„Súrar núna en það gerir okkur bara hungraðri í að taka sigurinn næst“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júlí 2022 19:30 Guðrún Arnardóttir var súr og svekkt með það að taka aðeins eitt stig úr fyrsta leik Íslands á EM. Vísir/Vilhelm Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var nokkuð súr og svekkt með það að liðið hafi aðeins tekið eitt stig úr leiknum gegn Belgíu fyrr í dag, en liðin gerðu 1-1 jafntefli í opnunarleik D-riðils á EM. „Akkúrat núna er þetta svolítið súrt,“ sagði Guðrún að leik loknum. „Mér fannst við heilt yfir betri aðilinn í leiknum og mér fannst við geta tekið sigurinn. Þannig að akkúrat núna svíður þetta svolítið.“ Þrátt fyrir að vera ósátt við úrslitin var Guðrún þó nokkuð ánægð með spilamennsku liðsins. „Mér fannst við fínar varnarlega og þær voru í rauninni ekki að ná að skapa sér mikið sjálfar. Það sem þær náðu að skapa sér var út frá okkar mistökum. Við hefðum getað verið aðeins rólegri á boltann sóknarlega fannst mér, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo hefðum við náttúrulega getað klárað færin til að vinna.“ Staðan í leiknum var markalaus þegar haldið var inn í hálfleikshléið, en íslensku stelpurnar mættu af miklum krafti út í síðari hálfleikinn. Guðrún segir þó að ekki hafi verið gerðar miklar áherslubreytingar inni í búningsklefa. „Við töluðum bara um að halda sama striki. Við þurftum að vera aggresívar og halda áfram með góðan varnarleik og að sama skapi vera svolítið „ruthless“ fram á við. En að sama skapi þurftum við að halda í boltann þegar við vorum að vinna hann. Færin þeirra voru að skapast út frá okkar mistökum þannig að við þurftum að minnka okkar mistök og þá myndu færin þeirra minnka líka.“ Íslenska liðið fékk svo sannarlega færin til að taka öll stigin þrjú, en því miður gekk það ekki upp í dag. „Þó að mér hafi fundist seinni hálfleikurinn betri en sá fyrri þá fannst mér við samt betri aðilinn í fyrri hálfleik. Við vorum að skapa færi og við vorum að halda í boltann þannig að það er súrt að hafa ekki náð þrem stigum í dag.“ Varnarlína íslenska liðsins stóð að mestu leyti vel í dag og Guðrún hrósaði öllu liðinu fyrir sína varnavinnu í dag. „Það er allt liðið sem verst og það gerir okkur í vörninni auðveldara fyrir þegar mennirnir fyrir framan okkur vinna góða vinnu. Vörnin snýst um allt liðið frá framherja niður í markmann.“ Íslenska liðið er nú með eitt stig eftir fyrsta leikinn á EM og þarf að bæta í ef það á að takast að komast upp úr riðlinum. „Við erum svolítið súrar núna en það gerir okkur bara hungraðari í að taka sigurinn næst. Við eru hvergi nærri hættar,“ sagði Guðrún að lokum. Klippa: Guðrun Arnardottir eftir leik EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
„Akkúrat núna er þetta svolítið súrt,“ sagði Guðrún að leik loknum. „Mér fannst við heilt yfir betri aðilinn í leiknum og mér fannst við geta tekið sigurinn. Þannig að akkúrat núna svíður þetta svolítið.“ Þrátt fyrir að vera ósátt við úrslitin var Guðrún þó nokkuð ánægð með spilamennsku liðsins. „Mér fannst við fínar varnarlega og þær voru í rauninni ekki að ná að skapa sér mikið sjálfar. Það sem þær náðu að skapa sér var út frá okkar mistökum. Við hefðum getað verið aðeins rólegri á boltann sóknarlega fannst mér, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo hefðum við náttúrulega getað klárað færin til að vinna.“ Staðan í leiknum var markalaus þegar haldið var inn í hálfleikshléið, en íslensku stelpurnar mættu af miklum krafti út í síðari hálfleikinn. Guðrún segir þó að ekki hafi verið gerðar miklar áherslubreytingar inni í búningsklefa. „Við töluðum bara um að halda sama striki. Við þurftum að vera aggresívar og halda áfram með góðan varnarleik og að sama skapi vera svolítið „ruthless“ fram á við. En að sama skapi þurftum við að halda í boltann þegar við vorum að vinna hann. Færin þeirra voru að skapast út frá okkar mistökum þannig að við þurftum að minnka okkar mistök og þá myndu færin þeirra minnka líka.“ Íslenska liðið fékk svo sannarlega færin til að taka öll stigin þrjú, en því miður gekk það ekki upp í dag. „Þó að mér hafi fundist seinni hálfleikurinn betri en sá fyrri þá fannst mér við samt betri aðilinn í fyrri hálfleik. Við vorum að skapa færi og við vorum að halda í boltann þannig að það er súrt að hafa ekki náð þrem stigum í dag.“ Varnarlína íslenska liðsins stóð að mestu leyti vel í dag og Guðrún hrósaði öllu liðinu fyrir sína varnavinnu í dag. „Það er allt liðið sem verst og það gerir okkur í vörninni auðveldara fyrir þegar mennirnir fyrir framan okkur vinna góða vinnu. Vörnin snýst um allt liðið frá framherja niður í markmann.“ Íslenska liðið er nú með eitt stig eftir fyrsta leikinn á EM og þarf að bæta í ef það á að takast að komast upp úr riðlinum. „Við erum svolítið súrar núna en það gerir okkur bara hungraðari í að taka sigurinn næst. Við eru hvergi nærri hættar,“ sagði Guðrún að lokum. Klippa: Guðrun Arnardottir eftir leik
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira