40 ár frá fyrstu einkasýningunni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. júlí 2022 15:01 Heidi Strand stendur fyrir einkasýningunni Heiði og Strönd en þar er að finna 70 textílverk eftir hana. Aðsend Listakonan Heidi Strand opnar sýninguna Heiði og strönd á Hlöðuloftinu að Korpúlfsstöðum á morgun. Í forgrunni verða textílverk hennar sem eru 70 talsins og eru flest unnin á tímabilinu 2015 til dagsins í dag. Aðeins örfá verkanna hafa verið sýnd áður og nærri öll nýrri verkin eru unnin með nálaþæfingu á votþæfðan grunn. Öll þæfing er unnin í höndunum og þar koma vélar hvergi nálægt. Samkvæmt Heidi er allur efniviður lífrænn og hún notast eingöngu við ull og sápu en hluti ullarinnar er þó litaður af framleiðanda. Þessi verk eru í raun unnin fríhendis og engin litarefni eru notuð. Viðfangsefni verka Heidiar er það sem heillar hana við Ísland.Heidi Strand Endurnýtt efni Nokkur verka sýningarinnar eru endurnýting á gallaefnum og öðrum vefjarefnum og flíkur á borð við gamlar gallabuxur öðlast nýtt líf. Verkin eru af ýmsum stærðum og gerðum en sum eru í þrívídd og þau allra umfangsmestu eru fjórir til sex fermetrar að stærð. Viðfangsefni verkanna tengist helst því sem heillar Heidi mest hér á Íslandi. Hún flutti fyrst til landsins í byrjun ársins 1972 og má segja að landið hafi heillað hana þar sem hún hefur búið hér síðan, þó með hléum. Heidi að vinnu. Hún hefur sýnt verk sín víðs vegar um heiminn.Aðsend Tímamót Þessi listasýning markar ýmis tímamót í lífi listakonunnar. Heidi fagnað gullbrúðkaupi í sumar, verður sjötug næstkomandi janúar og í desember verða komin heil 40 ár frá því að hún hélt sína fyrstu einkasýningu í Ásmundarsal. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en einkasýningarnar eru nú orðnar 25 og hafa farið fram á öllum Norðurlöndunum. Einnig hefur Heidi átt verk á 32 samsýningum víða um heiminn. Sýningin stendur frá 9. - 31. júlí, verður opin alla daga frá klukkan 12:00-18:00, aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin. Myndlist Menning Tengdar fréttir „Viljum fá fólk til að koma auga á það sem hér leynist“ Finnbogi Pétursson myndlistarmaður opnar sýningu í Hillebrandtshúsinu í gamla bænum á Blönduósi á morgun klukkan 16:00. Um er að ræða nýtt verk eftir listamanninn sem fengið hefur nafnið FLÓI. Hjónin Finnur Arnar og Áslaug Thorlacius standa fyrir sýningunni en blaðamaður tók púlsinn á Finni. 1. júlí 2022 13:31 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Aðeins örfá verkanna hafa verið sýnd áður og nærri öll nýrri verkin eru unnin með nálaþæfingu á votþæfðan grunn. Öll þæfing er unnin í höndunum og þar koma vélar hvergi nálægt. Samkvæmt Heidi er allur efniviður lífrænn og hún notast eingöngu við ull og sápu en hluti ullarinnar er þó litaður af framleiðanda. Þessi verk eru í raun unnin fríhendis og engin litarefni eru notuð. Viðfangsefni verka Heidiar er það sem heillar hana við Ísland.Heidi Strand Endurnýtt efni Nokkur verka sýningarinnar eru endurnýting á gallaefnum og öðrum vefjarefnum og flíkur á borð við gamlar gallabuxur öðlast nýtt líf. Verkin eru af ýmsum stærðum og gerðum en sum eru í þrívídd og þau allra umfangsmestu eru fjórir til sex fermetrar að stærð. Viðfangsefni verkanna tengist helst því sem heillar Heidi mest hér á Íslandi. Hún flutti fyrst til landsins í byrjun ársins 1972 og má segja að landið hafi heillað hana þar sem hún hefur búið hér síðan, þó með hléum. Heidi að vinnu. Hún hefur sýnt verk sín víðs vegar um heiminn.Aðsend Tímamót Þessi listasýning markar ýmis tímamót í lífi listakonunnar. Heidi fagnað gullbrúðkaupi í sumar, verður sjötug næstkomandi janúar og í desember verða komin heil 40 ár frá því að hún hélt sína fyrstu einkasýningu í Ásmundarsal. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en einkasýningarnar eru nú orðnar 25 og hafa farið fram á öllum Norðurlöndunum. Einnig hefur Heidi átt verk á 32 samsýningum víða um heiminn. Sýningin stendur frá 9. - 31. júlí, verður opin alla daga frá klukkan 12:00-18:00, aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin.
Myndlist Menning Tengdar fréttir „Viljum fá fólk til að koma auga á það sem hér leynist“ Finnbogi Pétursson myndlistarmaður opnar sýningu í Hillebrandtshúsinu í gamla bænum á Blönduósi á morgun klukkan 16:00. Um er að ræða nýtt verk eftir listamanninn sem fengið hefur nafnið FLÓI. Hjónin Finnur Arnar og Áslaug Thorlacius standa fyrir sýningunni en blaðamaður tók púlsinn á Finni. 1. júlí 2022 13:31 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Viljum fá fólk til að koma auga á það sem hér leynist“ Finnbogi Pétursson myndlistarmaður opnar sýningu í Hillebrandtshúsinu í gamla bænum á Blönduósi á morgun klukkan 16:00. Um er að ræða nýtt verk eftir listamanninn sem fengið hefur nafnið FLÓI. Hjónin Finnur Arnar og Áslaug Thorlacius standa fyrir sýningunni en blaðamaður tók púlsinn á Finni. 1. júlí 2022 13:31