Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2022 08:13 Naftali Bennett og Yair Lapid á ísraelska þinginu í gær þegar búið var að rjúfa þing og boða til kosninga. AP Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi. Lapid tekur við stöðu forsætisráðherra eftir að samsteypustjórnin, sem Lapid myndaði ásamt Bennett og fleirum, riðaði til falls í síðustu viku. Þingkosningarnar í nóvember verða þær fimmtu í landinu á innan við fjórum árum. Benjamín Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt að hann stefni að því að setjast í forsætisráðherrastólinn á ný. BBC segir að þrátt fyrir að Lapid hafi áður sagt að hann sé hlynntur tveggja ríkja lausn í málefnum Ísraels og Palestínu þá sé ólíklegt að hann ráðist í róttækar aðgerðir í málaflokknum fram að kosningum. Hinn 58 ára Lapid, sem er fyrrverandi fréttaþulur, tók við völdum af Naftali Bennett í samræmi við samkomulag milli flokka þeirra um að þeir myndu hafa stólaskipti, en Bennett mun því gegna embætti aðstoðarforsætisráðherra fram að kosningunum. Bennett hefur sjálfur sagt að hann muni ekki bjóða sig fram í kosningunum í nóvember. Fráfarandi samsteypustjórn samanstóð af alls átta flokkum, bæði af miðjunni og vinstri og hægrivæng stjórnmálanna. Sömuleiðis var þar að finna flokk óháðra araba, en þetta var í fyrsta sinn sem flokkur araba átti aðild að ríkisstjórn Ísraels frá stofnun landsins árið 1948. Skoðanakannanir benda til að Netanjahú og flokkur hans muni í kosningunum fá flest atkvæði, en líkur eru á að erfiðlega gæti reynst fyrir Netanjahú að mynda meirihluta. Ísrael Tengdar fréttir Möguleiki á fimmtu þingkosningum í Ísrael á minna en fjórum árum Vara forsætisráðherra Ísrael, Yair Lapid tekur við af núverandi forsætisráðherra landsins, Naftali Bennett. Samkvæmt umfjöllun BBC um málið hefur stjórnarsamstarfið þar í landi hangið á bláþræði en álitsgjafar segja möguleika á þingkosningum í október. 20. júní 2022 21:03 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Lapid tekur við stöðu forsætisráðherra eftir að samsteypustjórnin, sem Lapid myndaði ásamt Bennett og fleirum, riðaði til falls í síðustu viku. Þingkosningarnar í nóvember verða þær fimmtu í landinu á innan við fjórum árum. Benjamín Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt að hann stefni að því að setjast í forsætisráðherrastólinn á ný. BBC segir að þrátt fyrir að Lapid hafi áður sagt að hann sé hlynntur tveggja ríkja lausn í málefnum Ísraels og Palestínu þá sé ólíklegt að hann ráðist í róttækar aðgerðir í málaflokknum fram að kosningum. Hinn 58 ára Lapid, sem er fyrrverandi fréttaþulur, tók við völdum af Naftali Bennett í samræmi við samkomulag milli flokka þeirra um að þeir myndu hafa stólaskipti, en Bennett mun því gegna embætti aðstoðarforsætisráðherra fram að kosningunum. Bennett hefur sjálfur sagt að hann muni ekki bjóða sig fram í kosningunum í nóvember. Fráfarandi samsteypustjórn samanstóð af alls átta flokkum, bæði af miðjunni og vinstri og hægrivæng stjórnmálanna. Sömuleiðis var þar að finna flokk óháðra araba, en þetta var í fyrsta sinn sem flokkur araba átti aðild að ríkisstjórn Ísraels frá stofnun landsins árið 1948. Skoðanakannanir benda til að Netanjahú og flokkur hans muni í kosningunum fá flest atkvæði, en líkur eru á að erfiðlega gæti reynst fyrir Netanjahú að mynda meirihluta.
Ísrael Tengdar fréttir Möguleiki á fimmtu þingkosningum í Ísrael á minna en fjórum árum Vara forsætisráðherra Ísrael, Yair Lapid tekur við af núverandi forsætisráðherra landsins, Naftali Bennett. Samkvæmt umfjöllun BBC um málið hefur stjórnarsamstarfið þar í landi hangið á bláþræði en álitsgjafar segja möguleika á þingkosningum í október. 20. júní 2022 21:03 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Möguleiki á fimmtu þingkosningum í Ísrael á minna en fjórum árum Vara forsætisráðherra Ísrael, Yair Lapid tekur við af núverandi forsætisráðherra landsins, Naftali Bennett. Samkvæmt umfjöllun BBC um málið hefur stjórnarsamstarfið þar í landi hangið á bláþræði en álitsgjafar segja möguleika á þingkosningum í október. 20. júní 2022 21:03