Drögin birtust í samráðsgátt stjórnvalda í morgun en Svandís hefur undanfarið boðað breytingar á reglugerð um hvalveiðar við strendur Íslands.
Hvalveiðarnar hafa lengi verið gagnrýndar af ferðaþjónustunni á Íslandi og dýraverndarsamtökum, sem hafa meðal annars sakað hvalveiðimenn um að aflífa dýrin á ómannúðlegan hátt.
Með breytingunni verður skipstjóri hvalveiðiskipa að tilnefna dýravelferðarfulltrúa úr áhöfn fyrir hvert skip. Sá þarf að bera ábyrgð á því að rétt sé staðið að velferð hvala við veiðarnar. Hann mun þurfa að sækja námskeið sem samþykkt er af Matvælastofnun, halda skrá yfir allar aðgerðar við veiðarnar, mynda þær á myndbönd og skrá þær niður.
Þeim gögnum verður hann svo að koma til eftirlitsdýralæknis eftir hverja veiðiferð.