Glódís Perla stjarnan í nýju EM-auglýsingunni: Mikið í boði úti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2022 08:31 Glódís Perla Viggósdóttir í leik með íslenska landsliðinu á móti Nýja Sjálandi á SheBelievesCup. Getty/Ric Tapia Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir viðurkennir að hún hafi ekki áttað sig á því hversu mikil vinna færi að gera auglýsingu. Glódís er í aðalhlutverki í nýrri EM-auglýsingu N1. Það styttist óðum í Evrópumótið í Englandi þar sem Glódís Perla verður í lykilhlutverki í vörn íslenska landsliðsins. Eins og oft áður þegar Ísland er á stórmóti í fótbolta þá nýtti fyrirtæki á Íslandi tækifærið til að gera auglýsingu tengdri mótinu. N1 leyfði gestum á fésbókasíðu fyrirtækisins að kíkja á bak við tjöldin við gerð nýju EM-auglýsingarinnar. Hannes Þór Halldórsson, leikjahæsti landsliðsmarkvörður karlaliðs Íslands frá upphafi, er leikstjóri hennar en hann þekkir það vel að búa til flottar fótboltaauglýsingar. Hannes skrifaði auglýsinguna og nýtti sér það mikið úr sínum reynslubolta sem atvinnumaður og landsliðsmaður. Þar er líka rætt við Glódísi Perlu en upptökur á auglýsingunni fóru meðal annars fram í München í Þýskalandi þar sem hún spilar með stórliði Bayern München. Kíktu á bak við tjöldin við gerð nýju EM-auglýsingarinnar okkar. Það er svo magnað að sjá hvernig Hannes og hans lið...Posted by N1 on Föstudagur, 24. júní 2022 „Þessi auglýsing sýnir frá minni vegferð, frá því að ég er ung í HK þar til að ég er kominn til stórliðsins Bayern München,“ sagði Glódís Perla. „Upplifun mín af því að vera í svona auglýsingu er mjög góð. Þetta er stórt og mikið ferli, miklu meira en ég bjóst við eða gerði mér grein fyrir enda er maður að taka upp í marga klukkutíma fyrir einhverja sekúndur í einni senu,“ sagði Glódís. „Það er mikil vinna sem fer í svona auglýsingu og fólkið sem er að sjá um þetta á mikið hrós skilið. Þetta er mjög mikil vinna og vel unnið,“ sagði Glódís. „Ég vona að þessi auglýsing sé hvatning fyrir unga krakka og kannski stelpur sérstaklega að það er mikið í boði úti í heimi. Ef maður leggur á sig vinnuna þá getur maður náð stórum markmiðum og fengið að upplifa draumana sína,“ sagði Glódís. „Það þýðir ekkert að gefast upp í fyrsta skiptið sem eitthvað gengur ekki upp eða það koma einhver mistök. Þá verður maður að halda áfram og áfram og áfram og finna leiðir þar til að maður kemst þar sem maður vill vera,“ sagði Glódís. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira
Það styttist óðum í Evrópumótið í Englandi þar sem Glódís Perla verður í lykilhlutverki í vörn íslenska landsliðsins. Eins og oft áður þegar Ísland er á stórmóti í fótbolta þá nýtti fyrirtæki á Íslandi tækifærið til að gera auglýsingu tengdri mótinu. N1 leyfði gestum á fésbókasíðu fyrirtækisins að kíkja á bak við tjöldin við gerð nýju EM-auglýsingarinnar. Hannes Þór Halldórsson, leikjahæsti landsliðsmarkvörður karlaliðs Íslands frá upphafi, er leikstjóri hennar en hann þekkir það vel að búa til flottar fótboltaauglýsingar. Hannes skrifaði auglýsinguna og nýtti sér það mikið úr sínum reynslubolta sem atvinnumaður og landsliðsmaður. Þar er líka rætt við Glódísi Perlu en upptökur á auglýsingunni fóru meðal annars fram í München í Þýskalandi þar sem hún spilar með stórliði Bayern München. Kíktu á bak við tjöldin við gerð nýju EM-auglýsingarinnar okkar. Það er svo magnað að sjá hvernig Hannes og hans lið...Posted by N1 on Föstudagur, 24. júní 2022 „Þessi auglýsing sýnir frá minni vegferð, frá því að ég er ung í HK þar til að ég er kominn til stórliðsins Bayern München,“ sagði Glódís Perla. „Upplifun mín af því að vera í svona auglýsingu er mjög góð. Þetta er stórt og mikið ferli, miklu meira en ég bjóst við eða gerði mér grein fyrir enda er maður að taka upp í marga klukkutíma fyrir einhverja sekúndur í einni senu,“ sagði Glódís. „Það er mikil vinna sem fer í svona auglýsingu og fólkið sem er að sjá um þetta á mikið hrós skilið. Þetta er mjög mikil vinna og vel unnið,“ sagði Glódís. „Ég vona að þessi auglýsing sé hvatning fyrir unga krakka og kannski stelpur sérstaklega að það er mikið í boði úti í heimi. Ef maður leggur á sig vinnuna þá getur maður náð stórum markmiðum og fengið að upplifa draumana sína,“ sagði Glódís. „Það þýðir ekkert að gefast upp í fyrsta skiptið sem eitthvað gengur ekki upp eða það koma einhver mistök. Þá verður maður að halda áfram og áfram og áfram og finna leiðir þar til að maður kemst þar sem maður vill vera,“ sagði Glódís.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira