„Daginn eftir fundust lyklarnir í sokki“ Elísabet Hanna skrifar 3. júlí 2022 11:00 Hljómsveitin KÍF upplifði skrautlegt ferðalag á Hróarskeldu þar sem þeir voru að spila í vikunni. Aðsend Íslenska óhljóðapönkhljómsveitin Korter í flog var að spila á tónlistarhátíðinni Hróarskeldu í vikunni og þó að framkoman hafi gengið eins og í sögu lenti hljómsveitin í ansi skrautlegum ævintýrum þegar þeir voru að koma sér á leiðarenda. Þeir voru eina íslenska hljómsveitin sem var að spila í ár og meðlimir hennar eru þeir Björn Heimir Önundarson, Kristófer Darri Baldursson, Már Jóhansson, Sigurhjörtur Pálmason, Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson og Örlygur Steinar Arnalds. Blaðamaður Vísis fékk að heyra í Birni Heimi Önundarsyni sem lýsir ferðalaginu eins og þætti úr gamanþáttunum Seinfeld: Hvernig kom það til að þið voruð að spila á hátíðinni? Fyrir þremur árum tókum við örlítinn túr í Danmörku. Þar kynntumst við tónlistarfólki sem leyst vel á okkur og sendi póst á Hróarskeldu. Við spiluðum á Rising Stage sviðinu á mánudeginum klukkan átta um kvöldið. Klippa: korter í flog - krakki á krakki Hvernig gekk ferðin? Ferðin var vægast sagt viðburðarík því að okkur tókst að týna lyklunum að æfingarýminu sem við höfðum fengið lánað frá fyrrnefndum vinum okkar. Kiddi hringdi í Emil, sem lánaði okkur lykilinn sem gaf okkur heimilisfang þar sem við kæmumst í annan lykil. En um leið og við fengum heimilisfangið hætti skjárinn á símanum hans Kidda að virka. Þarna sátum við á bar og vorum að googla hvernig ætti að laga þennan galla á símum til að geta æft fyrir Hróarskeldu, langsóttur brandari á okkar kostnað og sjálfum okkur að kenna. Hitabylgjan var í hæstu hæðum á meðan við vorum þarna sem gerði það ekki einfalt að æfa í gluggalausu æfingarhúsnæðinu. Sound milli stríða.Aðsend Daginn eftir fundust lyklarnir í sokki, þar sem þeir vilja greinilega oft leynast. Við leituðum svo frá okkur allt vit að hljóðfæraverslun til að kaupa trommukjuða og fleira fyrir framkomuna. Loks vorum við komnir í íbúðarhverfi þar sem átti að standa hljóðfæraverslun og eltum hvorn annan inn í húsasund í niðurníðslu. Þá áttuðum við okkur á að þarna var að öllum líkindum engin verslun og við ákváðum að drífa okkur í lestina til Roskilde. Við vorum með heilt vopnabúr af gítörum og symbulum í öllum regnbogans litum sem við bárum út um allt. Og það í þessari hitabylgju sem íslensku æðakerfin okkar eru ekki hönnuð fyrir. Þannig fórum við leiðar okkar til Hróarskeldu þar sem við villtumst vegna rangra upplýsinga og enduðum á að elta hljóðið á hátíðina. Komust þið á hátíðina? Loks komum við inn á svæðið en viti menn, þá auðvitað höfðum við komið vitlausu megin að. Þá tók við löng og sveitt ganga í gegnum hátíðina. Eftir að hafa spurt ótal starfsfólk hvar artista-check’innið var fundum við það loksins og fengum armbönd. Aftur á móti gátum við ekki fengið bíl til að flytja hljóðfærin að sviðinu af einhverjum ástæðum sem við höfðum ekki orku til að setja okkur inn í. En í staðinn fengum við ónýta trillu sem reyndist vera enn meiri hömlun heldur en áður. Dekkið var hálfdottið undan sem gerði það að verkum að við vorum farnir að plægja heilu og hálfu túnin þarna. Við mætum baksviðs, vannærðir og stressaðir, þar sem okkur er sagt hvernig hlutum er háttað. Sólin hafði setið hátt á lofti allan daginn, en svo um leið og við stigum á svið fór að rigna hundum og köttum. Við gerðum gott úr því og gáfum allt í flutninginn. Hljómsveitin skemmti sér vel.Aðsend Hvernig gekk framkoman sjálf? Öll artista-handklæðin baksviðs voru notuð í okkur til að skýla græjunum okkar sem voru orðin gegnblaut af rigningunni. Áhorfendahópurinn var mjög góður og mikil orka þrátt fyrir þrumur og eldingar. Eftir giggið þurftum við að koma hljóðfærunum í burtu til að næsta band hefði pláss fyrir sig og sitt dót. Við spurðum starfsfólkið baksviðs hvort við gætum fengið að sníkja sendiferðabíl fyrir dótið. Því var reddað þótt að líkurnar á því höfðu ekki verið miklar. Við náðum seinustu lestinni til Köben þar sem öllum hinum höfðu verið frestað út af Tour de France. Þetta var sannarlega mikil stemningsferð og oft fannst okkur Seinfeld þemalagið spila undir hjá okkur vegna kómísku vandræðanna sem við lentum í. Þetta hófst!Aðsend Hvernig var lífsreynslan? Reynslan af þessu ævintýri er ómetanleg. Margt sem við upplifðum við það að spila á svona stórri hátíð höfðum við ekki upplifað áður þannig að reynslubankinn græddi gífurlega á þessari ferð, segir Már Jóhannsson meðlimur hljómsveitarinnar. Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hróarskelda loksins haldin Danska tónlistarhátíðin Hróarskelda fer fram dagana 25. júní til 2. júlí í fyrsta skipti síðan 2019. Einnig er verið að halda upp á fimmtíu ára afmæli hátíðarinnar sem átti þó í raun að vera fagnað í fyrra en Hróarskelda fór fram í fyrsta skipti árið 1971. 1. júlí 2022 12:31 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Sjá meira
Þeir voru eina íslenska hljómsveitin sem var að spila í ár og meðlimir hennar eru þeir Björn Heimir Önundarson, Kristófer Darri Baldursson, Már Jóhansson, Sigurhjörtur Pálmason, Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson og Örlygur Steinar Arnalds. Blaðamaður Vísis fékk að heyra í Birni Heimi Önundarsyni sem lýsir ferðalaginu eins og þætti úr gamanþáttunum Seinfeld: Hvernig kom það til að þið voruð að spila á hátíðinni? Fyrir þremur árum tókum við örlítinn túr í Danmörku. Þar kynntumst við tónlistarfólki sem leyst vel á okkur og sendi póst á Hróarskeldu. Við spiluðum á Rising Stage sviðinu á mánudeginum klukkan átta um kvöldið. Klippa: korter í flog - krakki á krakki Hvernig gekk ferðin? Ferðin var vægast sagt viðburðarík því að okkur tókst að týna lyklunum að æfingarýminu sem við höfðum fengið lánað frá fyrrnefndum vinum okkar. Kiddi hringdi í Emil, sem lánaði okkur lykilinn sem gaf okkur heimilisfang þar sem við kæmumst í annan lykil. En um leið og við fengum heimilisfangið hætti skjárinn á símanum hans Kidda að virka. Þarna sátum við á bar og vorum að googla hvernig ætti að laga þennan galla á símum til að geta æft fyrir Hróarskeldu, langsóttur brandari á okkar kostnað og sjálfum okkur að kenna. Hitabylgjan var í hæstu hæðum á meðan við vorum þarna sem gerði það ekki einfalt að æfa í gluggalausu æfingarhúsnæðinu. Sound milli stríða.Aðsend Daginn eftir fundust lyklarnir í sokki, þar sem þeir vilja greinilega oft leynast. Við leituðum svo frá okkur allt vit að hljóðfæraverslun til að kaupa trommukjuða og fleira fyrir framkomuna. Loks vorum við komnir í íbúðarhverfi þar sem átti að standa hljóðfæraverslun og eltum hvorn annan inn í húsasund í niðurníðslu. Þá áttuðum við okkur á að þarna var að öllum líkindum engin verslun og við ákváðum að drífa okkur í lestina til Roskilde. Við vorum með heilt vopnabúr af gítörum og symbulum í öllum regnbogans litum sem við bárum út um allt. Og það í þessari hitabylgju sem íslensku æðakerfin okkar eru ekki hönnuð fyrir. Þannig fórum við leiðar okkar til Hróarskeldu þar sem við villtumst vegna rangra upplýsinga og enduðum á að elta hljóðið á hátíðina. Komust þið á hátíðina? Loks komum við inn á svæðið en viti menn, þá auðvitað höfðum við komið vitlausu megin að. Þá tók við löng og sveitt ganga í gegnum hátíðina. Eftir að hafa spurt ótal starfsfólk hvar artista-check’innið var fundum við það loksins og fengum armbönd. Aftur á móti gátum við ekki fengið bíl til að flytja hljóðfærin að sviðinu af einhverjum ástæðum sem við höfðum ekki orku til að setja okkur inn í. En í staðinn fengum við ónýta trillu sem reyndist vera enn meiri hömlun heldur en áður. Dekkið var hálfdottið undan sem gerði það að verkum að við vorum farnir að plægja heilu og hálfu túnin þarna. Við mætum baksviðs, vannærðir og stressaðir, þar sem okkur er sagt hvernig hlutum er háttað. Sólin hafði setið hátt á lofti allan daginn, en svo um leið og við stigum á svið fór að rigna hundum og köttum. Við gerðum gott úr því og gáfum allt í flutninginn. Hljómsveitin skemmti sér vel.Aðsend Hvernig gekk framkoman sjálf? Öll artista-handklæðin baksviðs voru notuð í okkur til að skýla græjunum okkar sem voru orðin gegnblaut af rigningunni. Áhorfendahópurinn var mjög góður og mikil orka þrátt fyrir þrumur og eldingar. Eftir giggið þurftum við að koma hljóðfærunum í burtu til að næsta band hefði pláss fyrir sig og sitt dót. Við spurðum starfsfólkið baksviðs hvort við gætum fengið að sníkja sendiferðabíl fyrir dótið. Því var reddað þótt að líkurnar á því höfðu ekki verið miklar. Við náðum seinustu lestinni til Köben þar sem öllum hinum höfðu verið frestað út af Tour de France. Þetta var sannarlega mikil stemningsferð og oft fannst okkur Seinfeld þemalagið spila undir hjá okkur vegna kómísku vandræðanna sem við lentum í. Þetta hófst!Aðsend Hvernig var lífsreynslan? Reynslan af þessu ævintýri er ómetanleg. Margt sem við upplifðum við það að spila á svona stórri hátíð höfðum við ekki upplifað áður þannig að reynslubankinn græddi gífurlega á þessari ferð, segir Már Jóhannsson meðlimur hljómsveitarinnar.
Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hróarskelda loksins haldin Danska tónlistarhátíðin Hróarskelda fer fram dagana 25. júní til 2. júlí í fyrsta skipti síðan 2019. Einnig er verið að halda upp á fimmtíu ára afmæli hátíðarinnar sem átti þó í raun að vera fagnað í fyrra en Hróarskelda fór fram í fyrsta skipti árið 1971. 1. júlí 2022 12:31 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Sjá meira
Hróarskelda loksins haldin Danska tónlistarhátíðin Hróarskelda fer fram dagana 25. júní til 2. júlí í fyrsta skipti síðan 2019. Einnig er verið að halda upp á fimmtíu ára afmæli hátíðarinnar sem átti þó í raun að vera fagnað í fyrra en Hróarskelda fór fram í fyrsta skipti árið 1971. 1. júlí 2022 12:31