Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Bjarki Sigurðsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 27. júní 2022 19:00 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir stöðu mála í Bandaríkjunum varðandi þungunarrof vera ömurlega. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. Í síðustu viku sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Nú hafa ríki í landinu frjálsari hendur til að setja takmarkanir í þungunarrof eða banna það alfarið. Aðstoðarmaður Jóns, Brynjar Níelsson, hefur tjáð sig um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir meðal annars að þungunarrof sé ekki mannréttindi og að rangfærslur og misskilningur séu áberandi í umræðunni um dóm Hæstarétts Bandaríkjanna. „Hæstiréttur Bandaríkjanna er einfaldlega að segja að þungunarrof sé ekki stjórnarskrárvarinn réttur heldur er það kjörinna fulltrúa að ákveða með lögum réttindi til þungunarrofs og reglur þar um. Þannig virkar nefnilega lýðræðið,“ skrifaði Brynjar á Facebook-síðu sína. Í samtali við fréttastofu segir Jón að hann hafi ekki fylgst með skrifum aðstoðarmanns síns. „Ég get bara sagt um þetta mál að mér finnst þessi þróun í Bandaríkjunum vera mjög sérstök og ömurleg. Það á að vera sjálfsagður réttur kvenna að geta leitað eftir þungunarrofi, svo langt sem það nær,“ segir Jón. Ákvörðunin snúist um tímamörk Jón, ásamt fleiri þingmönnum, greiddi atkvæði gegn svokölluðu þungunarrofsfrumvarpi á Alþingi árið 2019 en hann segir að það hafi verið mikið gert úr þessari ákvörðun hans. „Það var auðvitað gert á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir því að fóstureyðing gæti átt sér stað alveg fram á síðustu viku fyrir barnsburð. Það töldum við nokkrir þingmenn ekki vera eðlilegt. Við teljum að það hljóti að vera á þessu tímamörk, nema lífi móður sé ógnað. Einhvern tímann í þessu ferli myndist réttur fósturs til lífs. Um það snýst þetta mál, hvar ætlar þú að setja þau tímamörk, hversu marga mánuði þarf kona að vera gengin þar til að fóstur eignast rétt til lífs,“ segir ráðherrann. Ísland ekki nálægt slíkri umræðu Hann segir að sem betur fer sé Ísland ekki nálægt svipaðri umræðu og nú er í gangi í Bandaríkjunum. „Það er svo langur vegur frá því að við séum eitthvað á móti þungunarrofi eða fóstureyðingu ef svo ber undir. Það á að vera sjálfsákvörðunarréttur kvenna upp að ákveðnu marki.“ Uppfært 28. júní: Tekið skal fram að þau lög sem samþykkt voru á þingi árið 2019 og Jón greiddi atkvæði gegn kváðu á um að þunugnarrof væri heimilt til loka 22. viku meðgöngu en ekki fram að síðustu viku meðgöngu eins og Jón nefndi í viðtalinu. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir þessi orð sín: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þungunarrof Reykjavík síðdegis Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Í síðustu viku sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Nú hafa ríki í landinu frjálsari hendur til að setja takmarkanir í þungunarrof eða banna það alfarið. Aðstoðarmaður Jóns, Brynjar Níelsson, hefur tjáð sig um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir meðal annars að þungunarrof sé ekki mannréttindi og að rangfærslur og misskilningur séu áberandi í umræðunni um dóm Hæstarétts Bandaríkjanna. „Hæstiréttur Bandaríkjanna er einfaldlega að segja að þungunarrof sé ekki stjórnarskrárvarinn réttur heldur er það kjörinna fulltrúa að ákveða með lögum réttindi til þungunarrofs og reglur þar um. Þannig virkar nefnilega lýðræðið,“ skrifaði Brynjar á Facebook-síðu sína. Í samtali við fréttastofu segir Jón að hann hafi ekki fylgst með skrifum aðstoðarmanns síns. „Ég get bara sagt um þetta mál að mér finnst þessi þróun í Bandaríkjunum vera mjög sérstök og ömurleg. Það á að vera sjálfsagður réttur kvenna að geta leitað eftir þungunarrofi, svo langt sem það nær,“ segir Jón. Ákvörðunin snúist um tímamörk Jón, ásamt fleiri þingmönnum, greiddi atkvæði gegn svokölluðu þungunarrofsfrumvarpi á Alþingi árið 2019 en hann segir að það hafi verið mikið gert úr þessari ákvörðun hans. „Það var auðvitað gert á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir því að fóstureyðing gæti átt sér stað alveg fram á síðustu viku fyrir barnsburð. Það töldum við nokkrir þingmenn ekki vera eðlilegt. Við teljum að það hljóti að vera á þessu tímamörk, nema lífi móður sé ógnað. Einhvern tímann í þessu ferli myndist réttur fósturs til lífs. Um það snýst þetta mál, hvar ætlar þú að setja þau tímamörk, hversu marga mánuði þarf kona að vera gengin þar til að fóstur eignast rétt til lífs,“ segir ráðherrann. Ísland ekki nálægt slíkri umræðu Hann segir að sem betur fer sé Ísland ekki nálægt svipaðri umræðu og nú er í gangi í Bandaríkjunum. „Það er svo langur vegur frá því að við séum eitthvað á móti þungunarrofi eða fóstureyðingu ef svo ber undir. Það á að vera sjálfsákvörðunarréttur kvenna upp að ákveðnu marki.“ Uppfært 28. júní: Tekið skal fram að þau lög sem samþykkt voru á þingi árið 2019 og Jón greiddi atkvæði gegn kváðu á um að þunugnarrof væri heimilt til loka 22. viku meðgöngu en ekki fram að síðustu viku meðgöngu eins og Jón nefndi í viðtalinu. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir þessi orð sín:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þungunarrof Reykjavík síðdegis Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira