Enginn skilinn eftir Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. júlí 2022 13:30 Natka Klimowicz skipuleggjandi fjáröflunarinnar og viðburðarins no h00man left behind. Pola Maria Viðburðurinn og fjáröflunin no h00man left behind fer fram á morgun í Post-húsinu að Skeljanesi 21 en fjölbreyttur hópur tónlistarfólks kemur þar fram í nafni mannréttinda. Natka Klimowicz er einn af skipuleggjendum viðburðarins en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá þeim málefnum sem þessi fjáröflun er að leggja áherslu á. „No h00man left behind er fjáröflun og tilgangur hennar er að styðja við LGBTQ+ flóttamenn frá Úkraínu sem koma til Póllands til að leita skjóls. Fjárhæðin sem safnast á morgun rennur beint til samtakanna Kampania Przeciw Homofobii eða KPH (Herferð gegn Hómófóbíu) en þau eru ein stærstu óríkisreknu hinsegin réttindabaráttu-samtök Póllands. Samtökin hafa verið starfrækt í yfir 20 ár, sett af stað farsælar herferðir í nafni réttindabaráttunnar og verið með fræðslu ásamt því að bjóða fórnarlömbum fordóma og misréttis sökum kynvitundar og kynhneigðar upp á sálfræði- og lögfræðiþjónustu. KPH hefur nú búið til sjóðinn Rainbow Beyond Borders sem einblínir á úkraínska flóttamenn og auðveldar þetta einnig minni samtökum að leggja lið,“ segir Natka. Opið öllum Viðburðurinn verður sem áður segir haldinn í Post-húsinu sem samkvæmt Natku er sjálfstætt tónlistarrými fyrir alla aldurshópa. Post-húsið er rekið af Post-dreifingu. Nafn viðburðarins, no h00man left behind, er eins konar gagnrýni á fordómafull ummæli pólska stjórnmálamannsins Jacek Zalek, sem sagði eitt sinn að LGBT væri hugmyndafræði en ekki alvöru mannfólk. Tónleikagestir geta lagt lið með því að styrkja og stungið er upp á 2000 krónum á hvern gest. Hinsvegar verður engum vísað frá og hver og einn má greiða það sem hann vill. Post-húsið er með reglur um öruggt rými sem þýðir að allir eru velkomnir og jafnir en hver og einn á að vera meðvitaður um sína hegðun. Plakatið fyrir viðburðinn.Natka Klimowicz Mikilvægur stuðningur Aðspurð hvernig hugmyndin að viðburðinum kviknaði segist Natka stöðugt vera að hugsa hvernig hún geti lagt lið. „Ég hannaði plakat fyrir fjáröflunina á Prikinu sem var skipulögð örfáum dögum eftir að stríðið hófst, hjálpaði til við fjáröflun í Andrými, seldi prent eftir mig og styrkti góðgerðafélög til þessa málefnis en mér fannst ég samt alltaf geta gert meira. Það að fylgjast úr fjarlægð með fólki að brenna út við að hjálpa við landamærin sem býður fólki að gista hjá sér en fær samt sem áður ekki nægilega aðstoð frá ríkinu og að sjá þreytuna og vonleysið, það brýtur í manni hjartað og er mjög erfitt að sætta sig við.“ Í kjölfar frétta frá Póllandi ákvað hún að skipuleggja þennan viðburð. „Ég ákvað að safna pening fyrir pólsk samtök sem sérhæfa sig í réttindabaráttu hinsegin fólks eftir að virkilega hómófóbískar fréttir frá Póllandi voru stöðugt að streyma inn. Anti LGBT áróðurinn sem kemur frá pólskum yfirvöldum er viðbjóðslegur og því miður eru fleiri en maður þorir að viðurkenna sem fylgja þessum söguþræði og trúa því að hinsegin fólk sé ógn við hefðbundnum gildum. Ég áttaði mig líka á því að LGBTQ+ samfélagið í Úkraínu er að koma inn til Póllands þar sem hinsegin fólk er ekki velkomið og því þótti mér mikilvægt að leggja áherslu á að styðja við þau.“ Íslenski teknótónlistarmaðurinn Bjarki er meðal þeirra sem koma fram: Drauma dagskrá Hún segir að þetta framtak hafi verið í vinnslu í dágóðan tíma. „Alvöru vinnan hófst fyrir rúmum mánuði síðan. Ég er listamaður sem sérhæfi mig í pósterum og er því tengd Post-húsinu. Ég þekki svo mikið af gífurlega góðum listamönnum og ég hef sterka réttlætiskennd og því vorum við með allt sem þurfti til að framkvæma viðburðinn, það þurfti bara að setja allt saman. 9. júlí er líka afmælisdagurinn minn þannig að mér fannst ég geta nýtt hvatninguna við að skipuleggja eitthvað fyrir sjálfa mig til að gera eitthvað fyrir aðra í staðinn. Ég var með mjög ákveðna hugmynd um dagskrána, ég vildi hafa hana dimma, ákafa og fallega þannig að hún endurspegli þessa viðsjárverðu tíma. Ég trúi því varla að allir þessir frábæru listamenn hafi samþykkt að koma fram. Þetta er algjör drauma dagskrá,“ segir Natka að lokum. Viðburðurinn klukkan 16:00 á morgun. Nánari upplýsingar má finna hér. Myndlist Menning Mannréttindi Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„No h00man left behind er fjáröflun og tilgangur hennar er að styðja við LGBTQ+ flóttamenn frá Úkraínu sem koma til Póllands til að leita skjóls. Fjárhæðin sem safnast á morgun rennur beint til samtakanna Kampania Przeciw Homofobii eða KPH (Herferð gegn Hómófóbíu) en þau eru ein stærstu óríkisreknu hinsegin réttindabaráttu-samtök Póllands. Samtökin hafa verið starfrækt í yfir 20 ár, sett af stað farsælar herferðir í nafni réttindabaráttunnar og verið með fræðslu ásamt því að bjóða fórnarlömbum fordóma og misréttis sökum kynvitundar og kynhneigðar upp á sálfræði- og lögfræðiþjónustu. KPH hefur nú búið til sjóðinn Rainbow Beyond Borders sem einblínir á úkraínska flóttamenn og auðveldar þetta einnig minni samtökum að leggja lið,“ segir Natka. Opið öllum Viðburðurinn verður sem áður segir haldinn í Post-húsinu sem samkvæmt Natku er sjálfstætt tónlistarrými fyrir alla aldurshópa. Post-húsið er rekið af Post-dreifingu. Nafn viðburðarins, no h00man left behind, er eins konar gagnrýni á fordómafull ummæli pólska stjórnmálamannsins Jacek Zalek, sem sagði eitt sinn að LGBT væri hugmyndafræði en ekki alvöru mannfólk. Tónleikagestir geta lagt lið með því að styrkja og stungið er upp á 2000 krónum á hvern gest. Hinsvegar verður engum vísað frá og hver og einn má greiða það sem hann vill. Post-húsið er með reglur um öruggt rými sem þýðir að allir eru velkomnir og jafnir en hver og einn á að vera meðvitaður um sína hegðun. Plakatið fyrir viðburðinn.Natka Klimowicz Mikilvægur stuðningur Aðspurð hvernig hugmyndin að viðburðinum kviknaði segist Natka stöðugt vera að hugsa hvernig hún geti lagt lið. „Ég hannaði plakat fyrir fjáröflunina á Prikinu sem var skipulögð örfáum dögum eftir að stríðið hófst, hjálpaði til við fjáröflun í Andrými, seldi prent eftir mig og styrkti góðgerðafélög til þessa málefnis en mér fannst ég samt alltaf geta gert meira. Það að fylgjast úr fjarlægð með fólki að brenna út við að hjálpa við landamærin sem býður fólki að gista hjá sér en fær samt sem áður ekki nægilega aðstoð frá ríkinu og að sjá þreytuna og vonleysið, það brýtur í manni hjartað og er mjög erfitt að sætta sig við.“ Í kjölfar frétta frá Póllandi ákvað hún að skipuleggja þennan viðburð. „Ég ákvað að safna pening fyrir pólsk samtök sem sérhæfa sig í réttindabaráttu hinsegin fólks eftir að virkilega hómófóbískar fréttir frá Póllandi voru stöðugt að streyma inn. Anti LGBT áróðurinn sem kemur frá pólskum yfirvöldum er viðbjóðslegur og því miður eru fleiri en maður þorir að viðurkenna sem fylgja þessum söguþræði og trúa því að hinsegin fólk sé ógn við hefðbundnum gildum. Ég áttaði mig líka á því að LGBTQ+ samfélagið í Úkraínu er að koma inn til Póllands þar sem hinsegin fólk er ekki velkomið og því þótti mér mikilvægt að leggja áherslu á að styðja við þau.“ Íslenski teknótónlistarmaðurinn Bjarki er meðal þeirra sem koma fram: Drauma dagskrá Hún segir að þetta framtak hafi verið í vinnslu í dágóðan tíma. „Alvöru vinnan hófst fyrir rúmum mánuði síðan. Ég er listamaður sem sérhæfi mig í pósterum og er því tengd Post-húsinu. Ég þekki svo mikið af gífurlega góðum listamönnum og ég hef sterka réttlætiskennd og því vorum við með allt sem þurfti til að framkvæma viðburðinn, það þurfti bara að setja allt saman. 9. júlí er líka afmælisdagurinn minn þannig að mér fannst ég geta nýtt hvatninguna við að skipuleggja eitthvað fyrir sjálfa mig til að gera eitthvað fyrir aðra í staðinn. Ég var með mjög ákveðna hugmynd um dagskrána, ég vildi hafa hana dimma, ákafa og fallega þannig að hún endurspegli þessa viðsjárverðu tíma. Ég trúi því varla að allir þessir frábæru listamenn hafi samþykkt að koma fram. Þetta er algjör drauma dagskrá,“ segir Natka að lokum. Viðburðurinn klukkan 16:00 á morgun. Nánari upplýsingar má finna hér.
Myndlist Menning Mannréttindi Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira