Richarlison að ganga í raðir Tottenham Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júní 2022 15:01 Richarlison í baráttu við Christian Romero í vor. Þeir verða að öllum líkindum liðsfélagar á næsta tímabili. Tony McArdle/Everton FC via Getty Images Brasilíski framherjinn Richarlison er við það að ganga í raðir Tottenham Hotspur frá Everton, en félögin tvö hafa náð samkomulagi um kaupverð á leikmanninum. Samkvæmt heimildum Sky Sports greiðir Tottenham allt að 60 milljónir punda fyrir leikmanninn, en þar af eru um tíu milljónir í árangurstengdar bónusgreiðslur. Þá segja þessir sömu heimildarmenn að forráðamenn Everton hafi ekki verið mjög ánægði með verðið sem þeir fá fyrir framherjann. Vegna fjárhagsstöðu Everton hafi þeir þó þurft að taka tilboðinu til að standast reglur ensku úrvalsdeildarinnar um ágóða og sjálfbærni. Félagsskiptasérfærðingurinn Fabrizio Romano hefur einnig sagt frá félagsskiptunum á Twitter-síðu sinni þar sem hann lætur orðin „here we go“ fylgja með, en það þýðir yfirleitt að hann hafi fengið fréttirnar staðfestar. Tottenham have signed Richarlison on a permanent deal, here we go! First part of paperworks now signed with Everton, after full agreement on personal terms. 🚨⚪️🇧🇷 #THFCFee will be £50m guaranteed plus add-ons. Richarlison, on his way for medical tests in Brasil. Done deal. pic.twitter.com/r5zFOJPK1f— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 30, 2022 Richarlison mun ganga í gegnum læknisskoðun í heimalandi sínu, Brasilíu, á næstu dögum áður en félagsskiptin til Tottenham ganga endanlega í gegn. Hann verður fjórði leikmaðurinn sem Antonio Conte fær til liðsins í sumar, en áður höfðu markvörðurinn Fraser Forster, miðjumaðurinn Yves Bissouma og kantmaðurinn Ivan Perisic skrifað undir samninga við liðið. Richarlison var markahæsti leikmaður Everton á seinustu leiktíð með tíu mörk í 30 deildarleikjum. Alls hefur hann skorað 43 mörk í 135 leikjum fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni og þá á hann að baki 36 leiki fyrir brasilíska landsliðið þar sem hann hefur skorað 14 mörk. Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Samkvæmt heimildum Sky Sports greiðir Tottenham allt að 60 milljónir punda fyrir leikmanninn, en þar af eru um tíu milljónir í árangurstengdar bónusgreiðslur. Þá segja þessir sömu heimildarmenn að forráðamenn Everton hafi ekki verið mjög ánægði með verðið sem þeir fá fyrir framherjann. Vegna fjárhagsstöðu Everton hafi þeir þó þurft að taka tilboðinu til að standast reglur ensku úrvalsdeildarinnar um ágóða og sjálfbærni. Félagsskiptasérfærðingurinn Fabrizio Romano hefur einnig sagt frá félagsskiptunum á Twitter-síðu sinni þar sem hann lætur orðin „here we go“ fylgja með, en það þýðir yfirleitt að hann hafi fengið fréttirnar staðfestar. Tottenham have signed Richarlison on a permanent deal, here we go! First part of paperworks now signed with Everton, after full agreement on personal terms. 🚨⚪️🇧🇷 #THFCFee will be £50m guaranteed plus add-ons. Richarlison, on his way for medical tests in Brasil. Done deal. pic.twitter.com/r5zFOJPK1f— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 30, 2022 Richarlison mun ganga í gegnum læknisskoðun í heimalandi sínu, Brasilíu, á næstu dögum áður en félagsskiptin til Tottenham ganga endanlega í gegn. Hann verður fjórði leikmaðurinn sem Antonio Conte fær til liðsins í sumar, en áður höfðu markvörðurinn Fraser Forster, miðjumaðurinn Yves Bissouma og kantmaðurinn Ivan Perisic skrifað undir samninga við liðið. Richarlison var markahæsti leikmaður Everton á seinustu leiktíð með tíu mörk í 30 deildarleikjum. Alls hefur hann skorað 43 mörk í 135 leikjum fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni og þá á hann að baki 36 leiki fyrir brasilíska landsliðið þar sem hann hefur skorað 14 mörk.
Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira