Andleg veikindi Eiður Rafn Gunnarsson skrifar 5. júlí 2022 08:01 Það hafa líklega flestir Íslendingar lesið fréttirnar um skotárásina í Kaupmannahöfn. Slíkar árásir hafa verið algengar í Bandaríkjunum síðastliðin ár og maður heyrir nánast af nýrri árás þar í hverri viku. Fréttin sem ég las fyrst um Kaupmannahöfn var auðvitað sláandi vegna þess að árásin hafði gerst í Kaupmannahöfn, sem er líklega líkasta höfuðborg okkar eigin í heiminum, en fréttin var einnig sláandi fyrir mig vegna þess að ég las að árásarmaðurinn hafði verið að taka lyf sem hét „Quetiapine“ og sagði það ekki virka fyrir sig. Ég hef nú í smá tíma hugsað um að birta söguna mína um andleg veikindi vegna þess að sögur frá öðrum höfðu hjálpað mér gífurlega í gegnum mína ferð. Ég held að það sé mikilvægt fyrir samfélagið að fólk haldi áfram að koma fram og segja sína sögu, það gerir það svo miklu léttara fyrir aðra að leita sér viðeigandi hjálpar, hér kemur mín: Ég kannaðist við lyfið Quetiapine þar sem ég hafði fengið það vegna svefnleysis fyrir um 8 árum. Lyfið virkaði ekki fyrir mig og ég man að mér leið ömurlega af því. Einnig kannski viðeigandi að taka fram hér að ég hafði prófað allskyns lyf áður en læknirinn ákvað að prófa þetta og ég var orðinn töluvert veikur vegna svefnleysisins. Eftir að það hafði ekki virkað var orðið svona þokkalega augljóst hvað var að mér, ég var með kvíða. Ég fékk ávísað róandi lyf fyrir kvíða til að taka um kvöldið og ég svaf almennilega í fyrsta skipti í fleiri vikur. Ég sætti mig samt ekkert við að ég væri með kvíða, enda var það bara fólk með andleg veikindi sem er með kvíða, ég ákvað að flokka þetta sem stress og leitaði mér ekkert frekari hjálpar en að kalla eftir slíkum töflum þegar ég lenti í svefnleysi. Þetta ferli hafði virkað fínt í um fjögur ár, þangað til ég fékk fyrsta kvíðakastið mitt í lok vinnudags árið 2018. Ég myndi reyna að lýsa kvíðakasti hér fyrir þá sem ekki hafa fengið svoleiðis en ég held að það sé ekki hægt að gera það almennilega með orðum nema að líkja því bara við allt sem maður hefur heyrt um hjartaáfall. Allavega, ég kem mér á bráðamóttökuna, hleyp inn og segi fólkinu í afgreiðslunni að ég sé að fá hjartaáfall. Nokkrum tímum síðar rankaði ég við mér á hjartadeild Landspítalans með æðalegg. Skömmu síðar kemur læknir og segir mér að það bendi ekkert til þess að ég hafi fengið hjartaáfall eða neitt í þá áttina. Læknirinn settist hjá mér og spurði út í hvað hefði gerst. Eftir samtalið fannst mér augljóst að um kvíðakast hefði verið að ræða enda frekar fáránlegt að tvítugur drengur í fínu formi væri að fá hjartaáfall. Ég hef sennilega aldrei verið jafn lítill í mér og eftir samtalið, ég hafði sóað tíma hjúkrunarfræðinga og lækna vegna kvíðakasts. Nokkrum dögum eftir kastið leitaði ég mér hjálpar hjá kvíðameðferðarstöðinni þar sem ég var kynntur fyrir hugrænni atferlismeðferð (HAM). Hún virkaði svona ágætlega en ég var ennþá tregur að sætta mig við að ég væri veikur. Lífið var áfram frekar eðlilegt í framhaldinu en ég fékk þó misalvarleg köst með um 2-4 mánaða millibili. Það var svo ekki fyrr en á fyrsta ári í mastersnámi, haustið 2020 eftir að Covid skall á, sem allt fór á hliðina. Ég fékk kvíðakast og ákvað í fyrsta skipti ekki að taka róandi lyf. Ég ætlaði að nota HAM meðferðina og leyfa kastinu að taka mig, hvetja kastið áfram. Þessi ákvörðun endaði með því að ég fékk kvíðakast á hverjum degi í 6 vikur. Kvíðaköstin voru líka öðruvísi en þau höfðu verið áður, þau bara hættu ekki nema í smá stund og svo fór annað af stað. Það voru um 8 vikur í lokapróf þegar þessi hrina af köstum byrjaði og ég fór því strax í að koma mér til sálfræðings. Sálfræðingurinn var frábær og hafði alveg séð aðra lenda í svipuðu rugli, HAM virkar bara