„Súrar núna en það gerir okkur bara hungraðri í að taka sigurinn næst“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júlí 2022 19:30 Guðrún Arnardóttir var súr og svekkt með það að taka aðeins eitt stig úr fyrsta leik Íslands á EM. Vísir/Vilhelm Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var nokkuð súr og svekkt með það að liðið hafi aðeins tekið eitt stig úr leiknum gegn Belgíu fyrr í dag, en liðin gerðu 1-1 jafntefli í opnunarleik D-riðils á EM. „Akkúrat núna er þetta svolítið súrt,“ sagði Guðrún að leik loknum. „Mér fannst við heilt yfir betri aðilinn í leiknum og mér fannst við geta tekið sigurinn. Þannig að akkúrat núna svíður þetta svolítið.“ Þrátt fyrir að vera ósátt við úrslitin var Guðrún þó nokkuð ánægð með spilamennsku liðsins. „Mér fannst við fínar varnarlega og þær voru í rauninni ekki að ná að skapa sér mikið sjálfar. Það sem þær náðu að skapa sér var út frá okkar mistökum. Við hefðum getað verið aðeins rólegri á boltann sóknarlega fannst mér, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo hefðum við náttúrulega getað klárað færin til að vinna.“ Staðan í leiknum var markalaus þegar haldið var inn í hálfleikshléið, en íslensku stelpurnar mættu af miklum krafti út í síðari hálfleikinn. Guðrún segir þó að ekki hafi verið gerðar miklar áherslubreytingar inni í búningsklefa. „Við töluðum bara um að halda sama striki. Við þurftum að vera aggresívar og halda áfram með góðan varnarleik og að sama skapi vera svolítið „ruthless“ fram á við. En að sama skapi þurftum við að halda í boltann þegar við vorum að vinna hann. Færin þeirra voru að skapast út frá okkar mistökum þannig að við þurftum að minnka okkar mistök og þá myndu færin þeirra minnka líka.“ Íslenska liðið fékk svo sannarlega færin til að taka öll stigin þrjú, en því miður gekk það ekki upp í dag. „Þó að mér hafi fundist seinni hálfleikurinn betri en sá fyrri þá fannst mér við samt betri aðilinn í fyrri hálfleik. Við vorum að skapa færi og við vorum að halda í boltann þannig að það er súrt að hafa ekki náð þrem stigum í dag.“ Varnarlína íslenska liðsins stóð að mestu leyti vel í dag og Guðrún hrósaði öllu liðinu fyrir sína varnavinnu í dag. „Það er allt liðið sem verst og það gerir okkur í vörninni auðveldara fyrir þegar mennirnir fyrir framan okkur vinna góða vinnu. Vörnin snýst um allt liðið frá framherja niður í markmann.“ Íslenska liðið er nú með eitt stig eftir fyrsta leikinn á EM og þarf að bæta í ef það á að takast að komast upp úr riðlinum. „Við erum svolítið súrar núna en það gerir okkur bara hungraðari í að taka sigurinn næst. Við eru hvergi nærri hættar,“ sagði Guðrún að lokum. Klippa: Guðrun Arnardottir eftir leik EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Sjá meira
„Akkúrat núna er þetta svolítið súrt,“ sagði Guðrún að leik loknum. „Mér fannst við heilt yfir betri aðilinn í leiknum og mér fannst við geta tekið sigurinn. Þannig að akkúrat núna svíður þetta svolítið.“ Þrátt fyrir að vera ósátt við úrslitin var Guðrún þó nokkuð ánægð með spilamennsku liðsins. „Mér fannst við fínar varnarlega og þær voru í rauninni ekki að ná að skapa sér mikið sjálfar. Það sem þær náðu að skapa sér var út frá okkar mistökum. Við hefðum getað verið aðeins rólegri á boltann sóknarlega fannst mér, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo hefðum við náttúrulega getað klárað færin til að vinna.“ Staðan í leiknum var markalaus þegar haldið var inn í hálfleikshléið, en íslensku stelpurnar mættu af miklum krafti út í síðari hálfleikinn. Guðrún segir þó að ekki hafi verið gerðar miklar áherslubreytingar inni í búningsklefa. „Við töluðum bara um að halda sama striki. Við þurftum að vera aggresívar og halda áfram með góðan varnarleik og að sama skapi vera svolítið „ruthless“ fram á við. En að sama skapi þurftum við að halda í boltann þegar við vorum að vinna hann. Færin þeirra voru að skapast út frá okkar mistökum þannig að við þurftum að minnka okkar mistök og þá myndu færin þeirra minnka líka.“ Íslenska liðið fékk svo sannarlega færin til að taka öll stigin þrjú, en því miður gekk það ekki upp í dag. „Þó að mér hafi fundist seinni hálfleikurinn betri en sá fyrri þá fannst mér við samt betri aðilinn í fyrri hálfleik. Við vorum að skapa færi og við vorum að halda í boltann þannig að það er súrt að hafa ekki náð þrem stigum í dag.“ Varnarlína íslenska liðsins stóð að mestu leyti vel í dag og Guðrún hrósaði öllu liðinu fyrir sína varnavinnu í dag. „Það er allt liðið sem verst og það gerir okkur í vörninni auðveldara fyrir þegar mennirnir fyrir framan okkur vinna góða vinnu. Vörnin snýst um allt liðið frá framherja niður í markmann.“ Íslenska liðið er nú með eitt stig eftir fyrsta leikinn á EM og þarf að bæta í ef það á að takast að komast upp úr riðlinum. „Við erum svolítið súrar núna en það gerir okkur bara hungraðari í að taka sigurinn næst. Við eru hvergi nærri hættar,“ sagði Guðrún að lokum. Klippa: Guðrun Arnardottir eftir leik
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Sjá meira