættinum Veislan á FM957. Aðsent/Silla Páls Það má segja að spákonan Sigga Kling hafi gert Gústa B kjaftstopp þegar hún svaraði spurninum í viðtalsliðnum Hitasætið í þættinum Veislan á FM957. Í Hitasætinu, sem er yfirleitt viðtalsliður á léttu nótunum, svara gestir óvæntum persónulegum spurningum en fyrsta spurningin til Siggu var hvort að hún hafi einhvern tíma lent í ástarsorg. Átján ára í alvarlegri ástarsorg Eins og einlægt og heiðarlegt svar Siggu sýndi svo réttilega getur ástarsorg haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks, eins og hún sjálf upplifði á eigin skinni ung að aldri. „Já, þá var ég átján ára og ég reyndi þá að drepa mig.“ Svarið kom eðlilega mikið á Gústa og Sigga hélt áfram að útskýra. Þegar maður er ungur þá heldur maður að þessi ást, þessi fyrsta ást sé allt. Ég varð svo sorgmædd að ég var búin að safna saman pillum og át þær allar. Vill deila reynslunni til að reyna að hjálpa öðrum í sömu stöðu Sigga segist í örvæntingu sinni hafa verið búin að skrifa skilaboð til allra sem henni stóðu næst en hún hafi ekki viljað skilja neinn útundan. „Svo skreið ég einhvern veginn út úr húsinu og fannst svo á einhverjum stigagangi og var sett inn á bráðamóttöku.“ Sigga segir að það megi ekki vanmeta þessar sterku tilfinningar sem fólk geti fundið fyrir í ástarsorg og þá sérstaklega þegar um fyrstu ástina er að ræða. Þetta sé að mörgu leyti „rugl hugsun“ og einhvers konar áráttuþráhyggja. Það verður allt betra! En þetta var hryllingur og ég man ekki eftir verri tilfinningum, samt hef ég nú lent í mörgu. Sigga segir ástæðuna fyrir því að hún deili reynslu sinni vera að það séu svo alltof margir sem geri sér eitthvað í ástarsorg. Að í þessari miklu vanlíðan geti fólk oft ekki gert sér grein fyrir því að hugsunin og upplifunin sé í raun röng. „Fólk þarf að muna að þetta er villa! Þetta er villa í hugarkerfinu!“ Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni. FM957 Geðheilbrigði Ástin og lífið Tengdar fréttir Þórdís um vandræðalegasta stefnumótið: „Ég hugsaði bara, ekki fokking snerta mig!“ „Ég er strax byrjuð að svitna á efri vörinni,“ segir leikkonan Þórdís Björk í byrjun viðtalsliðsins Hitasætið í Veislunni með Gústa B. 15. júní 2022 12:30 Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Sjá meira
Í Hitasætinu, sem er yfirleitt viðtalsliður á léttu nótunum, svara gestir óvæntum persónulegum spurningum en fyrsta spurningin til Siggu var hvort að hún hafi einhvern tíma lent í ástarsorg. Átján ára í alvarlegri ástarsorg Eins og einlægt og heiðarlegt svar Siggu sýndi svo réttilega getur ástarsorg haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks, eins og hún sjálf upplifði á eigin skinni ung að aldri. „Já, þá var ég átján ára og ég reyndi þá að drepa mig.“ Svarið kom eðlilega mikið á Gústa og Sigga hélt áfram að útskýra. Þegar maður er ungur þá heldur maður að þessi ást, þessi fyrsta ást sé allt. Ég varð svo sorgmædd að ég var búin að safna saman pillum og át þær allar. Vill deila reynslunni til að reyna að hjálpa öðrum í sömu stöðu Sigga segist í örvæntingu sinni hafa verið búin að skrifa skilaboð til allra sem henni stóðu næst en hún hafi ekki viljað skilja neinn útundan. „Svo skreið ég einhvern veginn út úr húsinu og fannst svo á einhverjum stigagangi og var sett inn á bráðamóttöku.“ Sigga segir að það megi ekki vanmeta þessar sterku tilfinningar sem fólk geti fundið fyrir í ástarsorg og þá sérstaklega þegar um fyrstu ástina er að ræða. Þetta sé að mörgu leyti „rugl hugsun“ og einhvers konar áráttuþráhyggja. Það verður allt betra! En þetta var hryllingur og ég man ekki eftir verri tilfinningum, samt hef ég nú lent í mörgu. Sigga segir ástæðuna fyrir því að hún deili reynslu sinni vera að það séu svo alltof margir sem geri sér eitthvað í ástarsorg. Að í þessari miklu vanlíðan geti fólk oft ekki gert sér grein fyrir því að hugsunin og upplifunin sé í raun röng. „Fólk þarf að muna að þetta er villa! Þetta er villa í hugarkerfinu!“ Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
FM957 Geðheilbrigði Ástin og lífið Tengdar fréttir Þórdís um vandræðalegasta stefnumótið: „Ég hugsaði bara, ekki fokking snerta mig!“ „Ég er strax byrjuð að svitna á efri vörinni,“ segir leikkonan Þórdís Björk í byrjun viðtalsliðsins Hitasætið í Veislunni með Gústa B. 15. júní 2022 12:30 Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Sjá meira
Þórdís um vandræðalegasta stefnumótið: „Ég hugsaði bara, ekki fokking snerta mig!“ „Ég er strax byrjuð að svitna á efri vörinni,“ segir leikkonan Þórdís Björk í byrjun viðtalsliðsins Hitasætið í Veislunni með Gústa B. 15. júní 2022 12:30