ekki eins fyrir alla. Sumir lenda nefnilega í því að heilinn fattar að þetta sé þú að fara í vörn þegar þú leyfir kastinu að koma, það verður því í raun allt öfugt við bardagann. Eins frábærir og sálfræðingar geta verið þá var ástandið þannig að ég þurfti einnig á geðlækni að halda. Sem betur fer þekkti fjölskyldumeðlimur til geðlæknis sem gat tekið við mér eftir sinn venjulega dag en biðtími var að mig minnir 3 mánuðir á þeim tíma (eitthvað sem verður að lagast). Ég lýsti því sem var að hrjá mig og fékk bókstaflega kvíðakast inni hjá honum sem var það alvarlegt að hann ætlaði ekki að leyfa mér að keyra heim fyrr en ég væri kominn með lit í andlitið aftur. Hann ávísaði mér róandi lyf sem ég átti að taka þrisvar á dag. Það ferli kom mér úr hrinunni og ég gat tekið lokaprófin með misgóðum árangri. Ég fór svo aftur til hans eftir prófin og sagði örlagaríka setningu. Ég sagði við hann: „ef ég gæti kastað pening áður en ég fer að sofa í kvöld upp á hvort ég myndi aldrei fá kvíðakast aftur eða ég myndi aldrei vakna aftur, þá myndi ég kasta honum.“ Ég fattaði það ekki fyrr en setningin kom út úr mér (hún hljómaði saklausari í hausnum) að þetta gæti fyrir lækninn bent til þess að ég væri að hugsa um sjálfsvíg. Ég er nokkuð viss um að þetta hafi verið það sem dró lækninn yfir þá línu að ég þyrfti þunglyndislyf (sem eru einnig oft notuð fyrir bara kvíða). Við tók mjög erfitt ferli þar sem það er ekkert grín að byrja á svona lyfjum. Eftir um hálft ár leið mér aftur frekar vel og ég ákvað að hætta en læknirinn hafði mælt með því að taka þau í allavega ár. Hann hafði að sjálfsögðu rétt fyrir sér, ég var kominn aftur til helvítis um sumarið. Ferlið var þó töluvert einfaldara þá þar sem ég vissi hvað ég þyrfti að gera núna, ég þurfti þessi lyf. Ég held að það skipti ekki máli nákvæmlega hvaða þunglyndislyf þetta er en þetta var það sem flestir eru látnir prófa fyrst með minnstar aukaverkanir. Þegar ég byrjaði seinni umferð síðasta sumar þá fékk ég hinsvegar mjög furðulega og sjaldgæfa aukaverkun, bilað hátt suð í annað eyrað, þannig ég þurfti að skipta um lyf. Ég skipti um lyf og fann réttan skammt af því. Ég hef tekið það daglega síðan samhliða morgunskammtinum af vítamínum og það var ekki fyrr en núna í byrjun sumars sem mér byrjaði að líða smá eins og mér hafði liðið áður en þetta byrjaði allt saman. Ég vakna ekki með örann hjartslátt, ég hugsa ekki um að ég muni fá kvíðakast þegar ég geng inn á fundi og ég hef aðrar tilfinningar en lítinn til mikinn kvíða. Ég man ekki einu sinni hvenær ég fékk síðast almennilegt kvíðakast (þó ég hafi átt góða og slæma daga eins og flestir). Það eru þó fínar líkur á að ég muni aftur fá kvíðakast á næstu misserum. Ég veit líka alveg að þessi barátta er ekkert búin þó maður eigi nokkra góða mánuði og ég er ekki viss um að hún verði nokkurn tímann algjörlega búin, en það er bara allt í góðu. Það var margt annað í ferlinu sem er viðeigandi að bæta við eins og hversu algengt það var fyrir geðlækninn minn að vera lengur í vinnunni til að geta komið fólki að og hversu góðhjartaðir aðrir heilbrigðisstarfsmenn voru líka þegar manni vantaði hjálp, ég mun aldrei gleyma þessu fólki. Það sem ég vona að aðrir í minni stöðu eða sambærilegri sem lesa þetta taki frá þessari sögu er að það er alltaf önnur lausn þó sú fyrsta eða önnur eða þriðja virki ekki. Það eru til margar aðferðir eins og HAM, það eru til mörg mismunandi lyf við sömu veikindunum, Það eru til margar mismunandi blöndur af sitthvoru og það eru margir þarna úti sem eru tilbúnir að hjálpa. Ég veit um marga sem ég lít upp til sem gengu í gegnum svipaða hluti, fólk á toppnum á sínu sviði. Þetta mun ekki skilgreina þig sem manneskju, nýttu þér hjálp. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það hafa líklega flestir Íslendingar lesið fréttirnar um skotárásina í Kaupmannahöfn. Slíkar árásir hafa verið algengar í Bandaríkjunum síðastliðin ár og maður heyrir nánast af nýrri árás þar í hverri viku. Fréttin sem ég las fyrst um Kaupmannahöfn var auðvitað sláandi vegna þess að árásin hafði gerst í Kaupmannahöfn, sem er líklega líkasta höfuðborg okkar eigin í heiminum, en fréttin var einnig sláandi fyrir mig vegna þess að ég las að árásarmaðurinn hafði verið að taka lyf sem hét „Quetiapine“ og sagði það ekki virka fyrir sig. Ég hef nú í smá tíma hugsað um að birta söguna mína um andleg veikindi vegna þess að sögur frá öðrum höfðu hjálpað mér gífurlega í gegnum mína ferð. Ég held að það sé mikilvægt fyrir samfélagið að fólk haldi áfram að koma fram og segja sína sögu, það gerir það svo miklu léttara fyrir aðra að leita sér viðeigandi hjálpar, hér kemur mín: Ég kannaðist við lyfið Quetiapine þar sem ég hafði fengið það vegna svefnleysis fyrir um 8 árum. Lyfið virkaði ekki fyrir mig og ég man að mér leið ömurlega af því. Einnig kannski viðeigandi að taka fram hér að ég hafði prófað allskyns lyf áður en læknirinn ákvað að prófa þetta og ég var orðinn töluvert veikur vegna svefnleysisins. Eftir að það hafði ekki virkað var orðið svona þokkalega augljóst hvað var að mér, ég var með kvíða. Ég fékk ávísað róandi lyf fyrir kvíða til að taka um kvöldið og ég svaf almennilega í fyrsta skipti í fleiri vikur. Ég sætti mig samt ekkert við að ég væri með kvíða, enda var það bara fólk með andleg veikindi sem er með kvíða, ég ákvað að flokka þetta sem stress og leitaði mér ekkert frekari hjálpar en að kalla eftir slíkum töflum þegar ég lenti í svefnleysi. Þetta ferli hafði virkað fínt í um fjögur ár, þangað til ég fékk fyrsta kvíðakastið mitt í lok vinnudags árið 2018. Ég myndi reyna að lýsa kvíðakasti hér fyrir þá sem ekki hafa fengið svoleiðis en ég held að það sé ekki hægt að gera það almennilega með orðum nema að líkja því bara við allt sem maður hefur heyrt um hjartaáfall. Allavega, ég kem mér á bráðamóttökuna, hleyp inn og segi fólkinu í afgreiðslunni að ég sé að fá hjartaáfall. Nokkrum tímum síðar rankaði ég við mér á hjartadeild Landspítalans með æðalegg. Skömmu síðar kemur læknir og segir mér að það bendi ekkert til þess að ég hafi fengið hjartaáfall eða neitt í þá áttina. Læknirinn settist hjá mér og spurði út í hvað hefði gerst. Eftir samtalið fannst mér augljóst að um kvíðakast hefði verið að ræða enda frekar fáránlegt að tvítugur drengur í fínu formi væri að fá hjartaáfall. Ég hef sennilega aldrei verið jafn lítill í mér og eftir samtalið, ég hafði sóað tíma hjúkrunarfræðinga og lækna vegna kvíðakasts. Nokkrum dögum eftir kastið leitaði ég mér hjálpar hjá kvíðameðferðarstöðinni þar sem ég var kynntur fyrir hugrænni atferlismeðferð (HAM). Hún virkaði svona ágætlega en ég var ennþá tregur að sætta mig við að ég væri veikur. Lífið var áfram frekar eðlilegt í framhaldinu en ég fékk þó misalvarleg köst með um 2-4 mánaða millibili. Það var svo ekki fyrr en á fyrsta ári í mastersnámi, haustið 2020 eftir að Covid skall á, sem allt fór á hliðina. Ég fékk kvíðakast og ákvað í fyrsta skipti ekki að taka róandi lyf. Ég ætlaði að nota HAM meðferðina og leyfa kastinu að taka mig, hvetja kastið áfram. Þessi ákvörðun endaði með því að ég fékk kvíðakast á hverjum degi í 6 vikur. Kvíðaköstin voru líka öðruvísi en þau höfðu verið áður, þau bara hættu ekki nema í smá stund og svo fór annað af stað. Það voru um 8 vikur í lokapróf þegar þessi hrina af köstum byrjaði og ég fór því strax í að koma mér til sálfræðings. Sálfræðingurinn var frábær og hafði alveg séð aðra lenda í svipuðu rugli, HAM virkar bara ekki eins fyrir alla. Sumir lenda nefnilega í því að heilinn fattar að þetta sé þú að fara í vörn þegar þú leyfir kastinu að koma, það verður því í raun allt öfugt við bardagann. Eins frábærir og sálfræðingar geta verið þá var ástandið þannig að ég þurfti einnig á geðlækni að halda. Sem betur fer þekkti fjölskyldumeðlimur til geðlæknis sem gat tekið við mér eftir sinn venjulega dag en biðtími var að mig minnir 3 mánuðir á þeim tíma (eitthvað sem verður að lagast). Ég lýsti því sem var að hrjá mig og fékk bókstaflega kvíðakast inni hjá honum sem var það alvarlegt að hann ætlaði ekki að leyfa mér að keyra heim fyrr en ég væri kominn með lit í andlitið aftur. Hann ávísaði mér róandi lyf sem ég átti að taka þrisvar á dag. Það ferli kom mér úr hrinunni og ég gat tekið lokaprófin með misgóðum árangri. Ég fór svo aftur til hans eftir prófin og sagði örlagaríka setningu. Ég sagði við hann: „ef ég gæti kastað pening áður en ég fer að sofa í kvöld upp á hvort ég myndi aldrei fá kvíðakast aftur eða ég myndi aldrei vakna aftur, þá myndi ég kasta honum.“ Ég fattaði það ekki fyrr en setningin kom út úr mér (hún hljómaði saklausari í hausnum) að þetta gæti fyrir lækninn bent til þess að ég væri að hugsa um sjálfsvíg. Ég er nokkuð viss um að þetta hafi verið það sem dró lækninn yfir þá línu að ég þyrfti þunglyndislyf (sem eru einnig oft notuð fyrir bara kvíða). Við tók mjög erfitt ferli þar sem það er ekkert grín að byrja á svona lyfjum. Eftir um hálft ár leið mér aftur frekar vel og ég ákvað að hætta en læknirinn hafði mælt með því að taka þau í allavega ár. Hann hafði að sjálfsögðu rétt fyrir sér, ég var kominn aftur til helvítis um sumarið. Ferlið var þó töluvert einfaldara þá þar sem ég vissi hvað ég þyrfti að gera núna, ég þurfti þessi lyf. Ég held að það skipti ekki máli nákvæmlega hvaða þunglyndislyf þetta er en þetta var það sem flestir eru látnir prófa fyrst með minnstar aukaverkanir. Þegar ég byrjaði seinni umferð síðasta sumar þá fékk ég hinsvegar mjög furðulega og sjaldgæfa aukaverkun, bilað hátt suð í annað eyrað, þannig ég þurfti að skipta um lyf. Ég skipti um lyf og fann réttan skammt af því. Ég hef tekið það daglega síðan samhliða morgunskammtinum af vítamínum og það var ekki fyrr en núna í byrjun sumars sem mér byrjaði að líða smá eins og mér hafði liðið áður en þetta byrjaði allt saman. Ég vakna ekki með örann hjartslátt, ég hugsa ekki um að ég muni fá kvíðakast þegar ég geng inn á fundi og ég hef aðrar tilfinningar en lítinn til mikinn kvíða. Ég man ekki einu sinni hvenær ég fékk síðast almennilegt kvíðakast (þó ég hafi átt góða og slæma daga eins og flestir). Það eru þó fínar líkur á að ég muni aftur fá kvíðakast á næstu misserum. Ég veit líka alveg að þessi barátta er ekkert búin þó maður eigi nokkra góða mánuði og ég er ekki viss um að hún verði nokkurn tímann algjörlega búin, en það er bara allt í góðu. Það var margt annað í ferlinu sem er viðeigandi að bæta við eins og hversu algengt það var fyrir geðlækninn minn að vera lengur í vinnunni til að geta komið fólki að og hversu góðhjartaðir aðrir heilbrigðisstarfsmenn voru líka þegar manni vantaði hjálp, ég mun aldrei gleyma þessu fólki. Það sem ég vona að aðrir í minni stöðu eða sambærilegri sem lesa þetta taki frá þessari sögu er að það er alltaf önnur lausn þó sú fyrsta eða önnur eða þriðja virki ekki. Það eru til margar aðferðir eins og HAM, það eru til mörg mismunandi lyf við sömu veikindunum, Það eru til margar mismunandi blöndur af sitthvoru og það eru margir þarna úti sem eru tilbúnir að hjálpa. Ég veit um marga sem ég lít upp til sem gengu í gegnum svipaða hluti, fólk á toppnum á sínu sviði. Þetta mun ekki skilgreina þig sem manneskju, nýttu þér hjálp. Höfundur er lögfræðingur.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun