Gera allt til að vinna úr aðstæðunum Bjarki Sigurðsson skrifar 1. júlí 2022 17:44 Bogi segir að starfsfólk Icelandair fylgist vel með þeirri umræðu sem á sér stað í hópnum. Vísir/Egill Það hefur verið mikil áskorun fyrir Icelandair að halda uppi ásættanlegri flugáætlun innanlands samkvæmt Boga Nils Bogasyni, forstjóra flugfélagsins. Verið sé að gera allt sem hægt er að til að vinna úr aðstæðunum. Í færslu sem Bogi birti í Facebook-hópnum „Dýrt innanlandsflug. Þín upplifun“ í dag segir að Icelandair sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem flugfélagið stendur frammi fyrir þessa dagana. Í gær bárust fregnir af því að tvær af vélum þeirra sem notaðar eru í innihaldsflug væru bilaðar og tafir á brottför eru orðnar ansi algengar. „Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu,“ segir Bogi. Facebook-hópurinn Dýrt innanlandsflug. Þín upplifun inniheldur tæplega átta þúsund meðlimi. Þar er bæði rætt um hátt verð og almennt um innanlandsflugin. Sögum af seinkunum á innanlandsflugi hefur fjölgað upp á síðkastið. Bogi segir að starfsfólk Icelandair fylgist vel með þeirri umræðu sem á sér stað í hópnum. „Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri.“ Hér fyrir neðan má lesa færslu Boga í heild sinni. Sæl öll Fyrir hönd okkar hjá Icelandair langar mig að fullvissa ykkur um að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir þessa dagana. Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu. Mig langar að láta ykkur vita að umræðan hér fer ekki fram hjá okkur og fullvissa ykkur um að okkar fólk vinnur hörðum höndum á öllum vígstöðum við að leysa úr stöðunni. Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri. Kveðja, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Fréttir af flugi Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Í færslu sem Bogi birti í Facebook-hópnum „Dýrt innanlandsflug. Þín upplifun“ í dag segir að Icelandair sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem flugfélagið stendur frammi fyrir þessa dagana. Í gær bárust fregnir af því að tvær af vélum þeirra sem notaðar eru í innihaldsflug væru bilaðar og tafir á brottför eru orðnar ansi algengar. „Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu,“ segir Bogi. Facebook-hópurinn Dýrt innanlandsflug. Þín upplifun inniheldur tæplega átta þúsund meðlimi. Þar er bæði rætt um hátt verð og almennt um innanlandsflugin. Sögum af seinkunum á innanlandsflugi hefur fjölgað upp á síðkastið. Bogi segir að starfsfólk Icelandair fylgist vel með þeirri umræðu sem á sér stað í hópnum. „Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri.“ Hér fyrir neðan má lesa færslu Boga í heild sinni. Sæl öll Fyrir hönd okkar hjá Icelandair langar mig að fullvissa ykkur um að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir þessa dagana. Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu. Mig langar að láta ykkur vita að umræðan hér fer ekki fram hjá okkur og fullvissa ykkur um að okkar fólk vinnur hörðum höndum á öllum vígstöðum við að leysa úr stöðunni. Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri. Kveðja, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair
Sæl öll Fyrir hönd okkar hjá Icelandair langar mig að fullvissa ykkur um að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir þessa dagana. Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu. Mig langar að láta ykkur vita að umræðan hér fer ekki fram hjá okkur og fullvissa ykkur um að okkar fólk vinnur hörðum höndum á öllum vígstöðum við að leysa úr stöðunni. Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri. Kveðja, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair
Fréttir af flugi Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira