Viðurkenndi lögbrot vegna Tónaflóðs eftir vandlega yfirlegu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2022 08:39 Ríkisútvarpið þarf að greiða 1,5 milljónir í stjórnvaldssekt vegna málsins. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið braut lög vegna kostunar á þáttunum Tónaflóð sem sýndir voru á sumrin 2020 og 2021. Eftir athugun Fjölmiðlanefndar og vandlega yfirlegu Ríkisútvarpsins komst ríkisfjölmiðillinn sjálfur að þeirri niðurstöðu að kostun þáttanna hafi ekki samrýmst lögum um Ríkisútvarpið. Tónaflóð var sýnt í beinni útsendingu umrædd sumur. Um var að ræða beina útsendingu frá sumartónleikum RÚV og Rásar 2. Tónlistarmenn ferðuðust um landið og sýnt var beint frá tónleikum sem haldnir voru í öllum landshlutum. Þekktum tónlistarmönnum úr héraði var boðið að taka lagið með hljómsveitinni Albatross. Þættirnir voru kostaðir. Taldi RÚV að kostun á þáttunum væri heimild þar sem lög um Ríkisútvarpið heimila kostun á því sem nefnist íburðarmiklir viðburðir. Ábending barst um að kostun Tónaflóðs Málið var tekið til skoðunar hjá Fjölmiðlanefnd eftir að ábending barst um að Tónaflóðsþættirnir gætu ekki talist falla undir þann flokk. Í svörum RÚV til Fjölmiðlanefndar kom fram að stofnunin hafi hins vegar upphaflega litið á að þættirnir féllu undir þann flokk. Var það meðal annars rökstudd með því að árleg útsending RÚV og Rásar frá útitónleikum Menningarnætur félli undir flokkinn íburðarmikill viðburður. Ákveðið hafi verið sumarið 2020, meðal annars í ljósi þeirra aðstæðna sem þá ríktu, að fjölga tónleikum og færa þá landsbyggðinni. Stórtónleikar á Menningarnótt tengjast málinu.Vísir/Vilhelm Hafi tónleikar verið haldnir víðs vegar um landið það sumar undir merkjum Tónaflóðs. Til hafi staðið að ljúka tónleikaröðinni með stórtónleikum frá Arnarhóli í Reykjavík á Menningarnótt en ekki hafi orðið af því vegna sóttvarnarráðstafana. Þess í stað hafi lokatónleikarnir farið fram í Gamla bíói. Hafi þættirnir Tónaflóð verið hugsaðir sem „safn tónleika í einu knippi“, það er að litið hafi verið svo á að einstakir tónleikar væru samofnir útsendingu lokatónleika Menningarnætur og þannig hafi þeir verið taldir flokkast undir að vera íburðarmikill dagskrárliður. Lágu yfir málinu og komust að því að lög hafi verið brotin Hins vegar kemur einnig fram í svörum RÚV til Fjölmiðlanefndar að eftir vandlega yfirlegu hafi RÚV komist að þeirri niðurstöðu að kostun Tónaflóðs hafi ekki samrýmst lögum um Ríkisútvarpið. Hvorki hafi verið um að ræða þáttaröð sem talist geti íburðarmikill dagskrárliður samkvæmt lögum og skilgreiningu í auglýsingareglum RÚV, og hafi enda aldrei verið litið svo á, né geti einstakar útsendingar, að Menningarnótt frátalinni, talist íburðarmiklar eftir efni sínu. Þá hafi ekki verið rétt að líta á allar útsendingarnar sem eina samfellda heild, líkt og raunin hafi verið. Fjölmiðlanefnd hefur sektað RÚV um 1,5 milljónir vegna málsins. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Tónaflóð var sýnt í beinni útsendingu umrædd sumur. Um var að ræða beina útsendingu frá sumartónleikum RÚV og Rásar 2. Tónlistarmenn ferðuðust um landið og sýnt var beint frá tónleikum sem haldnir voru í öllum landshlutum. Þekktum tónlistarmönnum úr héraði var boðið að taka lagið með hljómsveitinni Albatross. Þættirnir voru kostaðir. Taldi RÚV að kostun á þáttunum væri heimild þar sem lög um Ríkisútvarpið heimila kostun á því sem nefnist íburðarmiklir viðburðir. Ábending barst um að kostun Tónaflóðs Málið var tekið til skoðunar hjá Fjölmiðlanefnd eftir að ábending barst um að Tónaflóðsþættirnir gætu ekki talist falla undir þann flokk. Í svörum RÚV til Fjölmiðlanefndar kom fram að stofnunin hafi hins vegar upphaflega litið á að þættirnir féllu undir þann flokk. Var það meðal annars rökstudd með því að árleg útsending RÚV og Rásar frá útitónleikum Menningarnætur félli undir flokkinn íburðarmikill viðburður. Ákveðið hafi verið sumarið 2020, meðal annars í ljósi þeirra aðstæðna sem þá ríktu, að fjölga tónleikum og færa þá landsbyggðinni. Stórtónleikar á Menningarnótt tengjast málinu.Vísir/Vilhelm Hafi tónleikar verið haldnir víðs vegar um landið það sumar undir merkjum Tónaflóðs. Til hafi staðið að ljúka tónleikaröðinni með stórtónleikum frá Arnarhóli í Reykjavík á Menningarnótt en ekki hafi orðið af því vegna sóttvarnarráðstafana. Þess í stað hafi lokatónleikarnir farið fram í Gamla bíói. Hafi þættirnir Tónaflóð verið hugsaðir sem „safn tónleika í einu knippi“, það er að litið hafi verið svo á að einstakir tónleikar væru samofnir útsendingu lokatónleika Menningarnætur og þannig hafi þeir verið taldir flokkast undir að vera íburðarmikill dagskrárliður. Lágu yfir málinu og komust að því að lög hafi verið brotin Hins vegar kemur einnig fram í svörum RÚV til Fjölmiðlanefndar að eftir vandlega yfirlegu hafi RÚV komist að þeirri niðurstöðu að kostun Tónaflóðs hafi ekki samrýmst lögum um Ríkisútvarpið. Hvorki hafi verið um að ræða þáttaröð sem talist geti íburðarmikill dagskrárliður samkvæmt lögum og skilgreiningu í auglýsingareglum RÚV, og hafi enda aldrei verið litið svo á, né geti einstakar útsendingar, að Menningarnótt frátalinni, talist íburðarmiklar eftir efni sínu. Þá hafi ekki verið rétt að líta á allar útsendingarnar sem eina samfellda heild, líkt og raunin hafi verið. Fjölmiðlanefnd hefur sektað RÚV um 1,5 milljónir vegna málsins.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira