Iceland Airwaves og SAHARA Festival í samstarf Elísabet Hanna skrifar 6. júlí 2022 14:30 Hatíðirnar hafa ákveðið að sameinast. Skjáskot/Instagram/Aðsend Iceland Airwaves tónlistarhátíð og SAHARA Festival markaðsráðstefnan hafa farið í samstarf og halda eina sameiginlega hátíð og mun hún fara fram í nóvember. SAHARA Festival, ráðstefna um stafræna markaðssetningu, var haldin í fyrsta skipti í fyrra á vegum auglýsingastofunnar. Á henni komu fram fyrirlesarar frá fyrirtækjum eins og Nike, TikTok, Smirnoff og Spotify. Miðinn á ráðstefnuna veitir einnig aðgang að öllum tónleikum Airwaves hátíðarinnar. „Það gekk rosa vel í fyrra, við náðum að fylla Gamla Bíó, meira en þrjú hundruð manns, þrátt fyrir ýmsar leiðinlegar takmarkanir, eins og þurfa að krefja alla gesti um neikvæð covid-hraðpróf,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri SAHARA. Davíð er hæstánægður með samstarfið við Iceland Airwaves: „Það var alltaf planið að tengja þessa viðburði saman, en svo þurfti náttúrulega að aflýsa Airwaves í fyrra.“ View this post on Instagram A post shared by Iceland Airwaves (@icelandairwaves) Davíð segist búast við talsvert fleiri gestum í ár og verður ráðstefnan því haldin í Silfurbergssal Hörpu 3. nóvember. Auk þess verður haldin vinnustofa og lokahóf á KEX Hostel. Hann segist eiga von á fyrirlesurum frá stórfyrirtækjum líkt og í fyrra en nánar verður tilkynnt um það síðar. „Við viljum líka hafa stemminguna á SAHARA Festival létta og í hátíðaranda, þannig þetta smellpassar alveg.“ Fá innblástur erlendis frá Iceland Airwaves tónlistarhátíðin fór síðast fram árið 2019 en hún féll niður síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, segist vera spenntur fyrir samstarfinu við SAHARA Festival: „Þetta kom mjög vel út hjá þeim í fyrra. Nú þegar markaðurinn fyrir upptekna tónlist hefur færst nær alfarið yfir á streymisveitur og aðra stafræna vettvanga, skiptir markaðssetning í gegn um net- og samfélagsmiðla sífellt meira máli, fyrir tónlistarmenn og útgáfur til að koma sér á framfæri.“ View this post on Instagram A post shared by Iceland Airwaves (@icelandairwaves) Ísleifur segir einnig vera langa hefð fyrir svipuðu samstarfi erlendis frá: „Við horfum til hátíða eins og South By Southwest í Austin í Texas, þar sem eru bransaráðstefnur og fyrirlestrar yfir daginn, og svo partýstuð og tónleikar á kvöldin.“ Iceland Airwaves verður einnig með sína eigin ráðstefnu þann 4. nóvember, daginn á eftir SAHARA Festival, þar sem stiklað verður á stóru í alþjóðlega tónlistar- og tónleikageiranum. Airwaves Reykjavík Tengdar fréttir Iceland Airwaves kynnir fleiri listamenn til leiks Iceland Airwaves tilkynni í dag um fleiri atriði sem munu koma fram á hátíðinni í nóvember. Íslenska deildin kemur þar sterk inn ásamt erlendu tónlistarfólki úr ólíkum áttum. 25. maí 2022 13:30 Iceland Airwaves birtir fyrstu staðfestu tónlistaratriði hátíðarinnar Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves staðfesti í dag að hátíðin fari fram í ár, þriðja til fimmta nóvember næstkomandi. Samhliða því voru fyrstu fjórtán böndin sem koma fram tilkynnt ásamt ýmsum spennandi nýjungum, þar sem listamönnum og viðburðarhöldurum býðst meðal annars að halda sína eigin viðburði. 23. mars 2022 12:01 Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
SAHARA Festival, ráðstefna um stafræna markaðssetningu, var haldin í fyrsta skipti í fyrra á vegum auglýsingastofunnar. Á henni komu fram fyrirlesarar frá fyrirtækjum eins og Nike, TikTok, Smirnoff og Spotify. Miðinn á ráðstefnuna veitir einnig aðgang að öllum tónleikum Airwaves hátíðarinnar. „Það gekk rosa vel í fyrra, við náðum að fylla Gamla Bíó, meira en þrjú hundruð manns, þrátt fyrir ýmsar leiðinlegar takmarkanir, eins og þurfa að krefja alla gesti um neikvæð covid-hraðpróf,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri SAHARA. Davíð er hæstánægður með samstarfið við Iceland Airwaves: „Það var alltaf planið að tengja þessa viðburði saman, en svo þurfti náttúrulega að aflýsa Airwaves í fyrra.“ View this post on Instagram A post shared by Iceland Airwaves (@icelandairwaves) Davíð segist búast við talsvert fleiri gestum í ár og verður ráðstefnan því haldin í Silfurbergssal Hörpu 3. nóvember. Auk þess verður haldin vinnustofa og lokahóf á KEX Hostel. Hann segist eiga von á fyrirlesurum frá stórfyrirtækjum líkt og í fyrra en nánar verður tilkynnt um það síðar. „Við viljum líka hafa stemminguna á SAHARA Festival létta og í hátíðaranda, þannig þetta smellpassar alveg.“ Fá innblástur erlendis frá Iceland Airwaves tónlistarhátíðin fór síðast fram árið 2019 en hún féll niður síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, segist vera spenntur fyrir samstarfinu við SAHARA Festival: „Þetta kom mjög vel út hjá þeim í fyrra. Nú þegar markaðurinn fyrir upptekna tónlist hefur færst nær alfarið yfir á streymisveitur og aðra stafræna vettvanga, skiptir markaðssetning í gegn um net- og samfélagsmiðla sífellt meira máli, fyrir tónlistarmenn og útgáfur til að koma sér á framfæri.“ View this post on Instagram A post shared by Iceland Airwaves (@icelandairwaves) Ísleifur segir einnig vera langa hefð fyrir svipuðu samstarfi erlendis frá: „Við horfum til hátíða eins og South By Southwest í Austin í Texas, þar sem eru bransaráðstefnur og fyrirlestrar yfir daginn, og svo partýstuð og tónleikar á kvöldin.“ Iceland Airwaves verður einnig með sína eigin ráðstefnu þann 4. nóvember, daginn á eftir SAHARA Festival, þar sem stiklað verður á stóru í alþjóðlega tónlistar- og tónleikageiranum.
Airwaves Reykjavík Tengdar fréttir Iceland Airwaves kynnir fleiri listamenn til leiks Iceland Airwaves tilkynni í dag um fleiri atriði sem munu koma fram á hátíðinni í nóvember. Íslenska deildin kemur þar sterk inn ásamt erlendu tónlistarfólki úr ólíkum áttum. 25. maí 2022 13:30 Iceland Airwaves birtir fyrstu staðfestu tónlistaratriði hátíðarinnar Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves staðfesti í dag að hátíðin fari fram í ár, þriðja til fimmta nóvember næstkomandi. Samhliða því voru fyrstu fjórtán böndin sem koma fram tilkynnt ásamt ýmsum spennandi nýjungum, þar sem listamönnum og viðburðarhöldurum býðst meðal annars að halda sína eigin viðburði. 23. mars 2022 12:01 Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Iceland Airwaves kynnir fleiri listamenn til leiks Iceland Airwaves tilkynni í dag um fleiri atriði sem munu koma fram á hátíðinni í nóvember. Íslenska deildin kemur þar sterk inn ásamt erlendu tónlistarfólki úr ólíkum áttum. 25. maí 2022 13:30
Iceland Airwaves birtir fyrstu staðfestu tónlistaratriði hátíðarinnar Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves staðfesti í dag að hátíðin fari fram í ár, þriðja til fimmta nóvember næstkomandi. Samhliða því voru fyrstu fjórtán böndin sem koma fram tilkynnt ásamt ýmsum spennandi nýjungum, þar sem listamönnum og viðburðarhöldurum býðst meðal annars að halda sína eigin viðburði. 23. mars 2022 12:01