Opnar sig um sjálfsvígstilraun: „Þetta er villa í hugarkerfinu!“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 24. júní 2022 11:32 Spákonan Sigga kling opnaði sig óvænt um sjálfsvígstilraun í kjölfar ástarsorgar í þættinum Veislan á FM957. Aðsent/Silla Páls Það má segja að spákonan Sigga Kling hafi gert Gústa B kjaftstopp þegar hún svaraði spurninum í viðtalsliðnum Hitasætið í þættinum Veislan á FM957. Í Hitasætinu, sem er yfirleitt viðtalsliður á léttu nótunum, svara gestir óvæntum persónulegum spurningum en fyrsta spurningin til Siggu var hvort að hún hafi einhvern tíma lent í ástarsorg. Átján ára í alvarlegri ástarsorg Eins og einlægt og heiðarlegt svar Siggu sýndi svo réttilega getur ástarsorg haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks, eins og hún sjálf upplifði á eigin skinni ung að aldri. „Já, þá var ég átján ára og ég reyndi þá að drepa mig.“ Svarið kom eðlilega mikið á Gústa og Sigga hélt áfram að útskýra. Þegar maður er ungur þá heldur maður að þessi ást, þessi fyrsta ást sé allt. Ég varð svo sorgmædd að ég var búin að safna saman pillum og át þær allar. Vill deila reynslunni til að reyna að hjálpa öðrum í sömu stöðu Sigga segist í örvæntingu sinni hafa verið búin að skrifa skilaboð til allra sem henni stóðu næst en hún hafi ekki viljað skilja neinn útundan. „Svo skreið ég einhvern veginn út úr húsinu og fannst svo á einhverjum stigagangi og var sett inn á bráðamóttöku.“ Sigga segir að það megi ekki vanmeta þessar sterku tilfinningar sem fólk geti fundið fyrir í ástarsorg og þá sérstaklega þegar um fyrstu ástina er að ræða. Þetta sé að mörgu leyti „rugl hugsun“ og einhvers konar áráttuþráhyggja. Það verður allt betra! En þetta var hryllingur og ég man ekki eftir verri tilfinningum, samt hef ég nú lent í mörgu. Sigga segir ástæðuna fyrir því að hún deili reynslu sinni vera að það séu svo alltof margir sem geri sér eitthvað í ástarsorg. Að í þessari miklu vanlíðan geti fólk oft ekki gert sér grein fyrir því að hugsunin og upplifunin sé í raun röng. „Fólk þarf að muna að þetta er villa! Þetta er villa í hugarkerfinu!“ Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni. FM957 Geðheilbrigði Ástin og lífið Tengdar fréttir Þórdís um vandræðalegasta stefnumótið: „Ég hugsaði bara, ekki fokking snerta mig!“ „Ég er strax byrjuð að svitna á efri vörinni,“ segir leikkonan Þórdís Björk í byrjun viðtalsliðsins Hitasætið í Veislunni með Gústa B. 15. júní 2022 12:30 Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Fleiri fréttir Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Sjá meira
Í Hitasætinu, sem er yfirleitt viðtalsliður á léttu nótunum, svara gestir óvæntum persónulegum spurningum en fyrsta spurningin til Siggu var hvort að hún hafi einhvern tíma lent í ástarsorg. Átján ára í alvarlegri ástarsorg Eins og einlægt og heiðarlegt svar Siggu sýndi svo réttilega getur ástarsorg haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks, eins og hún sjálf upplifði á eigin skinni ung að aldri. „Já, þá var ég átján ára og ég reyndi þá að drepa mig.“ Svarið kom eðlilega mikið á Gústa og Sigga hélt áfram að útskýra. Þegar maður er ungur þá heldur maður að þessi ást, þessi fyrsta ást sé allt. Ég varð svo sorgmædd að ég var búin að safna saman pillum og át þær allar. Vill deila reynslunni til að reyna að hjálpa öðrum í sömu stöðu Sigga segist í örvæntingu sinni hafa verið búin að skrifa skilaboð til allra sem henni stóðu næst en hún hafi ekki viljað skilja neinn útundan. „Svo skreið ég einhvern veginn út úr húsinu og fannst svo á einhverjum stigagangi og var sett inn á bráðamóttöku.“ Sigga segir að það megi ekki vanmeta þessar sterku tilfinningar sem fólk geti fundið fyrir í ástarsorg og þá sérstaklega þegar um fyrstu ástina er að ræða. Þetta sé að mörgu leyti „rugl hugsun“ og einhvers konar áráttuþráhyggja. Það verður allt betra! En þetta var hryllingur og ég man ekki eftir verri tilfinningum, samt hef ég nú lent í mörgu. Sigga segir ástæðuna fyrir því að hún deili reynslu sinni vera að það séu svo alltof margir sem geri sér eitthvað í ástarsorg. Að í þessari miklu vanlíðan geti fólk oft ekki gert sér grein fyrir því að hugsunin og upplifunin sé í raun röng. „Fólk þarf að muna að þetta er villa! Þetta er villa í hugarkerfinu!“ Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
FM957 Geðheilbrigði Ástin og lífið Tengdar fréttir Þórdís um vandræðalegasta stefnumótið: „Ég hugsaði bara, ekki fokking snerta mig!“ „Ég er strax byrjuð að svitna á efri vörinni,“ segir leikkonan Þórdís Björk í byrjun viðtalsliðsins Hitasætið í Veislunni með Gústa B. 15. júní 2022 12:30 Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Fleiri fréttir Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Sjá meira
Þórdís um vandræðalegasta stefnumótið: „Ég hugsaði bara, ekki fokking snerta mig!“ „Ég er strax byrjuð að svitna á efri vörinni,“ segir leikkonan Þórdís Björk í byrjun viðtalsliðsins Hitasætið í Veislunni með Gústa B. 15. júní 2022 12:30