Fljúga hlaðmönnum til Amsterdam vegna gríðarlega tafa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2022 20:02 Sylvía Kristín er framkvæmdastjóri hjá Icelandair. Vísir/Sigurjón Icelandair tekur nú hlaðmenn með í flug til Amsterdam, til þess að halda ferðum sínum til og frá borginni á áætlun. Langar raðir og tafir eru daglegt brauð á flugvellinum í borginni. Félagið hefur fellt niður fjórum sinnum fleiri ferðir en á sama tíma fyrir faraldurinn. Að undanförnu hafa orðið miklar tafir á fjölda flugvalla víðs vegar um Evrópu, að meginstefnu til vegna manneklu en sumsstaðar einnig vegna verkfalla starfsfólks. Einna verst hefur ástandið verið á Schiphol flugvelli í Amsterdam. Icelandair flýgur daglega til borgarinnar. „Þar var vél stopp, því það vantaði hlaðmenn og áhöfnin henti sér niður og byrjaði að hlaða vélina og afhlaða. Í kjölfarið fóru hlaðmenn með um borð til þess að bregðast við, svo við séum fljótari að koma vélinni aftur á tíma,“ segir Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála hjá Icelandair. Þá hefur starfsfólk Play að sama skapi hlaðið og afhlaðið vélar á þeim flugvöllum þar sem manneklan er hvað verst, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Félagið hefur þó ekki sent hlaðmenn út. Sylvía segir að þó kostnaður fylgi því að senda hlaðmenn til Amsterdam komi það ekki að sök. „Því að það skiptir okkur líka máli að vera á réttum tíma og tryggja að við séum með þetta þjónustustig sem við viljum hafa.“ Félagið hafi ekki sótt innblástur annað þegar ákvörðun um að senda hlaðmenn út hafi verið tekin. „Er þetta ekki bara svolítið íslenskt?“ spyr Sylvía. „Við finnum út úr málunum og græjum og gerum. Ég hef ekki heyrt af öðrum vera að gera þetta, en það kann að vera.“ Ástandið leitt til niðurfellinga Icelandair felldi niður um tvö prósent af áætluðum ferðum sínum til eða frá Keflavík í síðasta mánuði. Það erum fjórum sinnum fleiri ferðir en í júní árið 2019, sem var síðasta ferðasumarið fyrir Covid-faraldurinn. Sylvía segir ástæðuna einfalda. „Það eru þessar aðstæður sem eru að skapast á flugvöllunum vegna manneklu, það svona seinkar og tefur. Þannig að við höfum þurft að grípa til þessara ráðstafana,“ segir Sylvía en bætir því þó við að félagið reyni þó eftir fremsta megni að koma farþegum á áfangastað samdægurs þegar ferðir eru felldar niður Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 5. júlí 2022 18:54 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Að undanförnu hafa orðið miklar tafir á fjölda flugvalla víðs vegar um Evrópu, að meginstefnu til vegna manneklu en sumsstaðar einnig vegna verkfalla starfsfólks. Einna verst hefur ástandið verið á Schiphol flugvelli í Amsterdam. Icelandair flýgur daglega til borgarinnar. „Þar var vél stopp, því það vantaði hlaðmenn og áhöfnin henti sér niður og byrjaði að hlaða vélina og afhlaða. Í kjölfarið fóru hlaðmenn með um borð til þess að bregðast við, svo við séum fljótari að koma vélinni aftur á tíma,“ segir Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála hjá Icelandair. Þá hefur starfsfólk Play að sama skapi hlaðið og afhlaðið vélar á þeim flugvöllum þar sem manneklan er hvað verst, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Félagið hefur þó ekki sent hlaðmenn út. Sylvía segir að þó kostnaður fylgi því að senda hlaðmenn til Amsterdam komi það ekki að sök. „Því að það skiptir okkur líka máli að vera á réttum tíma og tryggja að við séum með þetta þjónustustig sem við viljum hafa.“ Félagið hafi ekki sótt innblástur annað þegar ákvörðun um að senda hlaðmenn út hafi verið tekin. „Er þetta ekki bara svolítið íslenskt?“ spyr Sylvía. „Við finnum út úr málunum og græjum og gerum. Ég hef ekki heyrt af öðrum vera að gera þetta, en það kann að vera.“ Ástandið leitt til niðurfellinga Icelandair felldi niður um tvö prósent af áætluðum ferðum sínum til eða frá Keflavík í síðasta mánuði. Það erum fjórum sinnum fleiri ferðir en í júní árið 2019, sem var síðasta ferðasumarið fyrir Covid-faraldurinn. Sylvía segir ástæðuna einfalda. „Það eru þessar aðstæður sem eru að skapast á flugvöllunum vegna manneklu, það svona seinkar og tefur. Þannig að við höfum þurft að grípa til þessara ráðstafana,“ segir Sylvía en bætir því þó við að félagið reyni þó eftir fremsta megni að koma farþegum á áfangastað samdægurs þegar ferðir eru felldar niður
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 5. júlí 2022 18:54 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 5. júlí 2022 18:54