Vaktin: Loftárás á verslunarmiðstöð í Kremenchuk Hólmfríður Gísladóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 27. júní 2022 08:31 Skjáskot af myndbandi sem birt var af verslunarmiðstöðinni í Kremenchuk. Óttast er að tala látinna sé ansi há en talið er að rúmlega eitt þúsund manns hafi verið inni í miðstöðinni þegar árásin varð. Kyiv Independent Serhai Haidai, ríkisstjóri Luhansk, hefur hvatt íbúa Lysychansk til að yfirgefa borgina og segir ástandið afar erfitt. „Bjargið sjálfum ykkur og ástvinum. Passið upp á börnin. Þið getið verið fullviss um að það verður séð um ykkur í öruggum borgum Úkraínu.“ Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Loftskeyti hefur hæft verslunarmiðstöð í Kremenchuk. Rúmlega eitt þúsund manns eru sagðir hafa verið inni í miðstöðinni þegar árásin varð. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði leiðtogafund G7 í dag. Hann er sagður hafa biðlað til bandamanna um aðstoð til að binda enda á stríðið fyrir árslok. Stjórnvöld á Bretlandseyjum segjast vera að aðstoða Úkraínumenn við að freista þess að búa til landbrú til að koma kornvöru frá landinu. Umhverfismálaráðherra Breta virtist í morgun taka undir ásakanir Úkraínumanna um að Rússar væru að stela kornbirgðum landsins. Bloomberg greinir frá því að svo virðist sem Rússland hafi ekki innt af hendi vaxtagreiðslur af skuldabréfum sem voru á gjalddaga í gær. Ef það er rétt er um að ræða fyrsta skiptið sem ríkið stendur ekki skil á skuldum sínum frá 1917. Reuters segir að Bandaríkjamenn muni greina frá því í vikunni að þeir hafi keypt háþróað eldflaugavarnakerfi fyrir Úkraínu.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Loftskeyti hefur hæft verslunarmiðstöð í Kremenchuk. Rúmlega eitt þúsund manns eru sagðir hafa verið inni í miðstöðinni þegar árásin varð. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði leiðtogafund G7 í dag. Hann er sagður hafa biðlað til bandamanna um aðstoð til að binda enda á stríðið fyrir árslok. Stjórnvöld á Bretlandseyjum segjast vera að aðstoða Úkraínumenn við að freista þess að búa til landbrú til að koma kornvöru frá landinu. Umhverfismálaráðherra Breta virtist í morgun taka undir ásakanir Úkraínumanna um að Rússar væru að stela kornbirgðum landsins. Bloomberg greinir frá því að svo virðist sem Rússland hafi ekki innt af hendi vaxtagreiðslur af skuldabréfum sem voru á gjalddaga í gær. Ef það er rétt er um að ræða fyrsta skiptið sem ríkið stendur ekki skil á skuldum sínum frá 1917. Reuters segir að Bandaríkjamenn muni greina frá því í vikunni að þeir hafi keypt háþróað eldflaugavarnakerfi fyrir Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira