Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi og Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði ræða Hæstarétt Bandaríkjanna, nýlega og stefnumarkandi dóma, áhrif og völd dómara í bandarískri pólitík.
Alþingismennirnir Bryndís Haraldsdóttir og Eyjólfur Ármannsson takast á um innlenda netverslun með áfengi sem sá síðarnefndi segir kolólöglega.
Í lok þáttar mætir Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson blaðamaður og ræðir undarlegt plastmál þar sem við Íslendingar greiddum fúlgur fjár fyrir að farga plasti í Svíþjóð sem dagaði upp í vöruskemmu öllum að óvörum.
Þátturinn hefst klukkan 10 og hægt er að hlusta og horfa í spilaranum hér að neðan.