Mané, Mahrez, Keita og Salah tilnefndir sem bestu knattspyrnumenn Afríku Árni Jóhansson skrifar 2. júlí 2022 10:00 Sadio Mané kyssir bikarinn sem veittur er sigurvegara Afríkumótsins í knattspyrnu GETTY IMAGES Knattspyrnumaður Afríku verður valinn aftur í ár en fella þurfti niður verðlaunaafhendingar áranna 2020 og 2021 vegna Covid 19 heimsfaraldursins. Tilnefningar til verðlaunanna voru gefnar út í vikunni sem leið Afríska knattspyrnusambandið tilnefndi 30 leikmenn frá 13 löndum Afríku sem koma til greina til þess að hljóta nafnbótina Knattspyrnumaður Afríku árið 2022. Senegalska landsliðið er efsta landsliðið frá Afríku á heimslista FIFA og ríkjandi Afríkumeistarar og á landið flesta fulltrúa á listanum en alls koma fimm leikmenn frá Senegal til greina. Þeirra á meðal er nýjasti leikmaður Bayern München Sadio Mané en hann þykir sigurstranglegur eftir að hafa leitt þjóð sína til sigurs á Afríkumótinu 2021 og verið valinn leikmaður mótsins. 1 3 3 1 2 4 1 1 3 4 1 5 130 players from 13 countries contending to sit on the throne of African football. Your preliminary nominations for the #CAFAwards2022 Player of the Year pic.twitter.com/FZGiM7ugxP— CAF (@CAF_Online) June 30, 2022 Athygli vekur að Ghana, sem er talin ein af stærri knattspyrnuþjóðum álfunnar, á ekki einn leikmann á listanum yfir tilnefnda leikmenn. Liðið komst ekki upp úr riðlakeppni Afríkumótsins á síðasta ári og getur það haft sitt að segja varðandi þá staðreynd að enginn leikmaður Ghana komist á listann. Enska úrvalsdeildin er sú deild sem á flesta leikmenn tilnefnda en átta leikmenn úr deildinni eru tilnefndir eða níu ef talinn er með Sadio Mané sem nýverið skipti frá Liverpool yfir til Bayern München. Á meðal leikmanna úr ensku úvalsdeildinni eru Riyad Mahrez leikmaður Englandsmeistar Manchester City og Mohamed Salah og Naby Keita leikmenn Liverpool sem endaði í öðru sæti. Salah, sem nýverið skrifaði undir nýjan samning við Liverpool, hefur unnið titilinn tvisvar af þremur síðustu skiptum sem verðlaunin hafa verið veitt en fyrrum liðsfélagi hans hjá Liverpool Sadio Mané vann verðlaunin árið 2019 og er handhafi nafnbótarinnar. Verðlaunin verða veitt fyrir úrslitaleik Afríkumóts kvenna sem fram fer dagana 2. til 30. júlí í Marokkó. Við sama tilefni verða veitt ýmis verðlaun varðandi afríska knattspyrnu og hægt er að lesa sér til um það hér. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira
Afríska knattspyrnusambandið tilnefndi 30 leikmenn frá 13 löndum Afríku sem koma til greina til þess að hljóta nafnbótina Knattspyrnumaður Afríku árið 2022. Senegalska landsliðið er efsta landsliðið frá Afríku á heimslista FIFA og ríkjandi Afríkumeistarar og á landið flesta fulltrúa á listanum en alls koma fimm leikmenn frá Senegal til greina. Þeirra á meðal er nýjasti leikmaður Bayern München Sadio Mané en hann þykir sigurstranglegur eftir að hafa leitt þjóð sína til sigurs á Afríkumótinu 2021 og verið valinn leikmaður mótsins. 1 3 3 1 2 4 1 1 3 4 1 5 130 players from 13 countries contending to sit on the throne of African football. Your preliminary nominations for the #CAFAwards2022 Player of the Year pic.twitter.com/FZGiM7ugxP— CAF (@CAF_Online) June 30, 2022 Athygli vekur að Ghana, sem er talin ein af stærri knattspyrnuþjóðum álfunnar, á ekki einn leikmann á listanum yfir tilnefnda leikmenn. Liðið komst ekki upp úr riðlakeppni Afríkumótsins á síðasta ári og getur það haft sitt að segja varðandi þá staðreynd að enginn leikmaður Ghana komist á listann. Enska úrvalsdeildin er sú deild sem á flesta leikmenn tilnefnda en átta leikmenn úr deildinni eru tilnefndir eða níu ef talinn er með Sadio Mané sem nýverið skipti frá Liverpool yfir til Bayern München. Á meðal leikmanna úr ensku úvalsdeildinni eru Riyad Mahrez leikmaður Englandsmeistar Manchester City og Mohamed Salah og Naby Keita leikmenn Liverpool sem endaði í öðru sæti. Salah, sem nýverið skrifaði undir nýjan samning við Liverpool, hefur unnið titilinn tvisvar af þremur síðustu skiptum sem verðlaunin hafa verið veitt en fyrrum liðsfélagi hans hjá Liverpool Sadio Mané vann verðlaunin árið 2019 og er handhafi nafnbótarinnar. Verðlaunin verða veitt fyrir úrslitaleik Afríkumóts kvenna sem fram fer dagana 2. til 30. júlí í Marokkó. Við sama tilefni verða veitt ýmis verðlaun varðandi afríska knattspyrnu og hægt er að lesa sér til um það hér.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira