Víkingar mæta til Malmö með sjálfstraustið í botni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 08:01 Víkingar hafa verið óstöðvandi að undanförnu. Vísir/Hulda Margrét Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta Malmö ytra í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Víkingar mæta fullir sjálfstrausts í leikinn, sem er sýndur beint á Stöð 2 Sport, eftir átta sigurleiki í röð. Byrjun Víkings í Bestu deildinni var nokkuð brösug en liðið hefur heldur betur fundið taktinn að undanförnu og dansar nú sem aldrei fyrr. Eftir 0-3 tap gegn Breiðabliki þann 16. maí höfðu Íslands- og bikarmeistararnir tapað þremur af fyrstu sjö leikjum sínum í Bestu deildinni. Þá hafði liðið einnig gert markalaust jafntefli gegn Leikni Reykjavík. Síðan þá hafa Víkingar verið nær óstöðvandi, raðað inn mörkum og varla fengið á sig mark, markatala liðsins í síðustu átta leikjum er 33-3. Vissulega hafa Víkingar mætt misgóðum liðum í bikar- og Evrópukeppni en síðustu tveir deildarleikir hafa verið einkar sannfærandi. Víkingar fóru til Vestmannaeyja og unnu einkar öruggan 3-0 útisigur og sömu sögu var að segja er liðið heimsótti KR í Vesturbæ Reykjavíkur. Víkingar stóðu af sér storm í upphafi leiks er KR-ingar hentu öllu sem þeir áttu í gestina. Eftir að Nikolaj Hansen kom Víkingum yfir með marki úr vítaspyrnu var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Staðan í deildinni er svo þannig að ef Víkingar vinna leikinn sem þeir eiga til góða á Blika þá munar aðeins sex stigum á liðunum. Sigurhrina Víkinga Valur 1-3 Víkingur (Besta deildin) Haukar 0-7 Víkingur (Mjólkurbikar) Víkingur 2-1 KA (Besta deildin) ÍBV 0-3 Víkingur (Besta deildin) Víkingur 6-1 Levadia Tallinn (Forkeppni Meistaradeildar Evrópu) Víkingur 1-0 Inter Escaldes (Forkeppni Meistaradeildar Evrópu) Selfoss 0-6 Víkingur (Mjólkurbikar) KR 0-3 Víkingur (Besta deildin) Á meðan Malmö, sem er ríkjandi sænskur meistari, hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu hafa Víkingar verið á blússandi siglingu. Það ættu því að vera gestirnir sem mæta fullir sjálfstraust er leikur Malmö og Víkings hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma. Þá er vert að minnast á að Víkingar mæta þar sínum fyrrum læriföður en Miloš Milojević þjálfara Malmö í dag. Talið er að sæti hans sé orðið nokkuð heitt en sænsku meistararnir töpuðu einkar óvænt gegn Sundsvall á dögunum. Undankeppni Meistaradeildar Evrópu @malmoffen @vikingurfc Í beinni á þriðjudag kl. 16:40 pic.twitter.com/DdCJRv8ch3— Stöð 2 Sport (@St2Sport) July 4, 2022 Leikur Malmö og Víkings hefst klukkan 17.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 16.40. Fótbolti Víkingur Reykjavík Besta deild karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira
Byrjun Víkings í Bestu deildinni var nokkuð brösug en liðið hefur heldur betur fundið taktinn að undanförnu og dansar nú sem aldrei fyrr. Eftir 0-3 tap gegn Breiðabliki þann 16. maí höfðu Íslands- og bikarmeistararnir tapað þremur af fyrstu sjö leikjum sínum í Bestu deildinni. Þá hafði liðið einnig gert markalaust jafntefli gegn Leikni Reykjavík. Síðan þá hafa Víkingar verið nær óstöðvandi, raðað inn mörkum og varla fengið á sig mark, markatala liðsins í síðustu átta leikjum er 33-3. Vissulega hafa Víkingar mætt misgóðum liðum í bikar- og Evrópukeppni en síðustu tveir deildarleikir hafa verið einkar sannfærandi. Víkingar fóru til Vestmannaeyja og unnu einkar öruggan 3-0 útisigur og sömu sögu var að segja er liðið heimsótti KR í Vesturbæ Reykjavíkur. Víkingar stóðu af sér storm í upphafi leiks er KR-ingar hentu öllu sem þeir áttu í gestina. Eftir að Nikolaj Hansen kom Víkingum yfir með marki úr vítaspyrnu var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Staðan í deildinni er svo þannig að ef Víkingar vinna leikinn sem þeir eiga til góða á Blika þá munar aðeins sex stigum á liðunum. Sigurhrina Víkinga Valur 1-3 Víkingur (Besta deildin) Haukar 0-7 Víkingur (Mjólkurbikar) Víkingur 2-1 KA (Besta deildin) ÍBV 0-3 Víkingur (Besta deildin) Víkingur 6-1 Levadia Tallinn (Forkeppni Meistaradeildar Evrópu) Víkingur 1-0 Inter Escaldes (Forkeppni Meistaradeildar Evrópu) Selfoss 0-6 Víkingur (Mjólkurbikar) KR 0-3 Víkingur (Besta deildin) Á meðan Malmö, sem er ríkjandi sænskur meistari, hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu hafa Víkingar verið á blússandi siglingu. Það ættu því að vera gestirnir sem mæta fullir sjálfstraust er leikur Malmö og Víkings hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma. Þá er vert að minnast á að Víkingar mæta þar sínum fyrrum læriföður en Miloš Milojević þjálfara Malmö í dag. Talið er að sæti hans sé orðið nokkuð heitt en sænsku meistararnir töpuðu einkar óvænt gegn Sundsvall á dögunum. Undankeppni Meistaradeildar Evrópu @malmoffen @vikingurfc Í beinni á þriðjudag kl. 16:40 pic.twitter.com/DdCJRv8ch3— Stöð 2 Sport (@St2Sport) July 4, 2022 Leikur Malmö og Víkings hefst klukkan 17.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 16.40.
Sigurhrina Víkinga Valur 1-3 Víkingur (Besta deildin) Haukar 0-7 Víkingur (Mjólkurbikar) Víkingur 2-1 KA (Besta deildin) ÍBV 0-3 Víkingur (Besta deildin) Víkingur 6-1 Levadia Tallinn (Forkeppni Meistaradeildar Evrópu) Víkingur 1-0 Inter Escaldes (Forkeppni Meistaradeildar Evrópu) Selfoss 0-6 Víkingur (Mjólkurbikar) KR 0-3 Víkingur (Besta deildin)
Fótbolti Víkingur Reykjavík Besta deild karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira