Tyrkneskur miðill sló því upp að íslenski miðjumaðurinn hafi fengið tveggja ára samningstilboð frá liðinu.
Samkvæmt AS Marca í Tyrklandi þá á Gylfi meira að segja að hafa samþykkt þennan samning sem á að skila honum tveimur milljónum evra í árslaun eða tæplega 280 milljónir króna.
SON DAK KA:
— As Marca (@asmarcatr) July 3, 2022
Galatasaray, Everton dan ayr lan dünyaca ünlü orta saha Gylfi Sigurdsson (33) ile 2 y ll k prensip anla mas na vard .
Oyuncu y ll k 2M maa kazanacak. #EFC pic.twitter.com/WCT0Wx0Sbr
Gylfi hefur ekki spilað fótbolta í meira en ár, hvorki fyrir félagslið eða landsliðs og samningur hans við Everton rann út á dögunum. Gylfi var handtekinn í fyrrasumar þar sem hann var grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Rannsókn málsins er enn í gangi og Gylfi er því enn í farbanni.
Gylfi var dýrasti leikmaðurinn í sögu Everton þegar félagið keypti hann á 40 milljónir punda árið 2017. Hann skoraði 31 mark í 156 leikjum fyrir félagið.