Brotin tjöld og ekkert skyggni vegna sandfoks Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. júlí 2022 14:59 Í kring um áttatíu göngumenn höfðu tjaldað á tjaldsvæðinu við Landmannalaugar í nótt. Flestir eru komnir aftur til byggða. Guðmundur Björnsson Landverðir á Fjallabaki ráðleggja fólki alfarið frá því að ferðast inn á svæðið í dag. Þar sitja hundruð ferðamanna og bíða af sér veðrið í skálum á svæðinu en eins og er er afar hvasst þar og lítið sem ekkert skyggni vegna sandfoks. „Nú er ég bara að horfa út um gluggann hérna og tjöldin liggja mörg niðri á tjaldsvæðinu og hafa brotnað í rokinu,“ segir Guðmundur Bjarnason landvörður sem var staddur í skálanum í Landmannalaugum þegar fréttastofa náði tali af honum. „Við erum ekki að ráðleggja neinum að koma hingað inn eftir í dag. Hérna á milli fjallanna kemur vindurinn úr öllum áttum og hann er það sterkur að hann ýtir við fólki,“ segir Guðmundur. Hann segir að um áttatíu manns hafi verið á tjaldsvæðinu í nótt þegar aftakaveðrið hófst. Áttatíu til viðbótar eru svo í skálanum og allir aðrir skálar séu líka fullir á svæðinu en þeir eru fjórir samtals á milli Hrafntinnuskers og Landmannalauga. Um áttatíu manns eru nú í skálanum við Landmannalaugar. Guðmundur Björnsson „Þetta er svolítið óvanalegt veður á þessum tíma. Þetta er óttalegt ástand. Fólk er komið hingað í rútum og ætlar að fara í göngu. Ætlar að leggja af stað Laugaveginn en er ráðlagt frá því. Og allir skálarnir uppbókaðir,“ segir Guðmundur. Sóttu göngumenn og máttvana ferðalanga Björgunarsveitir sóttu tvær konur sem voru sóttar á Fimmvörðuháls í morgun en þær voru veðurtepptar í tjaldi þar. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að þær hafi verið blautar og kaldar eftir baráttuna við veðrið í nótt og of orkulausar til að ganga sjálfar til baka. Gríðarlegt sandfok er víða á svæðinu.Guðmundur Björnsson Því voru þær sóttar á sexhjólum og fluttar niður. Eftir hádegi voru þær komnar á láglendi og héldu þá til byggða. Nokkur útköll hafa þá borist björgunarsveitum vegna göngufólks á Fjallabaki sem treysti sér ekki lengra vegna veðurs. Lögreglan á Suðurlandi vill koma þeirri ábendingu á framfæri til ferðamanna á hálendi, þá sérstaklega á Fjallabaki að...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Thursday, 7 July 2022 „Við keyrðum hérna inn eftir og sandfokið var þannig að það var ekkert skyggni. Ég get ekki sagt að það hafi verið meters skyggni fyrir framan okkur,“ segir Guðmundur. Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Sjá meira
„Nú er ég bara að horfa út um gluggann hérna og tjöldin liggja mörg niðri á tjaldsvæðinu og hafa brotnað í rokinu,“ segir Guðmundur Bjarnason landvörður sem var staddur í skálanum í Landmannalaugum þegar fréttastofa náði tali af honum. „Við erum ekki að ráðleggja neinum að koma hingað inn eftir í dag. Hérna á milli fjallanna kemur vindurinn úr öllum áttum og hann er það sterkur að hann ýtir við fólki,“ segir Guðmundur. Hann segir að um áttatíu manns hafi verið á tjaldsvæðinu í nótt þegar aftakaveðrið hófst. Áttatíu til viðbótar eru svo í skálanum og allir aðrir skálar séu líka fullir á svæðinu en þeir eru fjórir samtals á milli Hrafntinnuskers og Landmannalauga. Um áttatíu manns eru nú í skálanum við Landmannalaugar. Guðmundur Björnsson „Þetta er svolítið óvanalegt veður á þessum tíma. Þetta er óttalegt ástand. Fólk er komið hingað í rútum og ætlar að fara í göngu. Ætlar að leggja af stað Laugaveginn en er ráðlagt frá því. Og allir skálarnir uppbókaðir,“ segir Guðmundur. Sóttu göngumenn og máttvana ferðalanga Björgunarsveitir sóttu tvær konur sem voru sóttar á Fimmvörðuháls í morgun en þær voru veðurtepptar í tjaldi þar. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að þær hafi verið blautar og kaldar eftir baráttuna við veðrið í nótt og of orkulausar til að ganga sjálfar til baka. Gríðarlegt sandfok er víða á svæðinu.Guðmundur Björnsson Því voru þær sóttar á sexhjólum og fluttar niður. Eftir hádegi voru þær komnar á láglendi og héldu þá til byggða. Nokkur útköll hafa þá borist björgunarsveitum vegna göngufólks á Fjallabaki sem treysti sér ekki lengra vegna veðurs. Lögreglan á Suðurlandi vill koma þeirri ábendingu á framfæri til ferðamanna á hálendi, þá sérstaklega á Fjallabaki að...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Thursday, 7 July 2022 „Við keyrðum hérna inn eftir og sandfokið var þannig að það var ekkert skyggni. Ég get ekki sagt að það hafi verið meters skyggni fyrir framan okkur,“ segir Guðmundur.
Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Sjá meira