Seinka tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2022 12:51 Teikning sem sýnir stoppistöð við Hamraborg, sem er á dagskrá fyrstu lotu Borgarlínunnar. Verkefnastofa Borgarlínunnar hefur ákveðið að framkvæmdalok fyrstu lotu Borgarlínunnar verði tvískipt. Áður var reiknað með að fyrsta lotan yrði tilbúin seinni hluta ársins 2025. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdalok tvískiptrar fyrstu lotu verði 2026 og 2027. Þetta kemur fram á vef Borgarlínunnar þar sem segir að aðundanförnu hafi tímaáætlanir framkvæmda vegna fyrstu lotu Borgarlínu verið til endurskoðunar hjá Verkefnastofu Borgarlínunnar. Þegar frumdrög að fyrstu lotu Borgarlínunnar, frá Ártúnshöfða að Hamraborg, voru kynntar, stóðu vonir til að framkvæmdir myndu hefjast í fyrsta lagi 2023 og fyrsti vagninn gæti farið þessa leið seinni hluta ársins 2025. Fyrsta lota Borgarlínunnar mun ná frá Ártúnshöfða og niður í miðbæ. Þaðan fer hún um miðborgina, yfir í Vatnsmýrina, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan upp í Hamraborg. Fyrsta lota Borgarlínunnar. Á vef Borgarlínunnar segir að uppfærð áætlanir miði við að framkvæmdalok fyrstu lotu verði tvískipt. Leggurinn Hamraborg-Miðbær verði tilbúinn árið 2026 og leggurinn Ártúnshöfði-Miðbær verði tilbúinn 2027. Verkefnið er tæknilega flókið og þarf að stilla ýmsa þætti þess saman með öðrum verkefnum Samgöngusáttmálans sem fram undan eru eða eru þegar hafin. Þá hafa COVID-19 faraldurinn og stríðið í Úkraínu haft áhrif á virðiskeðjur, segir á vef Borgarlínunar. Þar kemur einnig fram að í haust hefjist fyrstu framkvæmdir vegna Borgarlínunnar, þegar byrjað verður á landfyllingu fyrir nýja Fossvogsbrú. Gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin í lok árs 2024. Uppfærð tímalína framkvæmda við fyrstu lotu. Á vef Borgarlínunnar segir jafnframt að undirbúningur við aðrar lotur Borgarlínunnar sé að hefjast. Sú vinna muni standa yfir fram á næsta ár. Fyrsta lota Borgarlínunnar er sú lengsta, eða um 14,5 km. Aðrar lotur eru styttri og þær munu vinnast samhliða lotu eitt. Áfram er þó gert ráð fyrir að vagnar Borgarlínunnar muni hefja akstur á leiðinni Hamraborg - HÍ á árinu 2025. Borgarlína Reykjavík Kópavogur Samgöngur Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Borgarlínunnar þar sem segir að aðundanförnu hafi tímaáætlanir framkvæmda vegna fyrstu lotu Borgarlínu verið til endurskoðunar hjá Verkefnastofu Borgarlínunnar. Þegar frumdrög að fyrstu lotu Borgarlínunnar, frá Ártúnshöfða að Hamraborg, voru kynntar, stóðu vonir til að framkvæmdir myndu hefjast í fyrsta lagi 2023 og fyrsti vagninn gæti farið þessa leið seinni hluta ársins 2025. Fyrsta lota Borgarlínunnar mun ná frá Ártúnshöfða og niður í miðbæ. Þaðan fer hún um miðborgina, yfir í Vatnsmýrina, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan upp í Hamraborg. Fyrsta lota Borgarlínunnar. Á vef Borgarlínunnar segir að uppfærð áætlanir miði við að framkvæmdalok fyrstu lotu verði tvískipt. Leggurinn Hamraborg-Miðbær verði tilbúinn árið 2026 og leggurinn Ártúnshöfði-Miðbær verði tilbúinn 2027. Verkefnið er tæknilega flókið og þarf að stilla ýmsa þætti þess saman með öðrum verkefnum Samgöngusáttmálans sem fram undan eru eða eru þegar hafin. Þá hafa COVID-19 faraldurinn og stríðið í Úkraínu haft áhrif á virðiskeðjur, segir á vef Borgarlínunar. Þar kemur einnig fram að í haust hefjist fyrstu framkvæmdir vegna Borgarlínunnar, þegar byrjað verður á landfyllingu fyrir nýja Fossvogsbrú. Gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin í lok árs 2024. Uppfærð tímalína framkvæmda við fyrstu lotu. Á vef Borgarlínunnar segir jafnframt að undirbúningur við aðrar lotur Borgarlínunnar sé að hefjast. Sú vinna muni standa yfir fram á næsta ár. Fyrsta lota Borgarlínunnar er sú lengsta, eða um 14,5 km. Aðrar lotur eru styttri og þær munu vinnast samhliða lotu eitt. Áfram er þó gert ráð fyrir að vagnar Borgarlínunnar muni hefja akstur á leiðinni Hamraborg - HÍ á árinu 2025.
Borgarlína Reykjavík Kópavogur Samgöngur Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Sjá meira