Talið nauðsynlegt að breyta umdeildu ákvæði í kosningalögunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2022 08:47 Kosið var eftir nýjum kosningalögum í fyrsta skipti í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að gera breytingar á nýjum kosningalögum sem tóku gildi um áramótin. Nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar eru sagðar hafa varpað ljósi á ýmislegt sem betur mætti fara. Nauðsynlegt er talið að breyta umdeildu ákvæði um hæfi kjörstjórna. Frestur til að gera athugasemdir og senda inn tillögur til dómsmálaráðuneytisins um það sem betur má fara í lögunum rennur út á morgun. Í samráðsgátt stjórnvalda er sérstaklega tekið fram að nauðsynlegt sé að gera breytingar á ákvæðum laganna um hæfi kjörstjórna og kjörstjóra. Ný kosningalög tóku gildi um áramótin. Í 18. grein laganna, þar sem kveður á um hæfi kjörstjórnarmanna, segir að fulltrúi í kjörstjórn teljist vanhæfur og beri að víkja sæti ef ... Maki kjörstjórnarmanns, sambúðarmaki, fyrrverandi sambúðarmaki eða skyldur eða mægður honum í beinan legg eða skyldur eða mægður honum að öðrum lið til hliðar eða tengdur honum með sama hætti vegna ættleiðingar. Þetta varð til þess að kjörstjórnir víða um land lentu í stökustu vandræðum með að manna kjörstjórnir, líkt og fjallað var um á Vísi í aðdraganda kosninganna. Átti þetta sérstaklega við í minni sveitarfélögum. Skýringarmynd sem sýnir hvað gerir kjörstjórnarmann vanhæfan samkvæmt gildandi kosningalögum. Þannig þurfti reynslumiklir kjörstjórnarmenn að víkja. Á Akranesi þurfti til dæmis allir aðalmenn í kjörstjórn að víkja sæti vegna fyrrgreindra tengsla við frambjóðendur. Sem fyrr segir er talið nauðsynlegt að bregðast við þessu og er stefnt að því að gera breytingar á kosningalögunum. Frestur til að gera athugasemd eða senda inn tillögu rennur út á morgun. Nú þegar hafa þrettán athugasemdir borist, þar á meðal frá yfirkjörstjórn Akureyrar þar sem því er fagnað að til standi að breyta ákvæðinu um hæfi kjörstjórna. Í umsögn sveitarfélagsins Fjarðarbyggðar, sem byggð er á ábendingum frá yfirkjörstjórn sveitarfélagsins, segir að líklega hafi það komið öllum á óvart hversi margir urðu vanhæfir vegna umrædds ákvæðis. Í Fjarðarbyggð hafi um 42 prósent af aðal- og varamönnum verið vanhæf, þar af fimm af átta formönnum kjörstjórna. Senda má inn umsögn í gegnum samráðsgátt stjórnvalda. Fresturinn rennur sem fyrr segir út á morgun. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir Kjörstjórnir í stökustu vandræðum víða um land Ljóst er að kjórstjórnir víða um land eru í stökustu vandræðum vegna nýrra hæfisviðmiðna nýrra kosningalaga. Formenn kjörstjórna syrgja ekki síst vana starfsmenn hafa gegnt lykilhlutverki á kjördag en hafa nú þurft að víkja sæti. 11. apríl 2022 11:45 Kjörstjórnir í uppnámi vegna hertra hæfisreglna Um þriðjungur þeirra sem skipa áttu kjörstjórnir í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru bullandi vanhæfir samkvæmt nýjum kosningalögum. 31. mars 2022 11:59 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
Frestur til að gera athugasemdir og senda inn tillögur til dómsmálaráðuneytisins um það sem betur má fara í lögunum rennur út á morgun. Í samráðsgátt stjórnvalda er sérstaklega tekið fram að nauðsynlegt sé að gera breytingar á ákvæðum laganna um hæfi kjörstjórna og kjörstjóra. Ný kosningalög tóku gildi um áramótin. Í 18. grein laganna, þar sem kveður á um hæfi kjörstjórnarmanna, segir að fulltrúi í kjörstjórn teljist vanhæfur og beri að víkja sæti ef ... Maki kjörstjórnarmanns, sambúðarmaki, fyrrverandi sambúðarmaki eða skyldur eða mægður honum í beinan legg eða skyldur eða mægður honum að öðrum lið til hliðar eða tengdur honum með sama hætti vegna ættleiðingar. Þetta varð til þess að kjörstjórnir víða um land lentu í stökustu vandræðum með að manna kjörstjórnir, líkt og fjallað var um á Vísi í aðdraganda kosninganna. Átti þetta sérstaklega við í minni sveitarfélögum. Skýringarmynd sem sýnir hvað gerir kjörstjórnarmann vanhæfan samkvæmt gildandi kosningalögum. Þannig þurfti reynslumiklir kjörstjórnarmenn að víkja. Á Akranesi þurfti til dæmis allir aðalmenn í kjörstjórn að víkja sæti vegna fyrrgreindra tengsla við frambjóðendur. Sem fyrr segir er talið nauðsynlegt að bregðast við þessu og er stefnt að því að gera breytingar á kosningalögunum. Frestur til að gera athugasemd eða senda inn tillögu rennur út á morgun. Nú þegar hafa þrettán athugasemdir borist, þar á meðal frá yfirkjörstjórn Akureyrar þar sem því er fagnað að til standi að breyta ákvæðinu um hæfi kjörstjórna. Í umsögn sveitarfélagsins Fjarðarbyggðar, sem byggð er á ábendingum frá yfirkjörstjórn sveitarfélagsins, segir að líklega hafi það komið öllum á óvart hversi margir urðu vanhæfir vegna umrædds ákvæðis. Í Fjarðarbyggð hafi um 42 prósent af aðal- og varamönnum verið vanhæf, þar af fimm af átta formönnum kjörstjórna. Senda má inn umsögn í gegnum samráðsgátt stjórnvalda. Fresturinn rennur sem fyrr segir út á morgun.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir Kjörstjórnir í stökustu vandræðum víða um land Ljóst er að kjórstjórnir víða um land eru í stökustu vandræðum vegna nýrra hæfisviðmiðna nýrra kosningalaga. Formenn kjörstjórna syrgja ekki síst vana starfsmenn hafa gegnt lykilhlutverki á kjördag en hafa nú þurft að víkja sæti. 11. apríl 2022 11:45 Kjörstjórnir í uppnámi vegna hertra hæfisreglna Um þriðjungur þeirra sem skipa áttu kjörstjórnir í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru bullandi vanhæfir samkvæmt nýjum kosningalögum. 31. mars 2022 11:59 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
Kjörstjórnir í stökustu vandræðum víða um land Ljóst er að kjórstjórnir víða um land eru í stökustu vandræðum vegna nýrra hæfisviðmiðna nýrra kosningalaga. Formenn kjörstjórna syrgja ekki síst vana starfsmenn hafa gegnt lykilhlutverki á kjördag en hafa nú þurft að víkja sæti. 11. apríl 2022 11:45
Kjörstjórnir í uppnámi vegna hertra hæfisreglna Um þriðjungur þeirra sem skipa áttu kjörstjórnir í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru bullandi vanhæfir samkvæmt nýjum kosningalögum. 31. mars 2022 11:59